..::Kalt á toppnum::..

Föstudagur ;), einhvertímann kallaði maður þetta flöskudag en það er óralangt síðan hehe.
Það var kalt hjá okkur -12°C um hádegi í gær en svo linaðist þetta eitthvað og var ekki nema -9°C í gærkvöldi þegar ég leit á mælinn.
Eyddi megninu af deginum innandyra sparkaði samt smá í gang og fór og tók bensín á hjólið, það var ekki að finna annað en að járningin virkaði vel og var mesta furða hver jarðtengingin var ;).
Ég staulaðist út og smellti mynd af Dalvíkinni í haustbúningnum sem hún skartar núna, þið getið séð þessar myndir hérna.
Annars er ekki mikið að segja.
Vona bara að þið eigið góða helgi, og bið þann sem öllu stjórnar að líta til með ykkur svo þið anið ekki út í einhverja ófæru ;););).

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi