..::Basl::..
Ekki ætlar það að ganga þrautalaust að fá í skipið, það eru hver mistökin ofan á önnur sem lengja þetta hjá okkur.
Ekki vantar að það er nóg af rækjunni en þá gengur alls ekki neitt að koma henni í gegn og allt gengur á afturfótunum.
En það verður ekki farið í land fyrr dollan verður full svo einfalt er það, arrg..
Það væri gaman að vita hvað við höfum gert almættinu til að eiga þennan bullshit skilið sínkt og heilagt.
Og ekki bætir úr skák að nú er farið að blása á okkur svo líklega liggur fyrir að pjakka á móti einhverjum kaldaskít á landleiðinni ;).
Maður verður samt að reina að vera jákvæður og leita að einhverjum ljósum punktum, það þarf það mikla jákvæðni í þetta verkefni að maður yrði sennilega dæmdur geðveikur ef þetta yrði rannsakað eitthvað nánar..
En vonandi vaknar maður upp úr þessari martröð einhvern daginn og þá verður gaman að lifa, er ekki sagt að maður kunni svo miklu betur að njóta góðu stundanna ef maður hefur mætt einhverju mótlæti?.
Ég er búin ...
Færslur
Sýnir færslur frá ágúst 31, 2003
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..:::)::..
Það má segja að veðrið hafi skartað sýnu besta í dag en það er búið að vera glampandi sól og hafflöturinn eins og spegill ;).
Veiðarnar ha humm svona la la ;). Veru okkar á hattinum er lokið þennan túrinn er lokið. Nú göslast dollan áfram á öllu sem hún á í átt að næsta veiðisvæði sem liggur rétt utan 200sjómílna lögsögu Kanadamanna og nefnist 3L, þar ætlum við að eyða síðasta veiðidegi þessarar ferðar og freista þess fylla dolluna ;) God help us ;)..
Áðan þegar trollið kom inn hafði sjófuglsungi sem ég kann ekki að nefna fest í belgnum og greinilega hálfdrukknað, ég fór niður á dekk og losaði veslinginn úr trollinu og fór með hann upp í sólina og bakaði hann aðeins. Hann var ósköp blautur og dasaður litla greyið en virtist óbrotin og í lagi. Þegar hann var búin að fá almenna læknisskoðun hjá mér þá sleppti ég honum og var ekki annað að sjá en að hann ætlaði að plumma sig ;), það gefur manni alveg ótrúlega mikið að geta hjálpað öðrum og það þar ekki endilega að vera manns...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Kaldaskítur::..
Það er búið að vera leiðindaveður á okkur seinnipartinn í dag og eftir allt góða veðrið þá fokkum við þetta undir kaldaskít ;).
Veiðin hefur lítið lagast hjá okkur og alltaf herðist á snörunni sem maður hangir í en við lifum enn í voninni ;) “það hlýtur að vera ungi einhverstaðar ;)”.
Hannes og Juri eru búnir að vera sveittir yfir suðupottinum og flokkaranum seinnipartinn en þessar græjur þurftu víst einhverja aðhlynningu og alúð.
Eftir því sem mér skilst á kollegum mínum á hinum skipunum þá eru flestir á flótta undan smárækjunni sem virðist vera að flæða yfir allt ;(.
En þá er bara að setja í bjartsýnisgírinn og nú treystum við á að allt verði orðið gott þegar við komum út í næsta túr ;) það er alveg með ólíkindum hvað maður drífur í bjartsýnisgírnum, mér finnst að þetta ætti að vera staðalbúnaður í hverju skipi ;).
Í kvöld hágrétu englar himinsins yfir okkur, var það eins og hellt væri úr fötu yfir strákana mína þegar þeir voru að taka trollið og voru þeir ...