Færslur

Sýnir færslur frá október 28, 2007
Mynd
..::Hvar á ég að byrja::.. Ætli maður verði ekki að reyna að koma frá sér einhverjum línum, en ég hef verið haldin þrálátri bloggleti síðan seinnipart sumars, ekki það að ég geti hælt mér af dugnaði fyrir þann tíma en þó var þó til einhver smá lífsneysti áður sem svo hvarf. Ég átti ágætisfrí heima í sumar þótt það hafi kannski orðið öðruvísi en planað var, Guðný öklabrotnaði mjög illa nokkrum dögum áður en ég kom heim svo hún var á hækjum allt fríið. Það dæmdist á mig að reyna að sinna því sem hún hefur gert t.d elda og þessháttar. Ekki veit ég hvernig ég kæmi út ef það yrði farið að bera þetta saman við hennar störf, en það dó engin og kvartanir voru innan viðráðanlegra marka hvað stolt mitt varðar. Nú ég hafði ætlað mér að hjóla eitthvað í fríinu, (var með háfleygar hugmyndir um ferðalög) en það varð nú eitthvað minna um það. Ég græjaði samt hjólið aðeins svo það er betur í stakk búið til að til að takast á við einhverjar ferðastubba í framtíðinni. Einhverjir myndu sjálfsagtkalla þet