..::Stiklað á stóru::.. Ég ætla að byrja á því að óska öllum gleðilegs árs og þakka fyrir allt gamalt og gott í gegnum tíðina, vonandi heldur áfram að vera gaman hjá okkur öllum í framtíðinni. Við verðum bara að passa okkur á því að gleima ekki barninu í okkur og reina að sjá spaugilegu hlutina í lífinu, þeir eru allstaðar, við þurfum bara að veita þeim athygli:). Árið hjá mér hefur verið ágætt, ég byrjaði Janúar á 24m löngum Snuddupung frá Dalvík, en í Febrúar var ég svo komin til Afríku á 105m langan frystitogara, sem ég hef verið á síðan ;) með reglulegum hléum. Ég endurnýjaði mótorhjólið og fjárfest í nýju hjóli á árinu KTM EXC 525 og svo keyptum við feðgarnir okkur eitt lítið leikhjól Thumpstar 110. Guðný keypti handa okkur kerru svo við feðgarnir gætum tekið leikföngin okkar með í ferðalög, og nýttum við okkur það aðeins. Sólpallurinn kláraður að mestu, það rétt hafðist fyrir fiskidag ;), Kristbjörn trésmiður var mér innanhandar í því og reddaði því sem reddað var, annars hefði é
Færslur
Sýnir færslur frá 2006
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Fer þessu ekki að ljúka??::.. Bíddu nú við er ekki árið 2006 ?? nei ég bara hélt að hengingar hefðu aflagst einhvertímann fyrr á öldinni, en ég hef greinilega haft rangt fyrir mér þar. Já þeir hengdu Saddam síðastliðna nótt og þetta var sýnt í sjónvarpi út um allan heim, sem mér finnst frekar ógeðfellt. Ekki skilja þetta svo að ég telji Saddam einhvern engil, langt frá því, en mér fannst hann samt sleppa vel frá þessu, það hefði frekar átt að láta hann kveljast í fangelsi þangað til hann dræpist úr elli. Svo er það líka spurning hvort það hefði ekki átt að hengja einhverja fleiri fyrst það þurfti nú endilega að fara þessa leið, mér er nefnilega sagt að það sé mun meiri eymd í Írak núna en nokkru sinni fyrr, og einhverstaðar hef ég heyrt tölur um 5-600.000 óbreyttir borgarar í Írak séu fallnir í þessum stríðsleik fjölþjóðahersins. Ég held að þetta séu tölur sem maður skilur ekki og nær engan vegin að átta sig á umfanginu, þetta er eins og það væri búið að slátra allri Íslensku þjóð
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Ekkert helv... væl!::.. Þetta er nú búin að vera meiri dagurinn, einn af þessum sem manni langar helst til að gleyma hehe, en það góða við hann er það að hann er að verða búin og kemur aldrei aftur, já þetta var ekki minn dagur, ég verða að segja eins og Jóhanna “minn dagur mun koma!”. Já ég veit ekki alveg hvað skal segja um þessa úthlutun af degi, almættið hlýtur að hafa gert einhver mistök í þessari úthlutun, ég get ekki ímyndað mér annað en þessi dagur hafi verið ætlaður einhverjum misyndismanni eða einhverju þaðan af verra, hann hefur bara lent hjá mér fyrir mistök. Annars veit ég ekki hvað maður er að væla, það eru sjálfsagt margir sem hafa átt mun verri dag en ég og eru ekki hágrenjandi yfir því hehe, maður þarf ekki annað en að fara hérna í land þar sem veslings fólkið hírist í einhverjum bárujárnsskriflum fullum af skít og drullu, ekki er það allt hágrenjandi. Það virðast vera sátt og er ekkert að væla, brosir bara :). Já það er ótrúlegt að sjá hvað mikið af þessu fólki vi
