Færslur

Sýnir færslur frá september 5, 2004
..::Þrekæfingar á fjöllum::.. Þetta var eins og í ungahreiðri hjá okkur í nótt ;), það bættist einn grislingur við í gærkvöldi en Bjarki Fannar gisti hjá okkur, svo var okkar yngsti líka uppí svo að það var ekki mikið aukapláss í bælinu ;). Ekki varð maður mikið var við allan þennan fjölda í nótt, ég svaf prýðilega og vaknaði fyrir átta í morgun með grislingunum en þá var kveikt á barnaefninu. Fínt að kúra og horfa á barnaefnið, Svampur Sveins svíkur ekki neinn og er hin besta skemmtun fyrir alla aldurshópa :). Eftir morgunsopann smellti ég mér í Bjarmann og fékk þar þessa líku fínu heilun hjá Guðmundi Inga, og ekki var allt búið því á eftir fór ég á einkamiðilsfund hjá Guðmundi sem var sérstök upplifun fyrir mig, á fundinum fékk ég tvær heimsóknir sem mér þótti virkilega vænt um. Um miðjan dag voru svo vöflur heitur réttur og allskonar góðgæti hjá Brynju, öll fjölskyldan var mætt og slafraði í sig góðgætinu eins og það væri kappát hehe ;). Hjördís og Óli fóru austur í ?? til að hj
..::Garðsnyrting og dekkaskipti::.. Marði mig í að klippa runnanna í gær, það var bara þó nokkuð verk með gömlu manual handklippunum en hafðist ;), svo rigndi og rigndi svo að öll garðvinna lá niðri fram á kvöld en þá haskaði ég mig i að raka ruslinu saman og klára að klippa runnana í planinu. Þegar loksins var búið að safna saman öllum afklippunum var komin myndarlegasta sáta í garðinn. Eftir raksturinn skruppum við aðeins í heimsókn þar sem ég festist í tölvunni við uppfærslu Windows og vírushreinsun, meiri fjandans óþverrinn þessi vírusplága. Að vísu höfum við sloppið ágætlega enda með ágæta vírusvörn , Íslenska framleiðslu sem hingað til hefur náð að halda þessu dóti okkar þokkalega vírusfríu, en samt höfum við lent í smiti þrátt fyrir að öryggið hafi verið á oddinum :). Nú er það á dagskránni að misnota nágranann og hans tól, og ferja sátuna niður í gáma, þetta er allt á skipulaginu og gerist líklega hvað úr hverju. Superþjónusta hjá Landflutningum Samskip, Haddó setti nýja
..::Stór dagur í lífi Stóru systur::.. Þetta er merkisdagur því að í dag eru akkúrat ?0 ár síðan stóra systir mín fæddist :). Elsku systir hjartanlega til hamingju með daginn, ég vona að þú eigir góðan dag. Mikið væri gaman að kíkja til þín í afmæliskaffi en þar sem við erum á sitt hvoru landshorninu þá verður það að bíða betri tíma. Annars er kannski bara betra að hafa þessa fjarlægð svo að ég nái ekki að spilla deginum með prakkarastrikum :):). Var það ekki á afmælisdaginn þinn sem að steinninn lenti ÓVART í höfðinu á Guðbjörgu, eða er ég í einhverjum villigötum á dagatalinu? Ég man það eins og það hafi gerst í gær, þegar bölvaður steinninn sveif (sýnt hægt í huganum) og small í höfðinu á henni svo að hún steinlá, og ekki var skelfingin milli þegar blóðgusan kom. Þá var gott að vera fljótur að hlaupa, en því miður bjargaði hlaupahraðinn mér ekki frá eymslum í afturendanum daginn eftir hehe. En þetta var vistað í minnið forever og hverfur sjálfsagt ekki þaðan fyrr en.........
..::Þvílíka blíðan::.. Það var þvílíka blíðan á okkur Dalvíkingum í dag 17°C hiti og blankalogn. Það var ekki hægt að láta þessa blíðu fara fram hjá sér svo að ég spennti á mig allan gallann og sparkaði hjólinu í gang, svo rúllaði ég upp í fjall í góða veðrinu og einn hring í sveitinni. En nú eru flestir slóðar og troðningar ornir svo blautir og sleipir að gripið í gamla slétta afturdekkinu hentar illa til útreiða á þeim. En ég er búin að gera út leiðangur til þess að útvega mér nýtt Michelin dekk sem ætti að slá á mesta drulluskensið ;). Kalli og Ingunn komu í mat í kvöld og svo var opið hús í Bjarmanum sem við kíktum á, það var ágætisendir á góðum degi ;)...........yfir og út
..::Göngudagur::.. Það var göngudagur í skólanum á Dalvík í dag, ég var mættur niður við skóla klukkan níu í morgun og var stefnan sett fremst fram í Svarfaðardal og ekki linnt látum fyrr en okkar hópur var komin fram að Koti. Ákveðið hafði verið að ganga frá Koti upp að Skeiðsvatni sem er um 4.5km stikuð gönguleið. Þegar við vorum komin fram að Koti þá áttaði ég mig á því að ég hafði gleymt myndavélinni, það var akkúrat það sem ég ætlaði ekki að gleyma en svona fer aldurinn með mann ;);). Veðrið hefði mátt vera betra en það var léttur rigningarúði og hundblautt á, samt varð maður ekki mikið var við rigninguna og sóttist ferðin ágætlega, krakkarnir voru misjafnlega ánægð með gönguna, var ansi gaman að hlusta á nöldrið í sumum upp brekkurnar, “ég ætla að fótbrjóta mig fyrir næsta göngudag!, ég ætla að liggja í rúminu með gat á hausnum á næsta göngudag!, ég ætla ekki að ganga til baka! o.s.f.v ;);)”. En þó að þau nöldruðu örlítið yfir þessu þá gekk þetta bráðvel og það tók rétt um
..::Smá pása::.. Það var bloggpása í gær, ekki vegna heilsunar nei! Heldur vegna pikkleti ,) en dagurinn var ósköp rólegur, ég sparkaði hjólinu í gang og fór einn tvo hringi um bæinn. Við hjálpuðum við Ragnheiði að þrífa gömlu íbúðina uppi í Skógarhólum ásamt naglhreinsun og niðurrifum á ljósum o.s.f.v. Svo einhvernvegin gufaði dagurinn upp og allt í einu var komin háttatími :). ..::Sunnudagur::.. Þokkalegt veður smáskúrir vindskælingur og frekar kuldalegt á Dalvík. Þessi dagur er merkilegur fyrir þær sakir að það voru fjárréttir á Tungunum, í Tunguréttinni, þangað mæta náttúrulega allir sem vettlingi geta valdið og vorum við engir eftirbátar annarra í því. Þær eru ekki margar Rolluskjáturnar sem eftir eru en samt hefur þeim eitthvað fjölgað undanfarin ár. En þetta er partur í tilverunni, partur sem má alls ekki sleppa ef fólk á heimangengt, við gripum myndavélina með og skutum nokkrum myndum af þessum viðburði. Þetta verður ekki lengra núna...............