Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 3, 2008
Mynd
..::Það er ekki öll vitleysan eins::.. Jæja þá eru við komnir suður, þetta fór ekki eins og í laginu með Bubba þar sem hann söng "aldrei fór ég suður", við silgdum suður í allan gærdag og stoppuðum ekki fyrr en við vorum komnir suður fyrir Nouakchott. Sjálfsagt sér einhver húmorinn í þessu og pundar á mig "aldrei fór ég austur", en ég er búin að ætla austur á Eskifjörð í hverju einasta fríi síðastliðin tvö ár en hef ekki enn komið því í verk ;), það er samt á teikniborðinu og stefnir í að verða að veruleika fyrr en seinna, ekki orð meira um það. Það virðist vera að okkur hafi tekist að hrista af okkur skemtikraftinn sem lagðist upp á okkur eins og hreppsómagi þegar við yfirgáfum Nouadhibou, gott að vera lausir við hann, enda var hann með endæmum leiðinlegur og með óskiljanlegan húmor. Skipin voru öll í einum hnapp í dag og gekk mönnum misjafnlega að lokka fiskkvikindin í veiðarfærin. Ég var á tímabili farin að trúa því að fína Sauðalitaspjaldið sem ég keypti á bondi
Mynd
..::Nú skemmti skrattinn sér!::.. Seint í gær náðum við loksins að lalla af stað burt frá Nouadhibou við almennan fögnuð áhafnarinnar sem var satt best að segja búin að fá nóg af þessari bið. En Adam var ekki lengi í Paradís því það var sem sá svarti með klaufirnar og halann hefði slegist í för með okkur og ekki annað að sjá en hann ætlaði að skemmta sér. Við náðum ekki að koma trollinu í hafið áður en kapalinn á báðum kapalspilunum var slitinn og annað trollsónarinn komin í döðlur. Það var ekkert annað að gera en að spila trollið inn á dekk og bíða meðan við sleiktum sárin og reyndum að koma einhverju lagi á þetta dót. Á endanum hafðist svo trollið út og þá gekk ágætlega að ljúga einhver kvikindi í pokann, en það var sýnd veiði en ekki gefin því þegar við hífðum kom gat á pokann og megnið af aflanum bunaði aftur í hafið :(. Ofan á allt þetta bras er svo farin hjá okkur spildæla sem gerir það að verkum að við erum eins og hænan hans Emils í Kattholti sem kölluð var halta Lotta, það má
Mynd
..::Komin á hafið aftur::.. Jæja þá er fríið uppurið og ég er komin á hafið aftur, kom um borð í fyrradag eftir hundleiðinlegt og þreitandi ferðalag, flogið var Kef-Köben-Madrid-Las Palmas og svo áfram Las Palmas-Dakhla. Sirius beið eftir okkur í Dakhla nýbúin að landa og klár til brottfarar, en úthaldi í lögsögu Marocco var að ljúka og silgdum við beina leið niður til Nouadhibou í Máritaniu, þar tókum við mannskap og tilheyrandi leyfi. Einhvert basl var á spilkerfinu og var verið að skipta um rör og laga leka á spildælu, því var ekki lokið fyrr en seint í gærkvöldi og þá átti eftir að fylla á glussakerfið og loftæma það. Eftir miðnætti mætti svo olíudallur sem við spyrtum okkur við og erum í þessum töluðu orðum að ljúka við að sjúga úr honum eina miljón lítra af svartagullinu, vonandi sleppum við fljótlega af stað því þetta er orðið ágætt af töfum í bili. Annað er ekki í fréttum héðan í bili. Mynd dagsins var tekin í gær og skýrir sig sjálf. Bið svo Guð og gæfuna að vaka yfir sálum yk