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Tveir í viðbót::.. Þá er lífið um borð að komast í fastar skorður aftur eftir Jólalöndunina, en við byrjuðum að hjakka í þessu aftur eftir miðnættið. Það er búið að vera frekar kalt á okkur í dag miðað við undanfarna daga, svo nístingskalt í kvöld að ég bað vélstjórann að slökkva á loftkælingunni hehe, en sjálfsagt hefur nú útihitinn verið 23-25°C í dag svo þarf ekki að kvarta yfir kulda úti. Það hefur aðeins fjölgað hérna hjá okkur í Máritaníu en það bættust við tvö skip fyrirtækinu okkar í fyrradag, svo að nú eru komnir einhverjir til að spjalla við ;) þótt það muni nú ekki miklu ;), ekki eftir að við fengum nýja fína símann :). Að öðru leiti er ekki mikið um þennan dag að segja, hann bara leið og kemur aldrei aftur, farinn................. Þá verður þetta ekki lengra núna, er einhvern vegin í engu stuði til að skrifa. Vona að heilladísirnar líti við hjá ykkur og uppfylli óskir ykkar um lífið og framtíðina.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Hvað get ég sagt?::.. Jæja þá er komið að því að hripa einhverjar línur niður um atburði dagsins og eitthvað sem mér er ofarlega í huga þessa stundina. Síðastliðna nótt kláruðum við fyrri fraktdolluna og í framhaldinu reyrðum við okkur utan á aðra fraktdós sem á að taka restina úr okkur, vonandi líkur því verki seint í kvöld eða nótt, sú dolla er að svipaðri stærð og sú fyrri. Sú seinni er orðin eitthvað knöpp á mat og skilst mér að við verðum að leysa úr sárustu hungurverkjum þeirra með einhverri mataraðstoð, en hvað gerir maður ekki á jólum. Annars hefur dagurinn verið með rólegra móti, náttúrulega sama blíðan og verið hefur, ég kíkti á netið seinnipartinn og fann hitamæli í Nouakchott, hann sagði 30°C og sá ég enga ástæðu til að efast um það. Svo tók ég mér dágóða stund í að klára bókina sem Guðný gaf mér í jólagjöf, en hún heitir frumskógar stúlkan og er skrifuð af Sabine Kuegler, þetta er skemmtileg bók og opnar fyrir manni nýja sýn á ýmsum sviðum, gef henni fimm STJÖDDNUR :
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Annar í Jólum::... Þetta er búin að vera ágætur dagur eins og þeir flestir ;), löndunin hefur gengið þokkalega í dag og veðrið hefur leikið við hvurn sinn fingur, logn og mistur svo að sólin hefur ekki bakað okkur þennan daginn, samt hefur verið heitt en ekki óþægilega eins og oft er þegar sú gula gapir yfir okkur. Ég ætlaði að taka daginn rólega og nota tíman til að glugga í eitthvað af bókunum sem ég fékk í jólagjöf, en eitthvað skolaðist það til í forgangsröð verkefna dagsins því klukkan var orðin átta áður en ég vissi af og ég ekki farin að líta í bók ;), en það gerði svo sem ekki mikið til því ýmislegt annað var bardúsað, ég gerði td tilraun með að setja inn videoclip á myndasíðuna, það gekk fyrir rest en einhverra hluta vegna urðu þau allt öðruvísi en þau voru í tölvunni hjá mér áður en ég hlóð þeim niður á netið, en ég þarf eitthvað að spá betur í því í hverju það liggur. Ég setti tónlist undir á öðru vídeoinu en var ekki með hátalara í tölvunni svo að ég gerði mér ekki grei
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Jóladagur::.. Kúrði fram til 11 í morgun en þá fór ég á stjá, Reynir var búin að vera á fullu við að sjóða Hangikjötið. Ég tók snöggan skoðunarrúnt um skútuna og kíkti svo í eldhúsið þar sem Halli vélstjóri stóð sveittur og skrældi kartöflur, Reynir var svo mættur og bættist í hóp skrælingjanna, ég reyndi að vera mannalegur og hrærði aðeins í uppstúfnum. Nú klukkan 12 settumst við að jólaborðinu og borðuðum dýrindis Hangikjöt með uppstúf soðnum kartöflum og Ora grænum baunum, Halli blandaði Malt og Appelsín svo þetta var allt hið jólalegasta. Eftir matinn var svo tekin smá slökun og etið aðeins af konfekti, sjálfsagt verður maður orðin eins og loftbelgur útlits eftir þessi jól :). Annars leið dagurinn að mestu í ró og spekt, en mér leiddist samt og reyndi að finna mér eitthvað að gera, ég reyndi að hringja í ættingja mína austur á Eskifirði en það vildi engin af þeim tala við mig :(, ég náði samt í einn Eskfirðing og það bjargaði því sem bjargað var. Við Halli gerðum ítrekaðar tilr
