..::Who said it would be easy?::..
Einhvernvegin er þetta allt búið að fara út um læri og maga hjá okkur undanfarið, löndunin tók miklu lengri tíma en svartsýnustu einstaklingarnir hérna um borð reiknuðu með, við vorum við ekki lausir frá fraktdollunni fyrr seint í dag og þá áttum við eftir að samrekkja við drottninguna “Reina” eitthvað fram eftir kvöldi og kannski fram á nótt.
Reina er nýjasta þjónustuskipið í Kötluflotanum, á Spænsku þíðir Reina Drottning, þetta er krúttlega lítið frakskip 92m langt og kemur sú konungsborna til með að þjóna okkar dýpstu vonum og þrám í framtíðinni ásamt Yaizu og Orion.
Samfarirnar við drottninguna gengu smurt og upp úr kvöldmat vorum við búnir að reima Drottninguna á síðuna og láta krókinn falla niður á hafsbotninn svo við lágum sama í friði og ró.
Svo var hafist handa við að hífa úr henni góssið sem hún kom með handa okkur.
Þótt ég hafi verið með vonið fullt af brjóstum þegar þetta verkefni með Reinu hófst þá segir mér svo hugur að eitthvað verði liðið á nóttina áðum en við getum slitið okkur frá henni og haldið til veiða.

Til að auka enn á gleði mína þá komst ég að því að þeir félagar mínir sem eru úti á miðunum eru búnir að vera að fiska dillandi vel. Ég hugga sjálfan mig með því að þetta endi allt í sama vasanum og reini að brosa í gegn um tárin.
Auðvitað er gott að vita af þeim félögum í fiski en það er líka súrt að vera ekki með í veislunni, það er jú oftast gaman í veislum.
Við náum einum veiðidegi áður en við þurfum að koma hingað inn til Nouakchott aftur í mannaskipti. Það eru skipti hjá Rússunum á þriðjudaginn og maður verður bara að sósast í gegn um þetta á þolinmæðinni og vona að eftir mannaskiptin fari ógæfuhjólið að snúast okkur í vil ;), annað eins hefur nú gerst ;).

Annað er ekki að frétta héðan sunnan siðmenningar.

Vona að lukkudísirnar finni okkur félagana og leiði okkur í veisluna fyrr en seinna, ykkur hinum óska ég alls hins besta og bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur hvert sem þið álpist.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi