Færslur

Sýnir færslur frá ágúst 14, 2005
Mynd
..::Helreið yfir Heljardalsheiði::.. Það var svipað bongó hjá okkur í dag eins og í gær, svo að ég áhvað að skella mér yfir Helju og klára mig niður í Skagafjörð. Það var brunað inn allan Svarfaðardal og upp í heiðina, heiðin var alveg hrikalega laus og erfið. Ekkert nema laust grjót og hundleiðinlegt að hafa sig áfram, ég var á tímabili að hugsa um að snúa við en þráaðist áfram. Þegar ég kom að síðustu brekkunni sá ég hvað olli þessari verkun á veginum, þar voru fimm jeppar misvelútbúnir sem voru á leið yfir, þeir höfðu greinilega ekki átt í minna veseni en ég og auðvitað skánaði vegurinn ekki við alla þessa umferð, þessi vegur er hundleiðinlegur því það er úr honum allt efni og ekkert eftir nema urð og grjót. En hvað um það, síðasta brekkan var full af snjó og átti síðasti jeppinn í einhverju basli með að komast upp, ég spólaði mig langleiðina upp og leiddi svo hjólið síðasta spottann, þeir hjálpuðu mér svo jeppakarlarnir að koma hjólinu upp á slóðann aftur. Heiðin var betri Skagafja...
Mynd
..::HA JÚ ÉG ER AÐ Bl.... ::.. Þetta fer að verða frekar tilviljunarkennt hvenær það aulast inn einhver blogg en svona er þetta bara, nóg annað að gera en að vera að einhverju bloggi. Þó ætla ég að pára inn einhverju núna. Ég lauk sem sagt við þann áfanga í sólpallinum sem ég ætlaði mér á þessu ári í síðustu viku og meiningin var að della viðarvörn í dekkið áður en ég færi á sjó en það ætlar ekki að takast vegna vætu :(. Síðasta helgi var nokkuð viðburðarrík chill á föstudagskvöld og svo giftingarveisla á laugardagskvöld. Sunnudagurinn var svo tekin eldsnemma og brunað yfir í Varmahlíð, þar fórum við í Rafting á sunnudagsmorgun sem var alveg frábært upplivelsi og eitthvað sem við hefðum ekki viljað missa af. Við fórum svo út á Krók á eftir og fengum okkur að borða áður en við keyrðum heim. Það voru sem sagt ekki mikil rólegheit yfir þessari helgi hehe. En þessi vika hefur verðið nokkuð náðug, Hjördís fór suður og erum við bara 3 í kotinu, við skelltum okkur í bíó með guttann í fyrrakvö...