Færslur

Sýnir færslur frá mars 21, 2004
Mynd
..::Vöflur og kaffi::.. Byrjuðum daginn á heilun í Bjarmanum, það er hreint frábært að fara þangað ;). Um miðjan dag vorum við svo með Vöflur og kaffi handa fjölskyldunni, vinir Einars bættust í hópinn og varð úr hið skemmtilegasta miðdagskaffi. Frystihúsið er með árshátíð í kvöld svo að það fjölgaði um tvo hjá okkur seinnipartinn, Bjarki Fannar og Kalli gista hjá okkur í nótt. Það var fjölmennt hjá okkur í kvöldmatnum og mikið fjör. Í kvöld eigum við Guðný svo foreldrarölt þar sem þessum degi verður líklega lokað á göngu :). Erla fór loksins út í gærkvöldi, svo nú ætti að vera farið að styttast á miðin hjá þeim. Ég mokaði svo inn nokkrum myndum af mér á tímabilinu 1968-1983. Ég hef tekið eftir því að það eru ansi mörg innlit á gestabókina hjá mér en það skrifar nánast engir, þetta finnst mér frekar fúlt. Það minnsta sem þið getið nú gert er að setja einhverja stafi þar, svona svo ég sjái hverjir eru á ferðinni. Ég er ekki að biðja um einhverjar ritgerðir, mig
Mynd
..::Grundig gamli fór yfir um::.. Sjónvarpið gaf upp öndina í fyrradag, ekki var þetta nú nýtt tæki og var svo sem ekkert athugavert við að sjónvarpstæki bili. En þetta er í þriðja skiptið sem þetta tæki bilar, síðast í fyrra henti ég 18000kr í viðgerð á þessu sársjúka tækisræfli. Ég er ekki par hrifin af Grundig vörumerkinu þessa dagana, og samvisku minnar vegna get ég ekki mælt með að fólk fjárfesti í búnaði með þessu vörumerki, í guðana bænum kaupið eitthvað annað..... Og að skyggnilýsingafundinum, hann var í einu orði sagt frábær og hafði ég mikið gaman af honum. Miðillinn fór á kostum og margir komu í heimsókn, það kom engin til mín ekki einu sinni gamla reiðhjólið mitt. En það skipti engu því þetta var frábær upplifun og hafði ég mikið gaman af þessum fyrsta skyggnilýsingafundi mínum, kannski á ég eftir að fara á fleiri í framtíðinni hver veit........ Í morgun var ég að spá í að setja sumardekkin undir bílinn, það er allt búið að vera marautt í fleiri vikur, og illa
Mynd
..::Config window::.. Héðan er ósköp lítið að frétta, annað en að veðrið hefur verið ágætt í gær og dag, svolítill vindur en hlýtt. Kippt hjólinu út í gær og tók smá rúnt, ennþá er of mikill snjór og eða blautt til þess að hægt sé að fara einhverja slóða, það verður bara að bíða betri tíma. Fór til Begga í morgun, hann snéri upp á mig fetti og bretti og var nokkuð ánægður með mig, svo ég telst útskrifaður(útskúfaður) í bili. Ég fór með bílinn í skoðun í dag, og rann hann í gegn enda í fínu formi. Og auðvitað lét ég skoða í heimabyggð, annað er nú ekki hægt!!!! Skoðunarmaðurinn sagði að hann vildi óska að allir bílar væru eins og þessi, kannski verður honum einhvertímann að ósk sinni. Ég renndi svo inn á Akureyri eftir Óla en hann var að koma norður með flugi, í leiðinni fékk ég mér bryggjurúnt (annað var ekki hægt :):). Eyborgin liggur enn í höfn svo Krummi vinur minn er ekki enn farin, mig minnir að það hafi verið seinnipartinn í Janúar sem hann sagði, ég fer líklega
Mynd
..::Sand ráp::.. Í gærkvöldi tókum við myndina Master and Commander, mér þótti myndin býsna góð en var samt einn um að klára hana. Í morgun fór ég svo til Begga og hann lét braka og bresta i mér þangað til við báðir vorum sáttir, svo á að endurtaka þetta aftur á fimmtudag en þá verður þetta vonandi orðið gott í bili. Þær mæðgur voru svo á fullu við tiltektir i dag, ég var farin að skammast mín svo fyrir letina að ég fór og þvoði bílinn og stéttina. Seinnipartinn fórum við svo í göngu á sandinum , veðrið var alveg frábært og ekki spillti fyrir að það var háfjara. Eftir göngutúrinn fórum við svo á körfuboltaleik hjá Einari Má og hans æfingarfélögum, þetta var fyrsti leikurinn sem þeir spila og var hópunum skipt í tvö lið. Ekki var minn maður ánægður með leikinn og er það vel skiljanlegt, það var mikið um einleik og fengu þeir yngstu að líða fyrir það. Stærri strákarnir áttu leikinn og hundsuðu mestmegnis liðsmenn sína, drengurinn minn var mjög óánægður með þennan fyrs
Mynd
..::Helgarfrí::.. Bara asskoti góður eftir helgarfríið þakka ykkur fyrir ;). Ég byrjaði laugardaginn á heilun í Bjarmanum, það var alveg rosalega fínt og sannkölluð upptekkt á sá og líkama. Seinnipartinn var okkur svo borðið í Afmælið hjá Bjarka Fannari þar sem allt flaut í tertum, gerðum við því góð skil. Klukkan sjö vorum við svo boðin til veislu hjá vinafólki okkar, þetta er svona matarklúbbur sem inniheldir þrjár fjölskyldur og ganga veisluhöldin hringinn. Fyrstu tvær veislurnar eru að baka og næst er komið að okkur, það veldur okkur miklu hugarangri hvernig við leysum það ;)...................... En hvað um það maturinn var alveg frábær og var skolað niður með hinum og þessum tegundum af vínum, allt eftir því hvað passaði við hvað. Stóð þessi átveisla fram yfir miðnætti, við lölluðum stuffuð af stað heim en eitthvað vingsaði nú nálin í kompásnum og ákváðum við að kíkja aðeins við á barnum í leiðinni. Það stoppuðum við dulitla stund, og kom mér á óvart hvað mikið var af