..::Kaldaskítur::..
Það er búið að vera leiðindaveður á okkur seinnipartinn í dag og eftir allt góða veðrið þá fokkum við þetta undir kaldaskít ;).
Veiðin hefur lítið lagast hjá okkur og alltaf herðist á snörunni sem maður hangir í en við lifum enn í voninni ;) “það hlýtur að vera ungi einhverstaðar ;)”.
Hannes og Juri eru búnir að vera sveittir yfir suðupottinum og flokkaranum seinnipartinn en þessar græjur þurftu víst einhverja aðhlynningu og alúð.
Eftir því sem mér skilst á kollegum mínum á hinum skipunum þá eru flestir á flótta undan smárækjunni sem virðist vera að flæða yfir allt ;(.
En þá er bara að setja í bjartsýnisgírinn og nú treystum við á að allt verði orðið gott þegar við komum út í næsta túr ;) það er alveg með ólíkindum hvað maður drífur í bjartsýnisgírnum, mér finnst að þetta ætti að vera staðalbúnaður í hverju skipi ;).
Í kvöld hágrétu englar himinsins yfir okkur, var það eins og hellt væri úr fötu yfir strákana mína þegar þeir voru að taka trollið og voru þeir gegnblautir eftir
trolltökuna ;).

Jæja þá verðum við að gramsa eitthvað í brosvöðva prógramminu og athuga hvort við eigum ekki eitthvað á skemmtilegurnar...........

Það var kaþólskur prestur á Jótlandi sem var lagður inná spítala með þarmastíflu illa haldinn og komin með mikla kúlu, það var drifið í að skera prest upp.
Á sama tíma deyr kona af barnsförum á spítalanum, hún hafði alið sveinbarn og enginn vissi nein deili á konu þessari né hvaðan hún kom.
Yfirlæknirinn var í vanda staddur, hann vissi ekki hvað hann átti að gera við barnið og var eitthvað að vandræðast með þetta allt saman.
Þá dettur aðstoðarlækninum ráð í hug, tekur sveinbarnið og fer með það yfir á stofuna til prestsins, presturinn var að vakna af svæfingunni og segir aðstoðarlæknirinn við hann að nú hafi gerst kraftaverk, þú varst ekki með þarmastíflu heldu varstu með barni!. Presturinn lét þetta gott heita og fór með guttann heim af sjúkrahúsinu og ól hann upp. Drengurinn varð mjög myndarlegur og í alla staði til fyrirmyndar.
Á 18ára afmælisdegi drengsins kallar prestur drenginn til sín og segir.
“Ég verð víst að viðurkenna að ég er ekki föður þinn heldur er ég mamma þín”.
Svo segir presturinn drengnum söguna af spítalanum.
Strákurinn hugsar sig um smá stund og segir svo, “Hver er þá pabbi minn?”
Það er BISKUPINN segir þá prestur.

Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur um lífsins veg, og munið að vera þæg og góð við allt og alla.

<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi