..::Helreið yfir Heljardalsheiði::..
Það var svipað bongó hjá okkur í dag eins og í gær, svo að ég áhvað að skella mér yfir Helju og klára mig niður í Skagafjörð.
Það var brunað inn allan Svarfaðardal og upp í heiðina, heiðin var alveg hrikalega laus og erfið. Ekkert nema laust grjót og hundleiðinlegt að hafa sig áfram, ég var á tímabili að hugsa um að snúa við en þráaðist áfram. Þegar ég kom að síðustu brekkunni sá ég hvað olli þessari verkun á veginum, þar voru fimm jeppar misvelútbúnir sem voru á leið yfir, þeir höfðu greinilega ekki átt í minna veseni en ég og auðvitað skánaði vegurinn ekki við alla þessa umferð, þessi vegur er hundleiðinlegur því það er úr honum allt efni og ekkert eftir nema urð og grjót. En hvað um það, síðasta brekkan var full af snjó og átti síðasti jeppinn í einhverju basli með að komast upp, ég spólaði mig langleiðina upp og leiddi svo hjólið síðasta spottann, þeir hjálpuðu mér svo jeppakarlarnir að koma hjólinu upp á slóðann aftur. Heiðin var betri Skagafjarðarmegin þótt ekki væri hún góð, það var nokkuð vatn í Heljardalsánni en vaðið var óvenjugott svo að ég slapp yfir það án vandræða, en það var óvenju hljóðlátt hjólið meðan mótorinn var mestur á kafi :).
Í Kolbeinsdalnum er svo önnur á en hún breiðir vel úr sér og auðvelt var að finna góða leið yfir. Að vanda var mikið hestastóð í Kolbeinsdal sem fylgdi mér niður að hliði.
Nú ég hjólaði svo niður á þjóðveg og setti stefnuna á Hofsós þar sem ég rúllaði eina ferð í gegn um bæinn áður en haldið var áfram út í fljót yfir Lágheiði og heim.
Var akkúrat komin heim í afmælisveisluna hjá Soffíu en hún var sextán í gær, það var kærkomið að fá eitthvað í belginn eftir ferðalagið.
Eftir veisluna keyrðum við svo upp á dal og löbbuðum inn að kofa og til baka, svona til að brenna tertunum.
That´s all for to now......................
Það var svipað bongó hjá okkur í dag eins og í gær, svo að ég áhvað að skella mér yfir Helju og klára mig niður í Skagafjörð.
Það var brunað inn allan Svarfaðardal og upp í heiðina, heiðin var alveg hrikalega laus og erfið. Ekkert nema laust grjót og hundleiðinlegt að hafa sig áfram, ég var á tímabili að hugsa um að snúa við en þráaðist áfram. Þegar ég kom að síðustu brekkunni sá ég hvað olli þessari verkun á veginum, þar voru fimm jeppar misvelútbúnir sem voru á leið yfir, þeir höfðu greinilega ekki átt í minna veseni en ég og auðvitað skánaði vegurinn ekki við alla þessa umferð, þessi vegur er hundleiðinlegur því það er úr honum allt efni og ekkert eftir nema urð og grjót. En hvað um það, síðasta brekkan var full af snjó og átti síðasti jeppinn í einhverju basli með að komast upp, ég spólaði mig langleiðina upp og leiddi svo hjólið síðasta spottann, þeir hjálpuðu mér svo jeppakarlarnir að koma hjólinu upp á slóðann aftur. Heiðin var betri Skagafjarðarmegin þótt ekki væri hún góð, það var nokkuð vatn í Heljardalsánni en vaðið var óvenjugott svo að ég slapp yfir það án vandræða, en það var óvenju hljóðlátt hjólið meðan mótorinn var mestur á kafi :).
Í Kolbeinsdalnum er svo önnur á en hún breiðir vel úr sér og auðvelt var að finna góða leið yfir. Að vanda var mikið hestastóð í Kolbeinsdal sem fylgdi mér niður að hliði.
Nú ég hjólaði svo niður á þjóðveg og setti stefnuna á Hofsós þar sem ég rúllaði eina ferð í gegn um bæinn áður en haldið var áfram út í fljót yfir Lágheiði og heim.
Var akkúrat komin heim í afmælisveisluna hjá Soffíu en hún var sextán í gær, það var kærkomið að fá eitthvað í belginn eftir ferðalagið.
Eftir veisluna keyrðum við svo upp á dal og löbbuðum inn að kofa og til baka, svona til að brenna tertunum.
That´s all for to now......................
Ummæli