Færslur

Sýnir færslur frá júlí 11, 2004
..::Heimtur úr Helju::.. Skrapp til Begga í morgun og var hann fljótur að rétta úr hryggnum á mér, nú snéri þetta víst allt út og suður en því var fljótreddað. á eftir var ég eins og nýhreinsaður hundur og til í hvað sem er, eða svona næstum það ;). Það er búið að vera svo heitt undanfarið að mig grunaði að nú væri orðið fært upp á Heljardalsheiði, svo að ég renndi hjólinu í gang og burraði af stað áleiðis inn Svarfaðardalinn, þegar innar dró sá ég að allur snjór var á bak og burt og sóttist ferðin upp heiðina þokkalega, en mikið hrikalega er þetta gróft, þetta er nánast eins og skáldið orðaði það “urð og grjót upp í mót” mest alla leiðina, snarbratt og grjótið mjög laust. Það er runnið burt allt fínna efnið úr veginum og eftir situr stórgrýti og hnullungar. Ekki hjálpaði mér ekki að afturdekkið er að verða búið ;). Á endanum hafði ég mig samt upp á heiðina rennsveittur móður og másandi, ég gaf mér góðan tíma til að kasta mæðinni í skúrræflinum þarna uppi og dundaði mér við að kvitt
..::Þorramatur framtíðarinnar::.. Það er búið að rigna á okkur í allan dag, ekkert úrhelli en rigning samt og rigningarspá næstu daga sem er ögn fúlt að mínu mati :( ég þoli ekki rigningu og finnst hún ekki góð :(. En hvað getur maður svo sem gert við rigningu? Ekkert annað en að hanga inni og vafra um óravíddir netsins í tölvunni, drekka kaffi borða og láta sér líða vel meðan rigningin lemur þakið með taktföstu dripi drop dripi drop dripi drop :). Einar Már lét sig hafa það og þrusaði út í rigninguna á golfæfingu, en í bílnum á heimleiðinni kvartaði hann sáran við Ninnu yfir matarræðinu heima, “það er búin að vera ÞORRAMATUR í fleiri daga!” ég hló þegar ég heyrði þetta enda hefur reykt folaldakjöt ekki flokkast undir þorramat í mínum orðabókum hingað til, og svo var folaldakjötið bara í gær en ekki í fleiri daga, daginn áður var steiktur fiskur í raspi sem ég flokka enn síður undir þorramat ;);), en ungdómurinn leggur allt aðra skoðun á þetta en við gamla fólkið :). Ég hlakka til þ
..::Jurtagarðurinn :)::.. Eyddi morgninum að bera pallaolíu í tréverk jurtagarðsins(sandkassinn sem breyttist í kartöflugarð)og tréverkið utan um blómabeðin. Skrapp svo niður á Trésmíðaverkstæði og fékk þá til að saga fyrir mig gluggaáfellu sem svo fékk hlutverk hillu í eldhúsglugganum :), bara nokkuð gott að mínu mati og enn betra að mati frúarinnar :):) en hún var búin að suða um þetta þó nokkurn tíma, en ég var seinþreyttur í verkið og frúin sjálfsagt búin að gefa þetta upp á bátinn :). Þegar ég var búin að koma hillunni upp fór ég aftur að huga að jurtagarðinum, þar var eitthvert kattarkvikindi búin að gera stykkin sín, fínu radísurnar sem ég setti niður reindust maðkaðar :(, mig sem var farið að hlakka svo til að borða þessar radísur, því í huganum á ég svo góðar minningar um radísurnar sem ég stal frá Valdísi sem krakki, en kannski smakkast stolnar radísur betur! :). Hvað um það ég plokkaði þessi möðkuðu radísuræfla upp úr jurtagarðinum og renndi þeim beinustu leið í tunn
..::Sláttur á mér::.. Dreif mig í að slá lóðina í morgun og var að gaufa í því fram undir hádegi, svo þvoði ég bílinn og reyndi að aðstoða frúna við þrif á kofanum. Ég er eitthvað skakkur og skældur eftir útileguna um helgina en það hlýtur að lagast áður en ég fer í koffortið :). Heiða Jóns datt inn úr dyrunum hjá okkur um hádegisbilið, ég hef ekki séð Heiðu í mörg ár, hún var brún og sælleg nýkomin frá Majorka, alltaf gaman þegar fólk gefur sér tíma til að kíkja inn. Einar fór á golfæfingu og ég renndi yfir lóðina með hrífunni, á bara eftir að koma sátunni niður í gám :):). Vélin fór niður í Otto á laugardag samkvæmt upplýsingum frá Ragnari rækju og var verið að loka millidekksgatinu í dag, mér skilst að tímaplanið með tuttugasta sé enn í fullu gildi svo að þetta styttist óðfluga. Og þá er það komið í dag. Megi fiðruðu fylgismenn heilags himnaföðurins sveima yfir ykkur ;)........................
..::Helgarsportið::.. Föstudagskvöld. Á föstudagskvöldið fórum við Guðný með Ragnheiði á kanó niður svarfaðardalsána, var það hin besta skemmtun, ég mæli eindregið með að fólk prufi þetta :). Laugardagur. Græjuðum útilegugræjurnar í bílinn og brunuðum ásamt Pétri og fjölskyldu austur í Vaglaskóg, Brynja og Bjarki voru einnig með ásamt Jóni vini Einars. Því sem eftir var af laugardeginum var svo eitt í grillveislu og annað útilegustúss. Veðrið var alveg frábært svo að það var ekki upp á neitt að klaga í þeim efnum. Sunnudagur. Sól og blíða í skóginum og morruðum við í góða veðrinu fram eftir degi, Einar fór með Jóni og hans fjölskyldu austur í Mývatn til að prufa nýja baðstaðinn þar en við tókum saman dótið og lulluðum heim á leið. Einhvernvegin svona hljómaði helgin. En hérna eru einhverjar myndir frá helginni.