Færslur

Sýnir færslur frá mars 16, 2003
Og ekki kom blíðan enn þó svo að spáin hafi nánast lofað blíðu ;(. Aflinn eftir nóttina var rýr og sama var að segja um næsta hol, en þá vildi ekki betur til en að trollið hengilrifnaði inni á dekki allt vegna athugunarleysis, arrg arrg. Og á meðan við vorum að gera við trollið þá þurfti vélstjórinn endilega að vilja stoppa vélina svo nú er trollið klárt en við á reki að bíða eftir að það verði klárt í vélarúminu, á meðan fjarar dagurinn út og þar með veiðilíkurnar. Já einn dagurinn enn með krókinn á kafi í rassgatinu. Við Hannes fundum gamlan GPS niðri í skúffu og nú er búið að koma loftnetinu fyrir hann upp og koma honum af stað ;). En stóra talstöðin bilaði ;( Hannes er búin að liggja yfir henni og varð að játa sig sigraðan þar. Okkur sýnist á spánni að það verði lítið veður til flutninga á morgun svo að ef við eigum að koma Hannesi yfir þá verður það að gerast í kvöld. Polling systemið hökti af stað hjá okkur í dag, en það gerir NAFO kleift að skoða staðsetningu okkar hvenær ...
Ekki kom góða veðrið sem við vorum að vonast eftir i dag ;(. Og það er búin að vera skítabræla í dag en kortið fyrir morgundaginn lofar betra veðri ;). Í morgun þegar við tókum trollið þá var svo þung aldan að önnur bakstroffan í stjórnborðshleranum slitnaði í látunum, þegar draslið var komið inn þá tókum við hlerann inn til að skipta um keðju. Það var ekki þrautalaust því að dollan ólmaðist eins og sólborgari á e-töflum. Svo þegar við ætluðum að henda hleranum út aftur þá virkaði ekki spilkerfið ;) en Jón fann út úr því og korter í tvö var druslan komin í botninn aftur. Það er eiginlega ekkert veiði veður fyrir Erlu en það verður að reyna að pjakka í þessu í von um að veðrið verði skárra þegar hífað verður. Í dag var svo ákveðið að við yrðum í landi 31mars, því fylgdi náttúrulega bullandi pappírsvinna því að tilkynna þarf löndun mannaskipti áætlaðan afla og allt það með 10daga fyrirvara til Nufy, svo þarf aftur að hnykkja á því með fjögurra daga fyrirvara og enn og aftur sólarhring...
Einn brasdagurinn enn að kvöldi komin og ekkert lát á vandamálunum í Erlu. Í morgun þegar við hífuðum var komin kaldaskítur með tilheyrandi velting og látum, við ætluðum aldrei að ná trollinu inn því að hlerarnir voru alltaf inni í rennunni og ef ekki þá lokuðu þeir algjörlega rennunni ;( ekki var hægt að kasta við þessar aðstæður og pjökkuðum við upp í veður og vind á meðan reynt var að græja þetta aðeins betur, við fórum í að logskera burt einhverjar stýringar á gálganum sem við töldum að væru til vandræða, það versnaði við það ;(. Á endanum hengdum við hlerana í græjur á meðan kastað var til að fá þá út úr rennunni, svo var rafsuðumaðurinn settur í að rafsjóða rör þvert yfir rennuna til að reyna sporna gegn þessu, en vandamálið er samt ekki leist með þessu og þetta verður til vandræða þangað til að við finnum lausn til að koma hlerunum utar á rassgatið á skipinu. Við köstuðum svo seinnipartinn og nú erum við að reyna að toga en vindur og straumur vill ráða ferðum okkar svo að nú ...
Í gærkvöldi þegar hífað var þá fékk maður vægt áfall en það er búið að vinna nokkuð vel úr flestum vandamálunum sem þá komu upp ;). En á tímabili féllust manni alveg hendur ;) og maður sá engan vegin út úr bilana og vandræða súpunni ;). Í nótt klukkan fjögur var svo trollinu gusað út aftur og togað til hádegis, aflinn var þokkalegur og veðrið hreint ljómandi. Þar sem að gírinn í gasolíuskilvindunni varð tannlaus í nótt og hún þar með úr leik. Varð ég að keyra yfir að Lómnum og sækja varahluti í skilvinduna og fl sem kom út með honum. Í framhaldi af því gerðum við nokkrar breytingar á trolli og hlerum og köstuðum svo druslunni kl 1700. Nýja fína Scanmar trollaugað entist í heilar fjórar klukkustundir og liggur nú bilað inni í skáp engum til gagns en mér til mikillar armæðu. Svo er fyrirliggjandi að sansa hlutina til og fá allt til að snúast og virka, en líklega tekur það einhvern tíma að fá þetta í almennilegt horf. Róm var ekki byggð á einum degi og þar við situr. Farþeginn er...
I morgun sigum við upp á norðurhornið á Flæmska Hattinum og klukkan eitt var trollið komið í botninn ;). Við fyrstu sýn þá virðist þetta virka 7-9-13 bank bank en ég ætla samt að koma frá mér blogginu áður en fyrsta holið verður innbyrgt ;). Það er búið að vera kaldaskítur í dag og heyrði ég að stóru dasarnir voru að tala um 15-20m/s en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, okkur finst þetta ekki svo slæmt eftir það sem á undan er gengið. Þegar á reyndi þá vinnur suðupotturinn ekki og er nokkuð ljóst að eldhólfið sem reynt var að klastra í heima er ónýtt ;(. Hannes er búin að standa í ströngu í dag og er búin að vera á kafi í köplum og tengingum undir brúnni í mest allan dag, þar þurfti að taka til hendinni ;). Veslings vélstjórinn minn er búin að vera svartur upp fyrir haus í allan dag, það eru allskyns vandamál að hrella hann og af nógu að taka. Sjálfsagt koma upp enn fleiri vandamál þegar híft verður svo að ég sá mér leik á borði og losa mig við bloggið áður en stóri hvellu...
Síðastliðna nótt fengum við þann mesta velting sem við höfum fengið á leiðinni ;) og var ein og maður væri í rússíbana. En um hádegi var svo komið þokkalegt veður en haugasjór og veltingur, þetta er svo smátt og smátt að fjara út. Við reiknum með að geta kastað druslunni um hádegisbil á morgun. Það eru allir búnir að vera á fullu í að gera við og lagfæra og er engum hlíft, veslings farþeginn er misnotaður hrapalega og er hann alltaf eitthvað að laga fyrir okkur ;). ‘I dag tengdi hann Gýrókompásinn inn á 24v og svo var eitthvað fleira sem hann lagfærði í rafmagninu. Rafvirkinn liggur bara fyrir og ber sig aumlega, ég kíkti á karlinn í dag og var komin út myndarlegasti marblettur á bakinu á karlgreyinu. Að öðru leiti hefur dagurinn verið öðrum líkur hjá okkur. Megi himnaföðurinn passa ykkur.