..::Vöflur og kaffi::..

Byrjuðum daginn á heilun í Bjarmanum, það er hreint frábært að fara þangað ;).

Um miðjan dag vorum við svo með Vöflur og kaffi handa fjölskyldunni, vinir Einars bættust í hópinn og varð úr hið skemmtilegasta miðdagskaffi.

Frystihúsið er með árshátíð í kvöld svo að það fjölgaði um tvo hjá okkur seinnipartinn, Bjarki Fannar og Kalli gista hjá okkur í nótt. Það var fjölmennt hjá okkur í kvöldmatnum og mikið fjör.

Í kvöld eigum við Guðný svo foreldrarölt þar sem þessum degi verður líklega lokað á göngu :).

Erla fór loksins út í gærkvöldi, svo nú ætti að vera farið að styttast á miðin hjá þeim.

Ég mokaði svo inn nokkrum myndum af mér á tímabilinu 1968-1983.

Ég hef tekið eftir því að það eru ansi mörg innlit á gestabókina hjá mér en það skrifar nánast engir, þetta finnst mér frekar fúlt.
Það minnsta sem þið getið nú gert er að setja einhverja stafi þar, svona svo ég sjái hverjir eru á ferðinni. Ég er ekki að biðja um einhverjar ritgerðir, mig langar bara að vita hverjir eru á ferðinni, mér dygði alveg nafnið ykkar ;).
Í tilefni þess ætla ég að setja hlekk á gestabókina hérna til vinstri á síðunni :) og vænti þess svo að einhver hripi hið minnsta nafnið sitt þar.....

Bið svo Guð og gæfuna að fylgja ykkur.


<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi