..::Mannaskipti::. Við rétt náðum að hnusa af fiskimönnunum áður en það þurfti að fara inn í mannaskiptin. Mannaskiptin voru svipuð og alltaf, það þarf ekki að kvarta undan því að ekki sé skipulagningin í lagi hjá yfirfararstjóranum, vélin var á réttum tíma og allt leit dillandi vel út þangað til komið var til Máritaníu en þar varð smá töf út af bulli í hafnaryfirvöldum, bara normal miðað við hvar í veröldinni við erum staddir. Við múruðum saman þrír Janus Geysir og Sirius og gekk allt eins og smurð vél að koma mannskap að og frá skipunum, við félagarnir notuðum tímann til að kíkja yfir í Geysir og skoða nýjasta stýrimanninn Júlíu, hún er loðin og ferfætt og ákaflega krúttlegt eintak af ketti, en ósköp er hún nú lítil ennþá. Menn voru misjafnlega virðulegir í mannaskiptunum, ef farið er út í virðulegheit þá bar Boggi vinnslustjóri á Janusi af, og blikna Máritanskir herbúningar í samanburði við borðalagðan Top Gun búninginn sem hann var í. Boggi kom hingað yfir og sat í sófanum og spjal
Færslur
Sýnir færslur frá júní 8, 2008
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Who said it would be easy?::.. Einhvernvegin er þetta allt búið að fara út um læri og maga hjá okkur undanfarið, löndunin tók miklu lengri tíma en svartsýnustu einstaklingarnir hérna um borð reiknuðu með, við vorum við ekki lausir frá fraktdollunni fyrr seint í dag og þá áttum við eftir að samrekkja við drottninguna “Reina” eitthvað fram eftir kvöldi og kannski fram á nótt. Reina er nýjasta þjónustuskipið í Kötluflotanum, á Spænsku þíðir Reina Drottning, þetta er krúttlega lítið frakskip 92m langt og kemur sú konungsborna til með að þjóna okkar dýpstu vonum og þrám í framtíðinni ásamt Yaizu og Orion. Samfarirnar við drottninguna gengu smurt og upp úr kvöldmat vorum við búnir að reima Drottninguna á síðuna og láta krókinn falla niður á hafsbotninn svo við lágum sama í friði og ró. Svo var hafist handa við að hífa úr henni góssið sem hún kom með handa okkur. Þótt ég hafi verið með vonið fullt af brjóstum þegar þetta verkefni með Reinu hófst þá segir mér svo hugur að eitthvað verði li