..::Config window::..

Héðan er ósköp lítið að frétta, annað en að veðrið hefur verið ágætt í gær og dag, svolítill vindur en hlýtt. Kippt hjólinu út í gær og tók smá rúnt, ennþá er of mikill snjór og eða blautt til þess að hægt sé að fara einhverja slóða, það verður bara að bíða betri tíma.

Fór til Begga í morgun, hann snéri upp á mig fetti og bretti og var nokkuð ánægður með mig, svo ég telst útskrifaður(útskúfaður) í bili.

Ég fór með bílinn í skoðun í dag, og rann hann í gegn enda í fínu formi.
Og auðvitað lét ég skoða í heimabyggð, annað er nú ekki hægt!!!!
Skoðunarmaðurinn sagði að hann vildi óska að allir bílar væru eins og þessi, kannski verður honum einhvertímann að ósk sinni.
Ég renndi svo inn á Akureyri eftir Óla en hann var að koma norður með flugi, í leiðinni fékk ég mér bryggjurúnt (annað var ekki hægt :):).
Eyborgin liggur enn í höfn svo Krummi vinur minn er ekki enn farin, mig minnir að það hafi verið seinnipartinn í Janúar sem hann sagði, ég fer líklega í næstu viku.
En hvaða næsta vika það verður veit víst engin, við verðum samt að vona að hann fari að haska sér af stað áður en dollan grær föst við kajan :(.

Mér skilst á öllu að nú sé gert ráð fyrir að ég heiðri höfuðborgarsvæðið með nærveru minni eftir helgina (þetta er að verða eins og hjá Hrafni) ég er búin að halda þessu fram í þrjár vikur, það þarf bara að staðsetja þessa helgi í tímaplaninu. En ég trúi því að þetta gangi eftir.

Og aðeins heyrði ég í litlu systur minni í morgun á msn, hún er víst að fara í heimsókn í súkkulaðifabrikku í dag, það verður sjálfsagt spennandi. Ekki veit ég hvort spanjólarnir hafa þann sið að borða súkkulaðipáskaegg á páskum, en ef svo er þá ætti litla systir að geta gert góðan díl í fabrikkunni :).

Loksins í gærkvöldi tókst mér að temja glugga, þ.e.a.s þegar maður lætur hlekk opna nýjan glugga. Svo að maður geti stjórnað stærðinni og útlitinu á glugganum, og auðvitað nýtti ég mér þessa tækni strax, eins og sannreina má efst vinstra megin á síðunni minni eða neðarlega vinstramegin. En svo eru kannski ekki svo mikil not fyrir þessa tækni þegar maður er búin að læra hvernig þetta er gert :), það pirraði mig aftur á móti að geta það ekki. Ég er búin að hlekkja á vefmyndavélina sem er á mjöltönkunum heima á eskó og ætlaði að hlekkja á einhverja vefmyndavél hjá Hönnu Dóru í Alicante er bölvaðir Spanjólarnir gera manni erfitt fyrir og ekki svo gott að komast inn á þetta hjá þeim, en það hlítur að hafast :). Það má bara aldrei aldrei aldrei að gefast upp :).

Heimsóttum pipraða vinkonu Guðnýjar seinnipartinn, en ég gat ekkert sinnt hennar þörfum(ekkert bilað) í þetta skiptið, hehehe :).

Í kvöld er svo stefnan sett á skyggnilýsingarfund(með öllum vinkonunum), held að þetta verði eitthvað svipað og skyggnilýsingarfundurinn í Stuðmannamyndinni(Með allt á hreinu).
Kannski mætir gamla bláa reiðhjólið mitt...........

Fer þetta ekki að verða ágætt í dag?????, held það.

Bið Himnaföðurinn og alla hans fylgisengla að vaka yfir sálum ykkar.

Over and out....................................!!


<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi