Færslur

Sýnir færslur frá september 19, 2004
Mynd
..::Elsku Hjördís til hamingju með daginn::.. Í dag eru akkúrat sextán ár síðan frumburðurinn kom í heiminn. Tveim dögum áður en daman fæddist klemmdi ég mig illa á bílhurð, og daginn áður en hún fæddist varð að taka varð nöglina af baugfingri hægri handar, þarna hefði ég átt að hafa vit á að byðja um frí. En ég hafði ekki vit á því að byðja um frí og fór svo út á sjó um kvöldið. Ég var að byrja á Sænesinu og kunni ekki við að biðja um frí þótt að ég hafi verið löglega afsakaður út af fingrinum :(. Nóttina eftir að ég fór veiktist svo Guðný, og korter fyrir tíu um morguninn fæddist Hjördís, þá vorum við staddir austan við Horn á leiðinni vestur á grunnslóð. Hörður!! samtal við sigló gall í kallkerfinu um morguninn og ég fór upp í brú til að taka við samtalinu, það var Kalli tengdó sem færði mér fréttirnar, mér var fædd oggopínuponsulítil dóttir. Þarna var maður enn einu sinni langt í burtu frá öllu sem manni var kærast og í engri aðstöðu til að komast heim :( litla daman var orði
..::Túrulú::.. Eiginlega ekkert að segja, í gær fór ég í Bjarmann til Valgarðs miðils sem var nánast nýtt fyrir mig, þar fékk ég smá pistil frá öfum mínum ;) Svo renndi ég út í Múla á hjólinu og skoðaði vegaskemmdirnar, það var allt á fullu við að gera við vegin út að göngum og gekk það bara nokkuð vel, ég ákvað að skella mér í gamla Múlaveginn og sjá hvort hann hefði orðið fyrir áföllum. Það verður líklega einhver tími þangað til hann opnast aftur ef það verður einhvertímann, vegurinn var mjög illa í sundur í einu gilinu og ekki sjáanlegt að það yrði létt verk að laga það. Ég komst ekki lengra en að þessari vegaskemmd svo að lítið er hægt að segja um hvernig restin af veginum fyrir Múlann er.... Í dag hefur verið fínasta veður eins og í gær, ég hjólaði einn hring í bænum í góða veðrinu á reiðhjólinu, svo fórum við inn á Akureyri að sækja Óla og versla, Hjördís ætlar ekki að koma fyrr en á morgun. Í kvöld ætlar Einar Már að elda og verður spennandi að sjá hvernig honum tekst ti
..::Alvöru Kúreki eða.......::.. Rakst á þennan í gær og fannst hann svo góður að það var ekki hægt annað en að deila honum með ykkur ;);). Gamall kúreki í fullum skrúða kom inn á kránna sína og fór beint á barinn og pantaði sér viský. Þar sem hann situr og dreypir á drykknum sínum kemur ung og glæsileg kona og pantar sér drykk og spyr gamla kúrekan hvort hann sé alvöru kúreki? Hann segir, já það er ég og það hef ég verið alla mína ævi. Ég hef verið alla mína tíð á búgarðinum mínum, rekið kúahjarðir, verið á hestbaki, reist girðingar, já ég er alvöru kúreki segir hann. Eftir smá stund segir kúrekin við dömuna: Hvað ert þú? Ég hef aldrei verið á búgarði, svo ég er ekki kúreki sagði unga konan, en ég er lesbía. Ég eiði öllum mínum tíma að hugsa um kvennmenn, alveg frá því ég vakna á morgnanna, þegar ég fer í sturtu, þegar ég borða, þegar ég horfi á sjónvarpið og þegar ég er kominn í rúmið á kvöldin, hvað sem ég geri þá hugsa ég stöðugt um konur. Stuttu seinna fer unga konan og kúr
Mynd
..::Bakkað að samningaborðinu::.. Skildi maður einhvertímann verða svo soltin í vinnu að maður væri tilbúin að láta ríða sér í rassgatið í skiptum fyrir vinnu? Ég efast um það!. En því miður virðist mannskepnan vera tilbúin að láta hafa sig út í hvað sem er ef hún verður nógu hungruð, og maður skildi aldrei segja aldrei. Það var t.d ekki neitt tiltökumál fyrir vissan útgerðarmann að röra heila togaraáhöfn hér norðanlands fyrir skömmu :(..... Það er sorglegt að horfa upp á hvað við mennirnir leggjumst lágt til þess að eyja einhvern möguleika á að hafa ofan í okkur og á, en nú er fyrsta vígið fallið og hvað kemur framtíðin til með að bera í skauti sér? Þarf sjómannsstéttin að setja í bakkgír til frambúðar, eða verður þetta einangrað tilfelli??????. Svo heppilega vildi til að ég rakst á mynd af áhöfninni þegar hún var nýbúin að skrifa undir samninginn, ekki er annað að sjá en að bæði áhöfn og útgerðarmaðurinn sé ánægðir með sitt hlutskipti :):). Þetta verður innlegg mitt til dags
..::Nú fann ég að það kom!::.. Það er allsvakaleg rigning búin að vera hjá okkur síðan í gær, það hefur hreinlega gusast úr loftinu eins og í sturtu, ekki er þetta alveg lóðrétt ofankoma frekar en fyrridaginn og sér næðingurinn um að halda þessu sulli nánast láréttu :(. Þetta hefur haft í för með sér alls kyns hamfarir, t.d lokaðist vegurinn milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur í morgun vegna aurskriða, sjá frétt í mbl.is . Fyrir vestan töluðu þeir um að fjöllin væru að skríða fram undan vatnselgnum :(, ljótt ef vestfjarðaraðstoðin er öll að renna á haf út, hvað gera Vestfirðingar þá? En kannski er þetta bara Verst-fyrst :):). Ég hef lítið farið út í dag, bara setið inni og gónt út um gluggann á ógeðslega blauta haustdrulluna sem flæðir yfir okkur, þegar maður horfir út um eldhúsgluggann í átt að Framnesi blasir við kolldrullubrúnn sjórinn, allar lækjarsprænur hafa breyst í myndarlegar ár og velta kakóbrúnar niður fjallshlíðarnar og út í sjó , þetta hefur þær afleiðingar að sjórinn
..::Úrkoma & vindur::.. Skítaveður í allan dag, og hefur þessum fyrsta degi verkfalls grunnskólakennara verið eitt að mestu leiti innandyra. Gróf upp bók sem ég las fyrir mörgum árum og hafði þá mikil áhrif á mig, bókin heitir “ Býr Íslendingur hér ” og fjallar um fangavist Leifs Müllers í fangabúðum Nasizta í seinni heimstyrjöldinni, þetta er svakaleg lesning sem lætur engan eftir ósnortinn. Í gærkvöldi kíktum við aðeins á Ninnu, þar settist ég fyrir framan fársjúkan tölvugarminn og hætti ekki fyrr en ég stautaði honum af stað og í samband við veraldarvefinn :). Þetta var ekki ósvipað gamalli sláttuvél með Briggs&Stratton bensínmótor, vél sem búin er að standa úti allan veturinn, snjóa nokkrum sinnum í kaf og fá sinn skammt af Íslenskri veðráttu. Þessi vél er ekki mjög líkleg til að hrökkva í gang í fyrsta togi, en það segir samt ekki að hún sé ónýt, örlítið af Þórólfsúða(WD40) nýtt eldsneyti og þokkalegan skammt af þolinmæði og þá eru allar líkur á að það megi fá greyið
..::Haustið kemur::.. Dagurinn í dag gekk spakliga fyrir sig, buðum Ingunni og Kalla í læri í hádeginu, en svo var bara legið á meltunni og lífið tekið með stóískri ró. Það er að koma haust á Dalvik og englar himinsins hafa grátið í allan dag, gróðurinn smá gulnar og visnar og haustbúningurinn færist yfir hægt og bítandi. Það er ágætt að sitja inni í hlýjunni og horfa á regnið skvettast niður úr háloftunum, þetta er einn af þessum blautu köldu haustdögum sem maður þekkir svo vel. Keyrði Hjördísi og Óla inn á vist seinnipartinn, kíkti aðeins inn og skipti um kló á ísskápnum hjá þeim áður en ég hélt til baka. Í fréttunum á leiðinni heim gekk allt út á yfirvogandi kennaraverkfall grunnskólakennara, mætti segja mer að margir grislingarnir liggi á bæn og biðji almættið um verkfall, ég skil ágætlega þessa grislinga og hefði líklega sjálfur fagnað kennaraverkfalli á árum áður. Það hefði mátt flokka það undir nútíma hvalreka á fjörur lærdómsuppgefinna ungmenna. En ég sé nú ekki neina á