..::Mánudagur::.
Þokkalega magurt blogg fyrir þennan dag, man ekkert hvernig þetta var.
Guðný og Hjördís fóru í vinnu og við feðgarnir kúrðum fram undir hádegi ;).
Settum svo upp nýju körfuboltakörfuna við hliðina á bílskúrshurðinni, og vakti það mikla hrifningu “hjá sumum” ;).
Ég hnoðaðist svo upp að Brúnklukkutjörn á vélfáknum en sá ekkert til Gullfiskanna ;(.
En sá frú Fálkamóður á flugi.
..::Þriðjudagur::..
Hibb húrrey, við feðgar vorum komnir á lappir klukkan tíu ;) nýtt met hjá okkur.
Ég fór svo í nudd hjá Begga eftir hádegið og lét troða í mig einhverjum nálum ásamt því að vera hnykktur frem og til bage ;).
Á eftir skutlaðist ég inn á Akureyrarflugvöll og náði í Kalla en hann er að fara út á Margrétinni í kvöld, ekki gekk nú ferðin þrautalaust hjá Kalla því þeir gleymdu töskunni hans fyrir sunnan ;(.
Veðrið á Dalvíkinni var alveg frábært í dag og þvílíka smullan.
Þar sem að ég er búin að ná svo mikilli “FÆRNI” í runnaklippingum eftir að vera búin með runnana hjá ten...
Færslur
Sýnir færslur frá júlí 13, 2003
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Fimmtudagur::..
Um hádegisbilið lögðum við af stað suður til Reykjavíkur og var ljúft að skilja súldina og suddann eftir fyrir norðan, ferðin gekk bara ágætlega fyrir utan það að ég var alveg eins og Pétur heitinn ræfill, allur skakkur og skældur og átti ekki gott með að sitja í bílnum, en það var ekkert annað að gera en að reina að harka af sér og bíta á jaxlinn ;), þegar við vorum komin suður í Borgarnes sá ég að þetta gengi ekki lengur og droppaði inn í Lyfju keypti mér Ibufen og gúffaði í mig rúmlega ráðlögðum dagskammti og var þokkalegur eftir smá stund.
Við keyrðum svo áfram og brunuðum beint upp á Rauðarárstíg til Helgu og Kalla og skiluðum af okkur saumavélinni ásamt því að þiggja nýlagað kaffi (ala Helga).
Íbúðin sem þau eru í er rosalega fín og Krabbameinsfélaginu til mikils sóma.
Á eftir fórum við svo upp í Stangarholt til Haddó og Gunna og þaðan í örlítið brúðarráp með stelpurnar í Kringluna.
..::Föstudagur::..
Sólin bakaði niður þegar við loksins drusluðumst á ...