Færslur

Sýnir færslur frá desember 18, 2005
Mynd
Mynd
..::Skötuveisla ALA Gunni og Dísa::.. Vaknaði snemma og hélt uppi uppteknum hætti í lækningarmeðferðinni, staulaðist eina ferð að heiman og niður á sand, var eitthvað betri í morgun því ég náði sjálfur að reima á mig skóna hehe, en ég var eiginlega ekkert betri á bakaleiðinni svo að ég hef sett spurningarmerki við þessa sandtherapy sem ég er í :). Í dag var Þorláksmessa! = Skökuveisla hjá Gunna og Dísu og vorum við öll mætt þar í hádeginu, ilmurinn mætti okkur út á hlað en húsbóndinn stóð sveittur við suðugræjurnar í bílskúrnum og sauð Skötu, ég leit aðeins við í skúrnum og fékk útlistun á vestfirskri Skötu ala Gunni. Skatan var fín og þetta var hin besta skemmtun eins og alltaf á Þorlák, þetta er eiginlega matarboð með magaæfingum því það er yfirleitt svo mikið hlegið að magavöðvarnir fá alveg sinn skammt. Skötuveislan er eiginlega sá viðburður sem heldur deginum uppi, svo er náttúrulega skreytingin á trénu ilmurinn af hangikjötinu og allt það en ég held það myndi vanta mikið ef sköt
Mynd
..::Örugglega gott að vera hryggleysingi::.. O doh, ekkert markvert í dag annað en að ég vaknaði allur skakkur og skældur í morgun, eitthvað hafði aflagast í hrygglengjunni á mér svo að allir tilburðir mínir til gangs bentu til þess að ég væri nær áttræðu heldur en fjörutíu sem er víst nær sannleikanum. Að mínu viti var ekkert annað í stöðunni að gera en að reyna að ganga þessa slæmsku úr sér, og ákvað ég að ganga heiman frá okkur og niður á sand. Það var ógeðslega hált í bænum og var ég komin að því að snúa við niður við fjölrita og fara bara heim og leggjast fyrir, það var eins og hníf hefði verið stungið í bakið á mér og væri svo honum snúið í hverju skrefi. En ég hélt áfram ákveðin í að holl og góð hreyfing væri allra meina bót. Ferðin eftir sandinum sóttist hægt og bítandi og var tíðindalítil niður að ósnum, ég var það snemma á ferðinni að enn var svartamyrkur en tunglbjart og meðan ég staulaðist áfram náði ég tveim stjörnuhröpum, hvort ég óskaði mér man ég ekki en þetta var nokku
Mynd
..::Prufurúntur á harðfenninu::.. Ekki mikið að frétta héðan, litlujólin voru í skólanum hjá Einar Má í morgun og þar með er hann komin í jólafrí. Ég sparkaði hjólinu í gang í dag og fékk mér smá hressingarrúnt í góða veðrinu, fór nokkuð víða en hjarnið var ekki alveg nógu gott, það var frekar lint og víða nokkur snjór ofan á því svo gripið var gloppótt, ég hafði mig samt upp á dal og sá þar spor eftir Jólasveininn, hann var semsagt á ferðinni í nótt þótt hann hafi ekki komið við hjá mér :(. Ísinn á Hrísatjörninni var heldur ekki góður, það lá snjóþekja yfir öllum ísnum og svo var drullublaut vatnssósa ofan á ísnum, þetta var misskellótt sem gerði ísreið óskemmtilega. En maður setti allavega í gang :). Þetta verður að duga í dag ;).
..::Leti leti leti, leti leti ley::.. Nuddaðist fram úr fyrir átta og skutlaði grislingnum í skólann, fór svo heim og gapti á NFS til níu. Þá fór frúin í vinnuna og ég veslingurinn einn heima, stóri grislingurinn okkar er að vinna og maður sér hana lítið þessa dagana. Fór í gegn um rútínuverkin, búa um rúmin fara í tölvuna o.s.f.v, nennti ekki að hanga í tölvunni svo að ég fór niður í bílskúr og smíðaði eitt gluggahús, var að brasa í því fram að hádegi. Eftir hádegi afgreiddi ég nokkur símtöl milli þess sem ég hékk í tölvunni í tilgangslausu flettiríi um hinar og þessar síður meira og minna rammvilltur í þessu blessaða neti, já það er ekki mikil kúnst að flækja sig í þessum VeraldarKóngulóarVef. Seinnipartinn ákvað ég svo að kíkja aðeins undir mælaborðið á bílnum í leit að rofa sem ku gera fjarstartið á bílnum virkt, en við vorum að frétta það fyrir nokkrum dögum að bifreiðin væri útbúin með fjarstarti. Og þar með kom skýring á START takkanum á fjarstýringunni, en með þessu fylgdi líka
..::Guðný keypti ekki kápu en við fórum bæði í klippingu:)::.. Einhvertímann í fyrndinni var forsíðufrétt í DV, “Regína kaupir kápu og Kalli fer í klippingu” ekki man ég hvort þetta var jólaklippingin á Kalla en fyrirsögnin að greininni situr allaf í minningunni. Í gær fórum við hjónin í klippingu sem er svo sem ekki til frásögu færandi nema ef vera skyldi fyrir hármagnið sem var komið á okkur, það var byrjað á að klippa mig og tók það dágóða stund að hafa sig niður á fast, en að lokum hafðist þetta og varð dillandi fínt. Svo var hafist handa að klippa frúna en klipparinn var orðin svo þrekuð af viðureigninni við lubbann á mér að hún ákvað að klippa Guðnýu í tveim áföngum, seinni og fyrri hálfleik ;);). Já þetta var nú það helsta sem á daginn dreif hjá okkur, ég eyddi svo kvöldinu í sjónvarpsgláp meðan frúin fór á seinnihálfleik í klippingu. Fleira var það ekki þennan daginn. Munið svo að vera þæg og góð svo þið fáið ekki kartöflu í skóinn :):).