..::Grundig gamli fór yfir um::..

Sjónvarpið gaf upp öndina í fyrradag, ekki var þetta nú nýtt tæki og var svo sem ekkert athugavert við að sjónvarpstæki bili. En þetta er í þriðja skiptið sem þetta tæki bilar, síðast í fyrra henti ég 18000kr í viðgerð á þessu sársjúka tækisræfli.
Ég er ekki par hrifin af Grundig vörumerkinu þessa dagana, og samvisku minnar vegna get ég ekki mælt með að fólk fjárfesti í búnaði með þessu vörumerki, í guðana bænum kaupið eitthvað annað.....

Og að skyggnilýsingafundinum, hann var í einu orði sagt frábær og hafði ég mikið gaman af honum. Miðillinn fór á kostum og margir komu í heimsókn, það kom engin til mín ekki einu sinni gamla reiðhjólið mitt.
En það skipti engu því þetta var frábær upplifun og hafði ég mikið gaman af þessum fyrsta skyggnilýsingafundi mínum, kannski á ég eftir að fara á fleiri í framtíðinni hver veit........

Í morgun var ég að spá í að setja sumardekkin undir bílinn, það er allt búið að vera marautt í fleiri vikur, og illa farið með dekk og asfaltið að berja alltaf á nöglunum.
En við búum víst á Íslandi og þar er allra veðra von. Við fórum í kaupstaðinn í dag að versla, og á bakaleiðinni var blindbylur á köflum. Það sá stundum ekki á milli stika og vegurinn var flugháll, ég þakkaði fyrir að hafa ekki skipt yfir á sumardekkin :).

Annars er ekkert í fréttum, hér er hvasst og skítakuldi, en það er hætt að snjóa :).

Nenni ekki að pikka meira núna.

Bið Guð að fylgja ykkur og vona að þið eigið góða helgi.


<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi