
..::Þetta er ekki Selur::.. Það er búið að vera tómt bras hjá okkur með þennan blessaða fraktara, og ég held barasta að vélstjórarnir á þessu Guðsvolaða fleyi hafi fundið réttindapappírana sína með morgunkorni, veslings mennirnir eru algjörlega ósjálfbjarga. Klukkan fjögur í gærdag fór hjá þeim tengi milli rafmagnsmótor og vökvadælu, þar með voru bómuspilin á einni lúku stopp, við gátum bara landað á einni lúku sem hægir á okkur um helming í löndunarhraða. Alltaf þegar spurt var hvort þetta væri ekki að komast í lag þá var svarið 2-3klst í viðbót, um ellefu í gærkvöldi var svo þolinmæði okkar þrotin og Halli vélstjóri fór yfir ásamt tveim vélstjórum frá okkur. Þegar þeir komu yfir kom í ljós að skáeygðu vélstjórarnir á fraktdósinni vissu ekkert hvað var að, það tók okkar menn augnablik að sjá að tengi var brotið, auðvitað var ekki til varatengi í fraktaranum. Við áttum aftur á móti tengi en það þurfti að renna til svo það passaði við dælukerfið þeirra. Einhvertímann seint í nótt var sv...