Færslur

Sýnir færslur frá júlí 10, 2005
..::Í sól og sumaril...::.. Nú held ég að sumarið sé komið, er það ekki??. En hérna á Dalvíkinni hefur verið bongóblíða í gær og dag, smáþoka fyrripartinn í dag en svo bara blíða. Í gær kom Einar Gústa vinur minn að landa rækju hérna á Dalvík þ.e.a.s segja skipið sem hann er á núna, ég sótti hann niður á bryggju og rúllaði með hann um staðinn gaf honum kaffi og skrapp með hann í heimsókn til Kristjáns Aðalsteins en þeir er báðir fyrrverandi Nobbar hehe. Eftir að hafa skutlað Einari um borð fór ég heim og sló lóðina og hjálpaði svo Gumma að skipta um dekk á reiðhjóli, í gærkvöldi lölluðum við Guðný svo upp að Brúnklukkutjörn í góða veðrinu. Í þeim labbitúr sáum við svo Fálka sem var býsna spakur. Síðastliðna nótt átti svo litla systir svo pínulítið strákkríli, það er viðburður dagsins!! Vil ég nota tækifærið og óska Hönnu Dóru og Gunna til lukku með prinsinn. Það var búin að vera mikil spenna í loftinu vegna komu þessa grislings, ekki síður hérna hjá okkur en annarstaðar í fjölskyldunn
..::Gideon kveður::.. Nokkrar myndir af því þegar Gideon kvaddi yfirborð sjávar á Flæmska í sumar. Klikka hérna!!
..::Út og suður::.. Jæja þá plokkar maður inn nokkrar línur ;);), en maður er frekar latur að liggja yfir tölvunni þessa dagana, ég ætlaði t.d að vera búin að henda inn einhverjum myndum en þar sem þessi vesalings vefmyndahýsing sem ég var með liggur niðri þá hefur það allt lent í biðstöðu, mér sýnist að ég verði að endurskoða þennan geymslumáta eitthvað og kannski endurbyggja myndavefinn okkar. Það er aftur á móti ekki á dagskrá næstu daga svo að enn verður einhver bið, þó er aldrei að vita hvað myndi gerast ef http://photos.heremy.com vaknaði að dvalanum sem sú síða liggur í núna. Og helgin, já á laugardaginn var ráðist á blómabeðin hjá Ninnu og Gumma og þau gjörsamlega þurrkuð út, svo var smíðaður blómakassi sem á í framtíðinni að halda utan um skautjurtirnar, Bjarki var okkur Gumma dyggur aðstoðarmaður við smíðina og stóð sig eins og hetja á söginni, um kvöldið grilluðum við svo öll saman og var mikið fjör. Lögreglan í Ólafsfirði hringdi á Laugardagskvöldið og tilkynnti að númerið