Jæja þá er ekkert annað að gera en að reina að hrista af sér leti slenið sem legið hefur yfir mér undanfarna daga.
Gærdagurinn gekk nokkuð braslaus fyrir sig og það hefur verið þokkalegt veiði á bleyðunni, veðrið hefur verið í lagi ekki vont en ekki gott heldur.
En lífið um borð í þessari dollu heldur áfram með öllu því brasi og vandamálum sem því fylgja, þar er lítil breiting.
Litla systir gaf mér bók í afmælisgjöf sem ég hef verið að lesa undanfarna tvo daga, þessi bók er um Valgarð miðil og er mínu mati algjör snilld, það er gaman að sjá hvernig hans lífsýn er og margt sem fólk getur tekið sér til fyrirmyndar upp úr þessari bók, ég mæli með henni á öll náttborð.
Steinríkur(Flaggarinn) er farin að hífa á nótunni svo að ég hef meiri tíma aflögu til að liggja yfir myndböndum eða DVD sem er hið besta mál.
Þetta er nú það helsta af okkur.
Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur, og vermda ykkur fyrir öllu illu og vondu sem sveimar um í þessum brjálaða heimi sem við lifum í.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Gærdagurinn gekk nokkuð braslaus fyrir sig og það hefur verið þokkalegt veiði á bleyðunni, veðrið hefur verið í lagi ekki vont en ekki gott heldur.
En lífið um borð í þessari dollu heldur áfram með öllu því brasi og vandamálum sem því fylgja, þar er lítil breiting.
Litla systir gaf mér bók í afmælisgjöf sem ég hef verið að lesa undanfarna tvo daga, þessi bók er um Valgarð miðil og er mínu mati algjör snilld, það er gaman að sjá hvernig hans lífsýn er og margt sem fólk getur tekið sér til fyrirmyndar upp úr þessari bók, ég mæli með henni á öll náttborð.
Steinríkur(Flaggarinn) er farin að hífa á nótunni svo að ég hef meiri tíma aflögu til að liggja yfir myndböndum eða DVD sem er hið besta mál.
Þetta er nú það helsta af okkur.
Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur, og vermda ykkur fyrir öllu illu og vondu sem sveimar um í þessum brjálaða heimi sem við lifum í.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Ummæli