
..::Maybe to morrow::.. Það gengur rólega að mixa dæludrusluna í gangfært ástand, samt er vélagengið hérna með vonið fullt af brjóstum og segir alltaf þegar spurt er um þetta eilífðarverkefni “maybe to morrow” samt held ég nú að to morrow sé að renna upp og hef fulla trú á að þetta fari af stað í dag. Annars er ekki mikið að frétta héðan, þetta druslast sinn vanagang hjá okkur, þá er ekki ástæða til þess að kvarta :). Mynd dagsins er af rafurmagnsgilsaspili sem sett var upp í síðasta slipp, nú er þetta apperat orðið enn merkilegra en áður var. Bið svo þann sem öllu ræður og stjórnar að leiðbeina ykkur um vandrataða villustíga lífsins ;).