..::Vertíðarlok::..
Eftir löndun í Sandgerði sigldum við dollunni yfir til Hafnarfjarðar þar sem hún var bundin utan á Arnarborgu, var því lokið klukkan 03 aðfaranótt föstudags.
Þar sem að veiði og verð á þessum rækjupöddum hafa eingöngu legið niður á við undanfarin ár þá var ákveðið að hætta þessu basli í bili, hvað sem svo síðar verður.
Ég var komin á lappir klukkan átta á föstudagsmorgun og náði í bíl til Magga sem hann ætlaði að lána mér meðan ég stoppaði í bænum.
Við Jón skruppum svo á fund hjá SÍF þar sem ákveðið var að við færum um borð í Otto seinnipartinn í næstu viku, ég fer einn túr í afleysingu en Jón verður líklega lengur, það verður sem sagt stutt stoppið hjá okkur núna því að við fljúgum líklega út til Kanada næsta miðvikudag. En það verður að taka eitt þrep í einu :).
Megnið af Lettunum flugu svo heim á föstudagsmorgun frelsinu og fríinu fegnir, en ég pakkaði saman dótinu mínu í sjópokann og yfirgaf dolluna.
Það voru blendnar tilfinningar þegar maður var að pakka
Færslur
Sýnir færslur frá maí 23, 2004
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Grumpy costom::..
Í morgun þegar ég drattaðist á lappir var hafnarvörðurinn í Sandgerði búin að senda okkur þetta fína kort af innsiglingunni og höfninni svo að okkur var ekkert að vanbúnaði að renna inn.
Klukkan 09:40 var búið að binda og tollurinn komin um borð, það átti að taka þetta með trukki og dífu og var fjögurra manna gengi mætt til að skoða dolluna.
Eitthvað hafði yfirmaðurinn farið öfugt framm úr því hann var með allskyns leiðindi og óþarfa smámunasemi út af pappírum, en á endanum gafst hann upp og klareraði skipið. Ekki var hann samt af leiðindabakinu dottin og með eistökur þvergirðingshætti og afdalamennsku náði hann að tefja að löndun hæfist fram til 16:00 í dag.
Ég skrapp yfir í Garð til múttu og pabba og ákvað að eiða þessum tíma sem við stoppum þar, ég reikna með að það verði ekki búið að landa fyrr en um ellefu en þá er gert ráð fyrir að spóla yfir til Hafnarfjarðar.
Sem sagt er í heimsókn í Kríulandinu og ákvað að henda þessum línum inn.
Þetta verður að dug
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Sipp og hoy::..
Ekki átti maður nú von á að þurfa að hjakka í vetrarbrælu síðustu tvo dagana af heimleiðinni, en það er víst staðreynd sem maður verður að feisa hvort sem manni líkar betur eða verr. Öll mín orka hefur farið í að halda sér í dag, bíta sig fastan og reyna svo af öllum lífs og sálarkröftum að hanga eins og hundur í roði á sama blettinum. En allt tekur þetta enda fyrir rest og þá gleymist þetta fljótt :)
GPS staður klukkan 17:40 62°45N 025°09W 168km suðvestur úr Reykjanesi veður austnorðaustan 20m/s og leiðinda sjólag.
Læt þetta nægja í dag enda ekkert veður í langloku í dag.
Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur................
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Skakstur og skælingur::..
Nú er silkiblíðan farin og við tekin austsuðaustan skælingur með tilheyrandi velting og skakstri. Það þíðir lítið að stauta í þrifum við þessar aðstæður og er því lífið í dósinni með rólegra mótinu, þó var ekki hjá því komist að taka hlerana inn í dag því þeir létu ófriðlega. Hlerarnir þurfa að vera komnir inn á dekk áður en við krossum 200sml landhelgislínuna svo að við kipptum þeim inn þegar þeir byrjuðu að minna á sig.
Klukkan 17:00 vorum við staddir samkvæmt GPS á 59°54N 029°41W 565km suðvestur úr Reykjanesi, veður er austsuðaustan 17m/s og sjóslampandi.
Eitthvað dregur þessi ófriður í veðrinu úr framdrifi dollunnar en það verður að taka því með ró, ég sé ekki að það skilaði okkur neinu að lemjast áfram með illsku og látum :):), það yrði bara olíuaustur út í loftið ásamt því að endanlega yrði ólíft hér um borð fyrir látum. Við þessar aðstæður eru það rólegheitin sem best henta þessari dós.
Fleira er ekki í þættinum í dag.
Fer góðfúslega
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Ísland nálgast hægt og bítandi::..
Lítið að segja um þennan daginn, blíða en það hefur kólnað aðeins eftir því sem að við nálgumst klakann.
Staður klukkan 16:20 var 56°46N 034°19W 1007km suðvestur úr Reykjanesi, og við nálgumst við landið hægt og bítandi á 18,5km ferðahraða :), það er býsna drjúgt sem þetta mjakast á hverjum sólarhring þegar hvergi er stoppað í sjoppu :).
Fleira er ekki af okkur að segja í dag.
Bið himnaföðurinn að líta til með ykkur.............
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Silkimjúkt rennsli::..
Dollan líður áfram eftir silkimjúkum haffletinum í átt að fyrirheitnalandinu, og karlangarnir mínir bardúsa við trollviðgerðir þrif og annað sem fellur til.
Þetta er einn af þessum rólegu dögum sem rennan áfram áhyggjulítið, ekkert skip að sjá í radar og létt golan blæs í rassgatið á dollunni.
En þetta er merkisdagur!, litla systir mín á afmæli í dag, ég smellti á hana símtali í hádeginu og óskaði henni til hamingju með daginn.
Ég er algjör lúði í þessum afmælisdögum og gleymi þeim því miður oft. Kannski er þetta eitthvað í karlgenunum sem gerir þetta að verkum, þótt ég ætli nú ekki að dæma allt karlkynið sem einn og sama sauðinn.
En það er samt ákaflega leiðinlegt ef maður særir þá sem manni þykir vænst um með því að gleyma þessum áföngum í lífi þeirra.
En sem betur fer hefur tæknin brugðist við þessu gallageni og nú reynir maður að setja þetta inn í minnistöfluna í tölvunni eða bara í GSM símann :).
Ég spjallaði aðeins við félaga mína á