..::Þvílíka blíðan::..
Það var þvílíka blíðan á okkur Dalvíkingum í dag 17°C hiti og blankalogn.
Það var ekki hægt að láta þessa blíðu fara fram hjá sér svo að ég spennti á mig allan gallann og sparkaði hjólinu í gang, svo rúllaði ég upp í fjall í góða veðrinu og einn hring í sveitinni. En nú eru flestir slóðar og troðningar ornir svo blautir og sleipir að gripið í gamla slétta afturdekkinu hentar illa til útreiða á þeim. En ég er búin að gera út leiðangur til þess að útvega mér nýtt Michelin dekk sem ætti að slá á mesta drulluskensið ;).
Kalli og Ingunn komu í mat í kvöld og svo var opið hús í Bjarmanum sem við kíktum á, það var ágætisendir á góðum degi ;)...........yfir og út

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi