..::Ice Age::.. Byrjaði daginn á andlegri upplyftingu í Bjarmanum. Lét svo vaða á Ísinn í dag og var það heljarinnar fjör, spændi og spólaði út um alla Hrísatjörnina eins og ég ætti lífið að leysa, neglingin virkaði betur en ég átti von en er náttúrulega ekkert í líkingu við ísdekkin sem kosta 20-25.000kr stykkið, en ég gat vel við unað enda kostaði þetta mig ekki svo mikið kannski 2000kr plús vinnuna við að koma þessu í togleðurshringina ;). Það sem ég er ekki vanur svona ísreið þá tók það mann smátíma að ná upp áræðni og lagni til að þeysa spólandi um á fullu gasi, en þetta kom ;), það var þunnt snjólag yfir öllum ísnum og sumstaðar örlítið þykkri skellur sem gáfu meira grip, þetta gerði þetta aðeins erfiðara en þar sem ég var nýgræðingur í þessu þá fannst mér þetta í lagi :). Það komu svo tveir á á krossurum með þessu fínu dekk, þar var gripið. Þeir áttu ekki í neinum vandræðum með að prjóna þótt þeir væru á ísnum, en munurinn var líka sá að þeir voru með þessu fínu verksmiðjuísdekk
Færslur
Sýnir færslur frá október 30, 2005
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Kalt á toppnum::.. Föstudagur ;), einhvertímann kallaði maður þetta flöskudag en það er óralangt síðan hehe. Það var kalt hjá okkur -12°C um hádegi í gær en svo linaðist þetta eitthvað og var ekki nema -9°C í gærkvöldi þegar ég leit á mælinn. Eyddi megninu af deginum innandyra sparkaði samt smá í gang og fór og tók bensín á hjólið, það var ekki að finna annað en að járningin virkaði vel og var mesta furða hver jarðtengingin var ;). Ég staulaðist út og smellti mynd af Dalvíkinni í haustbúningnum sem hún skartar núna, þið getið séð þessar myndir hérna . Annars er ekki mikið að segja. Vona bara að þið eigið góða helgi, og bið þann sem öllu stjórnar að líta til með ykkur svo þið anið ekki út í einhverja ófæru ;););).
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Mótorfákurinn járnaður og yfirgefna commenta kerfið::.. Þessa dagana reynir maður að finna sér eitthvað gáfulegt að gera, en einhverra hluta vegna er það svo alls ekkert gáfulegt þegar upp er staðið ;). Fór með Guðnýu í vinnuna með þá hugmynd í farteskinu að tjöruþvo dekkin á bílnum niðri á verkstæði, en þegar þangað var komið þá nennti ég ekki að fara í þennan tjöruþvott. Ég fór heim og náði í mótorhjólið, fékk far í gröfunni hjá Ragga, ég hef ekki verið farþegi í svona farartæki síðan pabbi vann hjá bænum í den tid, en þá var voða sport að fá að vera með í Gröfunni Heflinum eða Ýtunni :). Lúsaðist svo í hálkunni á hjólinu niður á verkstæði það sem átti að negla, þar var allt til alls og ekki til setunnar boðið bara að drulla sér í að byrja. Ég byrjaði á afturdekkinu, það er betra og það virtist ágætis æfingarþema, það þurfti að bora allt dekkið fyrst og svo var nöglunum spýtt í dekkið með þar til gerðri maskínu, þetta gekk alveg ljómandi og var búið að hrækja 220nöglum í afturdek
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Eitt á dag kemur skapinu í lag::.. Var frekar latur í morgun, en eftir hádegið draslaði ég mér niður í bæ og talaði við þjónustufulltrúann minn hjá Sjóvá varðandi trygginguna á hjólinu. Svo tókst mér að ota fyrrverandi vinnslustjóranum mínum í nýtt pláss, en þetta gengur allt út á að þekkja menn sem þekkja menn sem þekkja menn. Það virðist allar atvinnuráðningar fara eftir þessháttar leiðum þessa dagana. Vonandi á ég einhverstaðar hauk í horni sem getur bent á mig sem álitlegan kost :). Við fórum svo inn á Akureyri í verslunarleiðangur(Bónus) en notuðum tækifærið og fórum í Símann til að færa frúarsímann yfir til símans, ég notaði tækifærið og gerði það sem Árni Finns benti mér á að gera fyrir 6árum, þ.e.a.s endurnýja símakortið mitt og fá nýtt sem væri með meira símaskráarplássi og einhverju fleira, gamla kortið mitt var t.d vitlaust en það nýja hefur vit ;). Þetta er nú það helsta sem ég hef afrekað þennan daginn. Annað var það ekki þennan daginn. Bið himnaföðurinn að vaka yfir y
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Tíðindalaust::.. Það er svo sem ekki mikið að frétta, maður er jú eitthvað að reyna að skanna vinnumarkaðinn með von um eitthvað bitastætt. Á meðan reynir maður að láta eitthvað gott af sér leiða, t.d tengdi ég nýja eldavél og setti upp viftu fyrir Ninnu . Svo tókst mér að laga eldhúskappaljós hjá Brynju. Að öðru leiti hefur þetta verið frekar tíðindalítið.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Mánudagur til mæðu::.. Vaknaði snemma og keyrði Einar og Bjarka í skólann, svo fór ég og kíkti á nýja Kawasaki hjólið hans Péturs, það var helv.. flott og mikil græja, ég mátaði mig aðeins á því og fittaði afturendinn á mér ágætlega í hnakkinn, ekki skemmdi það fyrir að vita af 1500cub mótor milli lappanna :). Seinnipartinn í dag ég svo staðfestingu á að biðin væri á enda varðandi hvað yrði gert við skipið sem ég hef verið á. Það liggur ekkert annað fyrir en að leita að annarri vinnu, það er svo sem ekkert meira um þetta að segja annað en að vonandi finnur maður eitthvað að gera því ekki lifir maður á loftinu einu saman. Svo stíflaðist svo niðurfallið í þvottahúsinu, þetta var bara að breytast í hamingjudag... Við fórum í Húsasmiðjuna og keyptum einhvern baneitraðan stíflueyði sem ég gusaði í gatið, lét bara allan brúsann vaða. Ekki get ég nú mælt með þessu sem lyktbæti, því að það gaus upp hræðileg lykt. En stíflan var enn til staðar og vildi hvergi fara. Nú varð ég að kippa garð
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Hundahreinsun tölvunnar::.. Ég tók daginn í strauja tölvuna og setja hana upp aftur, en sem betur fer hef ég aðgang að miklum tölvuséníum sem alltaf eru boðin og búin til að aðstoða mig þegar allt er komið í flækju ;). Það fór megnið af deginum í þessa hundahreinsun á tölvunni, en það var ekki vanþörf á því, tölvan var að gliðna af drasli og orðin mjög hæg og sljó. Á endanum hafðist þetta þó tölvan aftur á lappirnar, þökk sé þjónustuenglunum mínum í tölvubransanum :).