..::Til hamingju með daginn!::..
Dagurinn í dag verður sjálfsagt ekki neitt öðruvísi en aðrir dagar hérna á hafinu þótt hann heiti Sjómannadagur heima á Íslandi.
En þetta var nú einu sinni einn af aðaldögum ársins með gleði og miklu húllumhæi, nú skilst mér aftur á móti að þessi dagur sé víðast að gufa upp og lítið gert sem minnir á að það sé Sjómannadagur, samt eru einhver byggðarlög sem reina að halda haus og gera eitthvað í tilefni dagsins.
það er miður hve illa hefur tekist að halda lífi í þessum degi.

Af okkur er ekki mikið að frétta annað en að það er hálfgert dos yfir þessu öllu saman, yfir miðunum hefur legið hálfgerð ördeyða, svo þetta hefur ekki verið neitt spennandi síðan við komum um borð.

Mynd dagsins er tekin í fyrradag og er af einmanna fugli á flugi yfir hafinu, hér eru líka nokkrar nýjar "myndir".

Vona að Guð gefi ykkur góðan dag og þið finnið einhverstaðar smá Sjómannadagsstemmingu.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Til hamingju með daginn elskan !!!!
Nafnlaus sagði…
Til hamingju med daginn
xoxoxo

Vinsælar færslur af þessu bloggi