
..::Það er ekki öll vitleysan eins::.. Jæja þá eru við komnir suður, þetta fór ekki eins og í laginu með Bubba þar sem hann söng "aldrei fór ég suður", við silgdum suður í allan gærdag og stoppuðum ekki fyrr en við vorum komnir suður fyrir Nouakchott. Sjálfsagt sér einhver húmorinn í þessu og pundar á mig "aldrei fór ég austur", en ég er búin að ætla austur á Eskifjörð í hverju einasta fríi síðastliðin tvö ár en hef ekki enn komið því í verk ;), það er samt á teikniborðinu og stefnir í að verða að veruleika fyrr en seinna, ekki orð meira um það. Það virðist vera að okkur hafi tekist að hrista af okkur skemtikraftinn sem lagðist upp á okkur eins og hreppsómagi þegar við yfirgáfum Nouadhibou, gott að vera lausir við hann, enda var hann með endæmum leiðinlegur og með óskiljanlegan húmor. Skipin voru öll í einum hnapp í dag og gekk mönnum misjafnlega að lokka fiskkvikindin í veiðarfærin. Ég var á tímabili farin að trúa því að fína Sauðalitaspjaldið sem ég keypti á bondi...