Færslur

Sýnir færslur frá júlí 1, 2007
Mynd
..::Tilkynningarskildan::.. Þetta er nú eiginlega ekki hægt hehe, ég er algjörlega geldur á þessu bloggi, kannski er þetta aldurinn ;), en ég vill nú samt frekar kenna góða veðrinu um, hver nennir að hanga inni í þessu góða veðri.. Ég hef svo sem ekki gert mikið síðan ég skrifaði síðast. Síðastliðið föstudagskvöld gerði ég atlögu að Heljardalsheiði, hún versnar alltaf þessi volæðisleið og var hún óvenjuerfið núna, ég fór langleiðina upp en það var mikill snjór efst og á endanum skorti mig þrek til að halda áfram, en þetta var ágætisæfing og nánast eina líkamsræktin sem ég stunda. Fórum um helgina vestur í Hóla í Hjaltadal og vorum þar á ættarmóti á laugardaginn, um kvöldið var veisla þar sem ég og mínir gerðum veitingunum góð skil :). Á sunnudaginn var svo brunað heim aftur. Við Guðný og Einar Már erum svo að fara til Búlgaríu á Mánudaginn með Hönnu Dóru Gunna og grislingunum. Ég fer ekki austur þetta fríið, ég ætla alltaf austur en svo fer þetta alltaf á þá lund að ég fer ekki, Valdi