..::Mótorfákurinn járnaður og yfirgefna commenta kerfið::..
Þessa dagana reynir maður að finna sér eitthvað gáfulegt að gera, en einhverra hluta vegna er það svo alls ekkert gáfulegt þegar upp er staðið ;).
Fór með Guðnýu í vinnuna með þá hugmynd í farteskinu að tjöruþvo dekkin á bílnum niðri á verkstæði, en þegar þangað var komið þá nennti ég ekki að fara í þennan tjöruþvott. Ég fór heim og náði í mótorhjólið, fékk far í gröfunni hjá Ragga, ég hef ekki verið farþegi í svona farartæki síðan pabbi vann hjá bænum í den tid, en þá var voða sport að fá að vera með í Gröfunni Heflinum eða Ýtunni :).
Lúsaðist svo í hálkunni á hjólinu niður á verkstæði það sem átti að negla, þar var allt til alls og ekki til setunnar boðið bara að drulla sér í að byrja.
Ég byrjaði á afturdekkinu, það er betra og það virtist ágætis æfingarþema, það þurfti að bora allt dekkið fyrst og svo var nöglunum spýtt í dekkið með þar til gerðri maskínu, þetta gekk alveg ljómandi og var búið að hrækja 220nöglum í afturdekkið klukkan 12:30.
Nú var tekin matur og svo mætt í seinni hálfleik upp úr eitt. Ystu takkarnir á framdekkinu voru ekki til vandræða og var ég nokkuð fljótur að hrækja þeim í, en svo vandaðist málið þar sem dekkið var frekar slitið. Ég byrjaði á að bora grynnra í slitnu takkana og spýta nöglunum svo í draslið. Þetta gekk ekkert of vel og naglafjandarnir stóðu lengst út úr dekkinu, framdekkið var úr miklu mýkra gúmmíi, naglarnir virtust vera frekar losaralegir og stóðu þeir eins og Álfar út úr hól langt út úr dekkinu.
Ég þráaðist samt við og kláraði þetta svona, svo var hjólinu slakað niður á gólf.
Það mátti varla hreyfa hjólið þá lögðust naglarnir í framdekkinu út af , og þeir sem ekki lögðust út af duttu bara úr þegar ég mjakaði hjólinu eftir gólfinu á verkstæðinu.
Það mátti sem sagt smella hjólinu aftur á standinn og tína þá nagla úr sem ekki duttu sjálfkrafa, svo þurfti að bora dýpri göt fyrir naglana. Það þíddi ekkert pjatt, nú var að duga eða drepast og sénsa á að þetta færi ekki í gegn og þjösna nöglunum í svo þeir sætu almennilega, vera svolítið röff á græjunni þá kom þetta ;),en hvort það endist verður að koma í ljós.
Þegar ég var sáttur voru komnir 499naglar í dekkin í það heila .). Svo var sparkað í gang og brunað heim, það var hált og mér fannst þetta ekki vera eins afgerandi stöðugt og ég var að vona en þetta á eftir að prófa betur.
Já meðan ég man, ég henti myndum af járningunni inn á myndasíðuna.

Jamm þannig leið sá dagurinn ;).

Ykkur er svo alveg óhætt að kvitta fyrir komuna á commenta kerfinu hérna fyrir neðan, það drepur engan (held ég en samt ekki viss).

Andið með nefinu og reynið að sjá það skondna í umhverfinu..

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi