..::189::..
Í morgun þegar ég vaknaði var komið þetta fína veður en svolítill slampandi.
Ég staulaðist upp og tók við vaktinni af flaggaranum sem virtist frelsinu feginn.
Í hádeginu prufaði ég að tjúna stórustöðina inn á 189 RUV og viti menn nýja loftnetið virkaði svona glimrandi svo að maður fékk heimsfréttirnar beint í æð, náttúrulega var búið að drepa nokkra Bandaríska hermenn í Írak ;(, ég held að USA hefði átt að halda að sér höndum og sleppa þessu stríðsbulli. Þetta er aldeilis búið að snúast í höndunum á þeim, náttúrulega voru engin gjöreyðingarvopn í Írak og heimsbyggðinni stóð engin ógn af örfáum kófsveittum sveitadurgum með heykvíslar.
Mesta skömm okkar Íslendinga er að hafa yfir höfuð staðið með þessari vitleysu, og þegar búið er að leggja spilin á borðið og koma upp um alla lygavitleysuna í Bandaríkjamönnum og Bretum þá getum við ekki einu sinni viðurkennt að hafa haft rangt fyrir okkur og kippt okkur út úr þessari stuðningsvitleysu, það er sorglegt.
En hvað um það é
Færslur
Sýnir færslur frá nóvember 16, 2003
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
15.11 2003
..::Hibb húrrey::..
Það breytast fljótt hjá manni plönin ;), á fimmtudaginn síðasta flaug ég út til Boston og gisti þar eina nótt. Föstudaginn flaug ég svo Boston-Halifax-St.Johns og var komin um borð um borð um Erluna klukkan 15:30 að staðartíma.
Það var allt í fínu standi og voru menn að prufukeyra ljósavélina og loka því dæmi, einnig þurfti að keyra upp frystikerfið og gera einhverjar athuganir svo að ákveðið var að fara í prufutúrinn daginn eftir.
Laugardagurinn rann upp og byrjaði ég á að panta lóðsinn skila bílaleigubílnum og útrétta það sem þurfti. Klukkan 15:30 slepptum við svo endunum og lulluðum út úr höfninni, eftirlitsmaður frá DNV var með og umboðsmaðurinn okkar Lee, þegar við vorum komnir út úr innsiglingunni var sett á fulla ferð og svo var siglt í hringi og teknar allskyns slaufur samkvæmt fyrirskipun DNV og gekk það glimrandi vel.
Voru allir hlutaðeigandi mjög ánægðir með hvernig skipið stýrði og kom mönnum nokkuð á óvart hvað hún náði þröngum hring ;