..::Sipp og hoy::..

Ekki átti maður nú von á að þurfa að hjakka í vetrarbrælu síðustu tvo dagana af heimleiðinni, en það er víst staðreynd sem maður verður að feisa hvort sem manni líkar betur eða verr. Öll mín orka hefur farið í að halda sér í dag, bíta sig fastan og reyna svo af öllum lífs og sálarkröftum að hanga eins og hundur í roði á sama blettinum. En allt tekur þetta enda fyrir rest og þá gleymist þetta fljótt :)

GPS staður klukkan 17:40 62°45N 025°09W 168km suðvestur úr Reykjanesi veður austnorðaustan 20m/s og leiðinda sjólag.

Læt þetta nægja í dag enda ekkert veður í langloku í dag.

Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi