..::Þrekæfingar á fjöllum::..
Þetta var eins og í ungahreiðri hjá okkur í nótt ;), það bættist einn grislingur við í gærkvöldi en Bjarki Fannar gisti hjá okkur, svo var okkar yngsti líka uppí svo að það var ekki mikið aukapláss í bælinu ;). Ekki varð maður mikið var við allan þennan fjölda í nótt, ég svaf prýðilega og vaknaði fyrir átta í morgun með grislingunum en þá var kveikt á barnaefninu. Fínt að kúra og horfa á barnaefnið, Svampur Sveins svíkur ekki neinn og er hin besta skemmtun fyrir alla aldurshópa :). Eftir morgunsopann smellti ég mér í Bjarmann og fékk þar þessa líku fínu heilun hjá Guðmundi Inga, og ekki var allt búið því á eftir fór ég á einkamiðilsfund hjá Guðmundi sem var sérstök upplifun fyrir mig, á fundinum fékk ég tvær heimsóknir sem mér þótti virkilega vænt um.
Um miðjan dag voru svo vöflur heitur réttur og allskonar góðgæti hjá Brynju, öll fjölskyldan var mætt og slafraði í sig góðgætinu eins og það væri kappát hehe ;).
Hjördís og Óli fóru austur í ?? til að hjálpa afa Óla að smala en þau koma aftur á morgun, Óli er svo að byrja i skólanum á mánudag svo enn fækkar hjá okkur í kotinu.
Ég skutlaði Einari Má í afmæli fram á Tjörn, og rúllaði svo heim og spennti á mig allan búninginn sparkaði hjólin í gang og hélt til fjalla, nú greip hjólið með nýja dekkinu í fósturjörðina og maður þurfti ekki að hafa áhyggjur af sífelldu skrensi út og suður.
Ég setti stefnuna á Reykjaheiði sem er milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar en þetta er gömul reiðleið, frekar ill yfirferðar og seinfarin. En ég þumbaðist rennsveittur og másandi upp í mót yfir urð og grjót, ég get nú ekki sagt að Dakarinn sé beint kjörfarartæki í svona brölt 150kg á þyngd, enda endaði þetta með því að ég þeyttist á hliðina. Demit kúplingshandfangið brotið og sömuleiðis handhlífin :(, og ég komin tæplega hálfa leið til Ólafsfjarðar. Nú var grábölvað að geta ekki kúplað sundur eða saman. Ég gat látið mig renna niður mesta brattann og leitt hjólið yfir ána en það var þrautin þyngri að brasa 150kg flykkinu upp á bakkann hinu megin. Ég var alveg hvellsprungin þegar það var komið upp á bakkann :), svitinn bogaði af mér og pumpan hamaðist sem aldrei fyrr. Nú þakkaði ég Guði fyrir að vera hættur að reykja, annars hefði ég sjálfsagt drepist ofan í klofið á mér, eða eitthvað ennverra :). En nú var sparkað í gang svo var rekið í gír og keyrt, ekki var hægt að kúpla eða stoppa nema að drepa á svo að það var ekki inni í myndinni. Það varð bara að taka þetta með trukki og dýfu, vanda sig og reyna að hanga á baki. Þetta gekk furðu vel og gekk mér ansi vel að hanga í kindaslóðinni, svona 99% :). Loksins þegar ég sá fram á að vera sloppin á þokkalega greiðfæran slóða þá lenti ég þumlung út úr slóðanum og stakk framendanum á bólakaf í dý, ekki hægt að kúpla eða nota mótor til að hjálpa sér við að losa hlunkinn, nú tók við önnur hjarta og svita spinning en mikið djö var hjólið fast í þessum drullupytti, með svita og tárum hafði ég hjólið upp úr pyttinum.
Aftur þurfti að sparka í gang og nú gekk þokkalega heim á leið.
Þegar ég kom heim var ég gjörsamlega á svitafloti, ég skolaði drulluna af hjólinu og renndi því inn í skúr, eitthvað þarf sjálfsagt að gera í kúplingsmálum áður en farið verður í næsta útreiðatúr. En nú var komið að STURTU! :):).
Sótti Einar Má fram að Tjörn, skrapp svo aðeins með Guðnýu til Ragnheiðar og reddaði sjónvarpinu þar, en sjónvarpskapalinn var eitthvað losaralegur í plögginu og þurfti aðeins að massa það :).
Og nú sit ég hér pikka og hlusta á alveg frábæra tónlist "Eric the Red" er færeysk hljómsveit, látið það samt ekki blekkja ykkur því hún er hrein snilld, platan sem ég er að hlusta á heitir "TÝR" og fær hún fullt hús stiga hjá mér, fimm sssstjööddnur eins og einhver orðaði það.
En þetta er orðið ágætt í dag.........það finnst mér :).
Eigið góða helgi.......yfir og út :):).

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi