Færslur

Sýnir færslur frá maí 11, 2003
Jæja þá er ekkert annað að gera en að reina að hrista af sér leti slenið sem legið hefur yfir mér undanfarna daga. Gærdagurinn gekk nokkuð braslaus fyrir sig og það hefur verið þokkalegt veiði á bleyðunni, veðrið hefur verið í lagi ekki vont en ekki gott heldur. En lífið um borð í þessari dollu heldur áfram með öllu því brasi og vandamálum sem því fylgja, þar er lítil breiting. Litla systir gaf mér bók í afmælisgjöf sem ég hef verið að lesa undanfarna tvo daga, þessi bók er um Valgarð miðil og er mínu mati algjör snilld, það er gaman að sjá hvernig hans lífsýn er og margt sem fólk getur tekið sér til fyrirmyndar upp úr þessari bók, ég mæli með henni á öll náttborð. Steinríkur(Flaggarinn) er farin að hífa á nótunni svo að ég hef meiri tíma aflögu til að liggja yfir myndböndum eða DVD sem er hið besta mál. Þetta er nú það helsta af okkur. Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur, og vermda ykkur fyrir öllu illu og vondu sem sveimar um í þessum brjálaða heimi sem við lifum í. <°((()>
Tómt bras og vesen. Bræla í nótt og leiðinda skakstur, eftir hádegið þegar við vorum aðláta trollið fara þá brotnaði byssugálginn niður með tilheyrandi veseni, ekki var hægt að láta trollið fara fyrr en við vorum búnir að skítmixa þessu upp aftur. En þá fundum við út að það var bilaður loki á togspili og tók nokkrar klst að skipta honum út, þá var loksins hægt að koma trollinu úr. En dagurinn var að mestu runnin út i sandinn ;(. En það verður víst að taka þessa daga líka þótt það sé fúlt. Einn góðan veðurdag hlær maður að þessu er það ekki? En jesús hvað hægt er að bjóða manni af brasi og ólukku ;). Hvað um það þetta hefði getað verið verra eins og maðurinn sagði ;). Suðupotturinn sem kom úr viðgerð í landlegunni er allur í skralli og er óvíst um að kraftar hans nýtist okkur þessa veiðiferðina ;( “shit happens”. Læt þetta duga í bili. Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur. <°((()>< Hörður ><()))°>
Mættum á svæðið klukkan 7:30 í morgun, og á endanum hafðist druslan út. Hífðum í hádeginu og var aflinn rýr, Það gekk náttúrulega á ýmsu eins og vanalega, fyrst fór rafmagnið og svo héldu ekki bremsurnar á spilunum, ekki bara bakborðsspilið heldur bæði spilin ;) en það hlýtur að komast í lag. Skúli kom og sótti iðnaðarsekkina sem við komum með og svo köstuðum við druslunni út áfram suður. Jón vinnslustjóri er búin að vera úti dekki að sjóða og brenna í allan dag, það var einhver lasleiki á skeifunni sem festist í trollinu og rífur það inni á dekkinu. Hannes er búin að vera á fullu í rafmagninu í pottinum og er eitthvað bölvað bull í gangi í þeim búnaði og engar teikningar til um hvernig þetta á að vera, og ég er skíthræddur um að nýja eldhólfið sé lekt en er ekki búin að fá það staðfest, það væri eftir öðru. Veðrið er með skárra mótinu en þokusuddinn liggur yfir öllu. Þetta er nú það helsta af okkur í dag. Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur. <°((()>< Hörður ><()
Fórum út frá Bay Roberts kl 14:00 að staðartíma í gær, það er búið að vera austan kaldaskítur í trýnið á okkur frá því að við fórum og geri ég ekki ráð fyrir að kasta á hundaþúfunni fyrr en á morgun ;(. Læt þetta duga....... Gangið á Guðs vegum. <°((()>< Hörður ><()))°>