Færslur

Sýnir færslur frá maí 6, 2007
Mynd
..::Þetta er ekki Selur::.. Það er búið að vera tómt bras hjá okkur með þennan blessaða fraktara, og ég held barasta að vélstjórarnir á þessu Guðsvolaða fleyi hafi fundið réttindapappírana sína með morgunkorni, veslings mennirnir eru algjörlega ósjálfbjarga. Klukkan fjögur í gærdag fór hjá þeim tengi milli rafmagnsmótor og vökvadælu, þar með voru bómuspilin á einni lúku stopp, við gátum bara landað á einni lúku sem hægir á okkur um helming í löndunarhraða. Alltaf þegar spurt var hvort þetta væri ekki að komast í lag þá var svarið 2-3klst í viðbót, um ellefu í gærkvöldi var svo þolinmæði okkar þrotin og Halli vélstjóri fór yfir ásamt tveim vélstjórum frá okkur. Þegar þeir komu yfir kom í ljós að skáeygðu vélstjórarnir á fraktdósinni vissu ekkert hvað var að, það tók okkar menn augnablik að sjá að tengi var brotið, auðvitað var ekki til varatengi í fraktaranum. Við áttum aftur á móti tengi en það þurfti að renna til svo það passaði við dælukerfið þeirra. Einhvertímann seint í nótt var sv
Mynd
..::Skruppum á ströndina::.. Þá erum við enn og aftur komnir á leguna í Nouakchott að landa, komum hingað inn um tvöleitið síðastliðna nótt. Um sexleitið í gærmorgun byrjuðum við að vinna með Oríon og vorum að vinna við hann megnið af deginum. Fraktarinn sem átti að vera mættur hingað í gærmorgun sveik okkur og mætti ekki fyrr en sjö í morgun svo við héngum og biðum eftir honum í fjórtán tíma, en það er nokkuð algengt hérna að klukkan gangi örlítið hægar en annarstaðar í veröldinni. Í morgun var austan gola og sandmistur yfir svo skyggni var afar takmarkað, þessum sandmekki fylgdi óþægilega mikill hiti. Það er ríkjandi norðanátt hérna og mjög sjalgæft að það séu aðrar áttir, austanátt er eiginlega sú sísta því þá kemur sanddrullan og hitinn beint ú Sahara. Í dag var svo kompanískipið Heineste mættur og múraði á hina hliðina á fraktaranum svo nú erum við með fraktdósina á milli okkar. Seinnipartinn í dag skruppum við Gummi svo á léttbátnum til hafnar að sækja pappíra og senda einn máran