..::Guðný keypti ekki kápu en við fórum bæði í klippingu:)::..
Einhvertímann í fyrndinni var forsíðufrétt í DV, “Regína kaupir kápu og Kalli fer í klippingu” ekki man ég hvort þetta var jólaklippingin á Kalla en fyrirsögnin að greininni situr allaf í minningunni.
Í gær fórum við hjónin í klippingu sem er svo sem ekki til frásögu færandi nema ef vera skyldi fyrir hármagnið sem var komið á okkur, það var byrjað á að klippa mig og tók það dágóða stund að hafa sig niður á fast, en að lokum hafðist þetta og varð dillandi fínt.
Svo var hafist handa að klippa frúna en klipparinn var orðin svo þrekuð af viðureigninni við lubbann á mér að hún ákvað að klippa Guðnýu í tveim áföngum, seinni og fyrri hálfleik ;);).

Já þetta var nú það helsta sem á daginn dreif hjá okkur, ég eyddi svo kvöldinu í sjónvarpsgláp meðan frúin fór á seinnihálfleik í klippingu.

Fleira var það ekki þennan daginn.
Munið svo að vera þæg og góð svo þið fáið ekki kartöflu í skóinn :):).

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi