..::Lipurtá með kláðamaur::..
Það er ekki hægt að segja annað en að dollan hafi verið frelsinu fengin eftir að hafa þurft að liggja þæg og góð við bryggjuna í tvo daga, hún leifði okkur alveg að finna það að hún ætti inni smá hreyfingu og ólmaðist eins hún væri með kláðamaur um leið og hún slapp út fyrir St.Francis. Það var mikil gleðin fyrir dolluna að sleppa út úr lygnum flóanum, mér finnst að hún megi spara aðeins við sig lipurðina, en hún ræður bara ekki við þetta blessunin:).
Það er ekki tekið út með sældinni að vera vélaStrumpur á þessari dollu! Seinnipartinn í gær þegar Strumpurinn var að huga að nýlæknuðu frystikerfinu neitaði önnur frystipressan að fara af stað, hún gaf sig ekki með það fyrr en eftir hádegi í dag. Á þeim tímapunkti var veslings Strumpurinn orðin rauðeygður og vonleysissvipur geislaði af þreytulegri ásjónu hans, vandamálið virðist hafa legið í einhverjum vír sem dollan var búin að skaka og hrista úr sambandi í hamingjulátunum yfir því að vera sloppin frá ...
Færslur
Sýnir færslur frá febrúar 15, 2004
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Veðurtepptir í St.Johns::..
Gærdagurinn gekk þokkalega fyrir sig, við byrjuðum á því að taka olíu og um leið var gert við frystikerfið. Vonandi verður frystikerfið til friðs 6-11-14 bank bank.
Það spáði kolvitlausu veðri og það leit ekki vel út með flugið hjá nýja vélstjóranum, verðuútlit var slæmt og hann átti ekki að lenda fyrr en á miðnætti að staðar tíma.
Upp úr hádegi skruppum við Kiddi yfir til St.Johns til að hitta umboðsmanninn okkar og versla aðeins, það var ágætis veður á leiðinni en smá skafrenningur á köflum. Ekkert sem maður hafði ekki séð áður og þetta hefði ekki þótt mikið á Íslandi :). Þegar við vorum búnir að hitta umbann skruppum við til North Atlantic Marine en þeir sjá okkur fyrir öllum varahlutum í veiðarfæri og þessháttar, þar voru okkur gefnar þessar fínu flíspeysur merktar fyrirtækinu.
Svo fórum við og keyptum okkur lesefni og nokkrar DVD myndir, nú var okkur ekkert að vanbúnaði að halda til baka og lögðum við í hann. Við vorum rétt komnir upp á ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Sjúklingurinn er lagstur að bryggju::..
Jæja þá er fársjúk dollan komin í land, við bundum klukkan tíu að staðartíma í morgun. Strumpurinn fann lekan í morgun svo að hægt var að ganga beint í að gera við hann og aðra leka á frystikerfinu, en ein pípa þurfti að fara yfir til St.Johns í endurhæfingu og kemur hún aftur í fyrramálið.
Ég skrapp yfir í Arnarborgu í morgun og kom MaxSea plotternum á lappirnar fyrir þá og setti upp kortin, það var létt verk og löðurmannslegt og frítt eins og öll aðstoð sem ég hef veitt þeirri ólukkudós.
Í fyrramálið verður svo pumpað einum bíl af olíu á dolluna og frystikerfið fyllt af freoni og keyrt upp, þá ætti ekkert að vera að vanbúnaði að sigla. En það þarf að bíða eftir vélstjóra sem kemur út seinnipart á morgun.
Svo eru þeir að spá á okkur einhverju fárviðri svo að það gæti verið að við dokuðum aðeins við meðan mesti blásturinn gengi yfir.
Ég skrapp í mollið og fyllti á sælgætisbyrgðirnar fyrir stubbinn, svo strumpurinn ætti að hafa ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Skák og mát::..
Hún mátaði mann alveg í gær dollan þegar frystikerfið fór allt úr lagi, strumpurinn er búin að liggja yfir því síðan snemma í gær en vandinn finnst ekki. Um hádegisbilið í dag hjökkuðum við svo af stað í land með öngulinn í rassgatinu, það er ekkert sem finnst út úr þessu og ekkert annað til ráða en landstím :(.
Mér var hugsað til litlu systir minnar í hitanum á Spáni þegar við vorum að norpa í gauðrifnum safngripnum á dekkinu seinnipartinn í gær, allt kolfrosið og ógeðslegt. En það er með það eins og allt annað, það hafðist saman fyrir rest og nú eru þessar dillandi fínu fyrstu spólur í undirbyrðinu. Já helvísk druslan þurfti endilega að rifna eina ferðina enn, en þetta er víst sjarminn við þetta og manni finnst ekki mikið til þessa rifrilda koma þegar maður spólar til baka í minninu og horfir á fyrstu túranna sem ég fór til sjós. Annar túrinn sem ég fór til sjós var um borð í Hólmanesinu, við vorum á gaurunum svokölluðu og það var rifið í hverju einast holi,...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Kalt::..
Hann er kaldur á okkur í dag -7°C og létt ísing, það er bara einn hitarúða í framkantinum brúnni svo að það er bara útsýni út um einn glugga. En inni er hlítt og gott og engu yfir að kvarta :).
Strumparnir voru búnir að ná að snúa föstu dælunni með kúbeini,og svo hamaðist vélgæslustrumpurinn á kúbeininu í alla nótt. Það á að setja mótorinn við í kvöld og sjá til hvort hann getur ekki rifið þetta af stað, ég reikna með að þeir félagar signi yfir dælugarminn og fari með tólf maríubænir hvor áður en flugeldasýningin hefst. Ég bíð spenntur eftir niðurstöðunni :).
Það er ekkert gaman að vera vélaStrumpur á dollunni í dag, ekki nóg með að þessi dælufjandi sé að hrekkja þá heldur er frystikerfið í einhverju stríðnisstuði líka og gerir allt sem það getur til að gera þeim lífið leitt :(.
Systir mín sendi mér nokkra brandara í morgun, það er alltaf úr meiru og meiru að moða til að hengja á bloggið :). En hér kemur sá sem mér fannst bestur:
Íri, Englendingur og Skoti sit...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Klofblautir dekkenglar::..
Það er alveg brennt fyrir að ég geti komið einhverju á blað þennan Guðsvolaða laugardag, en verður maður ekki að reina að troða einhverjum stöfum á þetta blogg er það ekki?
VélaStrumparnir eru að basla við einhverja lensidælu sem hætti að snúast í byrjun túrs, þeir reyndu eitthvað að stauta í þessu þegar hún stoppaði en gáfust fljótlega upp við það og settu málið í salt. Seinna var bætt á hana olíu með von um að hún losnaði með tíð og tíma, en við síðustu athugun var engin breyting á ástandi dælunnar "hún var enn kolföst", ekki kemst meiri olía á dælugarminn svo að greinilegt er að frekari aðgerða er þörf ef hún á að snúast aftur. Nú held ég að það standi til að beita hugarorkunni og andlegum þvingunum með von um að það dugi til að koma helvískri pumpunni af stað :). Þangað til einhver lausn finnst í þessu dælumáli verða dekkenglarnir mínir að standa klofblautir í vinnslunni, en það er ljós í myrkri þeirra að viðveran á millidekkinu hefur ...