Færslur

Sýnir færslur frá júní 1, 2008
Mynd
..::Nouakchott road!::.. Liggjum á legunni utan við Nouakchott og löndum, það gengur svona lala. Við byrjuðum að basla í þessu í fyrrinótt og verðum líklega að stauta við þetta fram á morgundaginn. Í gær skruppum við Gummi á tuðrunni í land til að sækja nýtt veiðileifi og 100lítra af bensíni á bátinn, ég notaði tækifærið og spurði umboðsmanninn okkar um verðið á bensíni og Diselolíu inni í Nouakchott, þar komst að því að það er örlítið ódýrara en heima á klakanum, bensínlíterinn kostar 92.60íslkr og Disellíterinn kostar 80.45íslkr miðað við núverandi gengi. Ferðin í land var ágæt en það hefði mátt vera örlítið betra veður, við vorum aldrei þessu vant ekki á hraðferð svo það fór ágætlega á þessu hjá okkur félögunum. Á bakaleiðinni keyrðum við fram á dauðan smáhval, veit ekki alveg hvort þetta var Höfrungur eða Hnísa, tókum samt einn hring í kring um kvikindið og töldum líkurnar vera 60 á móti 40 að þetta væri frekar hnísa, svo var haldið var áfram. Einn Breskur supercargo fékk að fljóta
Mynd
..::Var nauðsynlegt að skjóta hann?::.. Það hefur verið merkilegt að hlusta á allt fárið sem skapaðist í kring um Hvítabjörninn sem heimsótti okkur Íslendinga um daginn, að mínu viti var ekki nema tvennt að gera í stöðunni, annað var að fanga greyið og setja hann í Húsdýragarðinn, eða bara lóga honum eins og gert var. Ekki veit ég hvernig það hefði gengið að fanga greyið án þess að limlesta hann og meiða, svo það var ekkert eftir í stöðunni annað en að skjóta greyið. Það er nú samt þannig að það eru alltaf einhverjir sem vita mest og best hverig átti að gera þetta, þeir sömu eru yfirleitt ekki á staðnum til að meta aðstæður eða hafa á annað borð hugmynd um hvað þeir eru að tala um, mest er þetta gaspur og blaður engum til gagns. Einhvernvegin hef ég trú á því að þeir sem að mest hafa sig í frammi um allskyns dýravermd spái lítið í því hvort mannskepnan sé að drepast úr hungri og vosbúð einhverstaðar í veröldinni. Og svo eru alltaf einhverjir að spá í því hvað öðrum finnst, hvað halda a
Mynd
..::Lítið að gerast::.. Sjómannadagurinn hjá okkur leið hjá án nokkurrra líkamlegra átaka, engin dagskrá í gangi hérna, ekki koddaslagur, ekki kappróður o.s.f.v. Hér óskuðu menn bara hvor öðrum til hamingju með daginn í stöðinni og lengra náðu hátíðarhöldin ekki. Annars er ekki mikið að frétta héðan, veðrið hefur verið ágætt eins og oftast hérna sunnan við mörk siðmenningar, en það hefur verið hunleiðinlegt að eiga við veiðarnar og höfum við ekki riðið feitum hesti frá þeim bardaga undanfarið. En við lifum í vonninni og trúum því að þetta sé allt framundan. Læt þetta duga í bili. Bið allar allar góðar vættir að vera með ykkur öllum...........
Mynd
..::Til hamingju með daginn!::.. Dagurinn í dag verður sjálfsagt ekki neitt öðruvísi en aðrir dagar hérna á hafinu þótt hann heiti Sjómannadagur heima á Íslandi. En þetta var nú einu sinni einn af aðaldögum ársins með gleði og miklu húllumhæi, nú skilst mér aftur á móti að þessi dagur sé víðast að gufa upp og lítið gert sem minnir á að það sé Sjómannadagur, samt eru einhver byggðarlög sem reina að halda haus og gera eitthvað í tilefni dagsins. það er miður hve illa hefur tekist að halda lífi í þessum degi. Af okkur er ekki mikið að frétta annað en að það er hálfgert dos yfir þessu öllu saman, yfir miðunum hefur legið hálfgerð ördeyða, svo þetta hefur ekki verið neitt spennandi síðan við komum um borð. Mynd dagsins er tekin í fyrradag og er af einmanna fugli á flugi yfir hafinu, hér eru líka nokkrar nýjar "myndir" . Vona að Guð gefi ykkur góðan dag og þið finnið einhverstaðar smá Sjómannadagsstemmingu.