..::Skötuveisla ALA Gunni og Dísa::..
Vaknaði snemma og hélt uppi uppteknum hætti í lækningarmeðferðinni, staulaðist eina ferð að heiman og niður á sand, var eitthvað betri í morgun því ég náði sjálfur að reima á mig skóna hehe, en ég var eiginlega ekkert betri á bakaleiðinni svo að ég hef sett spurningarmerki við þessa sandtherapy sem ég er í :).
Í dag var Þorláksmessa! = Skökuveisla hjá Gunna og Dísu og vorum við öll mætt þar í hádeginu, ilmurinn mætti okkur út á hlað en húsbóndinn stóð sveittur við suðugræjurnar í bílskúrnum og sauð Skötu, ég leit aðeins við í skúrnum og fékk útlistun á vestfirskri Skötu ala Gunni. Skatan var fín og þetta var hin besta skemmtun eins og alltaf á Þorlák, þetta er eiginlega matarboð með magaæfingum því það er yfirleitt svo mikið hlegið að magavöðvarnir fá alveg sinn skammt.
Skötuveislan er eiginlega sá viðburður sem heldur deginum uppi, svo er náttúrulega skreytingin á trénu ilmurinn af hangikjötinu og allt það en ég held það myndi vanta mikið ef skötuveislan dytti út.
Já þetta þverskurður af deginum í dag......
PS: Setti inn myndir ú skötuveislunni þær eru hérna.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi