..::Gleðileg jól öll sem eitt::.. Það var komið fram á kvöld nítjánda des þegar ég loksins komst heim fyrir þessi jól, mikið var gott að koma heim ;). Síðust jól hjá mér voru á hafinu en núna er komið að mér að vera heima ;). Það var náttúrulega búið að gera mest allt sem gera þarf fyrir jólin svo þetta hefur bara verið rólegt hjá mér, má segja að ég hafi komið heim af sjó í frið og ró. Annars fór 20 í að redda jólagjöfunum. 21 þá byrjaði ég á að setja nagladekkin á aukafelgurnar fyrir hjólið, svona ef það myndi frysta og gerði hjarn, svo var brunað í bæinn og keypt eitthvað að éta fyrir hátíðirnar, það fór dagurinn í það :). Í gær var svo mjög rólegt, ég þvoði bílinn og skipti svo um olíu á hjólinu, þurfti náttúrulega að fá mér smá rúnt til að velgja olíuna á mótornum áður en ég lét hana buna af. Guðný fékk einkunnirnar út úr fjarnáminu í gær, má ég til með að monta mig aðeins yfir frúnni því hún tók þetta upp á 10 eins og henni einni var lagið, hún er á réttri leið og ef hún heldur á
Færslur
Sýnir færslur frá desember 23, 2007