Færslur

Sýnir færslur frá október 12, 2008
Mynd
..::Hvalreki::.. Morgunstund gefur gull í mund segir einhver staðar, ég veit samt ekki hvort það átti við þennan morguninn. Ég vaknaði við það að stýrimaðurinn var komin inn í klefa til mín og sagði, “Hordur we catch Whale, ég var ekki að átta mig á því hvað félaginn var að meina og sagði ha!, yes we catch Whale but he is dead, maybe we cut some rope in trawl?. Þetta var alveg nóg til þess að ég drattaðist á fætur og skottaðist á brókinni upp í brú til að berja þessa uppákomu augum. Það fór ekki á milli mála að það var hvalshræ í trollinu, útblásið hvalshræ sem einhvernvegin hafði flækst í trollinu, sem betur fer slitnaði þessi ódráttur úr áður en dekkliðið féll í öngvit af pestinni sem steig upp að hræinu. þegar útbelgt hvalshræið flaut í burt var það ekki ólíkt því sem hvalfriðunarsinnarnir blása upp og eru með til áherslu þegar þeir básúna hvalfriðun, kannski ögn verr lyktandi en svipað samt. Á eftir fór ég að kanna hvort ekki hefðu verið teknar einhverjar myndir af þessari uppákomu