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Aðfangadagur::.. Ekki get ég nú sagt að þessi aðfangadagur hafi verið mjög Jólalegur, en samt verður hann örugglega mér minnistæður. Jólasveinninn missti sig í nótt og dældi á mig sælgæti í ókristilegu magni, förum ekki nánar út í þá sálma ;). Í morgun vorum við staddir utan við Nouakchott höfuðborg Máritaníu þar sem við biðum eftir löndun, því fylgdu ýmsar útréttingar í síma og talstöð eins og lög gera ráð fyrir, en nóg um það. Klukkan 1500 byrjum við svo að leggjast utan á fraktskipið og á sama tíma semdum við vinnslustjórann frá okkur á léttbát til að sækja 3 menn í land, ekki vildi betur til en að léttbáturinn rétt komst 200m frá okkur og þá stoppaði vélin í honum, ekki var neitt annað í stöðunni en að klára fraktarann og huga að björgun fyrir strákana okkar í léttbátnum. Það var blíðuveður og ég hafði ekki miklar áhyggjur af strákunum þótt vissulega væri ekki spennandi að vita af þeim þarna bjarglausum á reki, en þeir voru í talstöðvarsambandi við okkur og með GPS staðsetninga
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Gleðileg Jól ;);)::.. Þá er Þorláksmessan fokin burt og þessi kemur aldrei aftur, ég saknaði Skötuveislunnar hjá Gunna og Dísu í dag. Við ætluðum að gera okkur dagamun í hádeginu í dag og hafa saltfisk, svo við tókum hann úr frosti í gærkvöldi og útvötnuðum fyrir daginn´í dag, það var sérstaklega rætt við kokkinn um að sjóða fyrir okkur saltfiskinn og kartöflur, auðvitað var þetta NO PROBLEM og ekki málið að hafa þetta klárt í hádeginu. Eitthvað hefur samt tungumálakunnáttan vafist fyrir honum því að í hádeginu var engin saltfiskur :(, en kokkurinn bugtaði sig allan og beygði og lofaði að hafa þetta klukkan sex í kvöld, menn voru misjafnlega sáttir við það því þá yrði einn af okkur mörlöndunum í koju, en svona var þetta bara og ekkert meira um það að segja. Klukkan sex var svo þessi dýrindis saltfiskur mættur á matarborðið með rjúkandi jarðeplum, það var að vísu hætt að rjúka úr veislunni þegar ég mætti 20mín of seint í veisluna og mínir menn búnir að éta og farnir, ég klóraði skra
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Stúfur::.. Tíminn tætir alveg áfram og það eru bara að detta á jól, það er nú meiri hraðinn á þessu núna, en góðu punktarnir í því að tíminn líði svona hratt er náttúrulega það að maður verður komin heim fyrr en varir ;). Sveinki kom í nótt og færði mér Toblerone og skrifaði mér bréf sem ég hef ákveðið að hafa ekki eftir því ég geri ráð fyrir að þetta sé lesið af viðkvæmum sálum hehe, en karlanginn var eitthvað pirraður yfir vettlingamissinum, “grumpy old” man hefði það einhverstaðar verið orðað. En hann ætti að geta tekið gleði sína aftur í nótt því að ég set vettlinginn í sokkinn og þá kemst hann varla hjá því að finna hann. Annars er svo sem ekki mikið í fréttum annað en að veiðunum hérna svipar örlítið til Tómatsósu hellingum, fyrst kemur ekkert og svo kemur allt!, förum ekki nánar út í það ;). Það er náttúrulega alltaf sama góða veðrið hérna, en það fer um mann hrollur þegar maður heyrir hvernig veðrið hefur verið heima á Íslandi undanfarið. Það er nú alltaf verið að punda á r
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Meija meija::.. Nú segir maður bara eins og litli frændi “meija meija” en ég er samt efins um að það virki, og satt best að segja þá er ég farin að stórefast um að Sveinki sé alsgáður á þessu heimshorna flakki sínu, þetta reddast kannski hjá honum í kvöld hérna í Afríku í hitanum , en hræddur er ég um að honum verði kalt á krumlunni á nyrsta parti hnattkúlunnar. Af eigin reynslu þá veit ég að það er skammgóður vermir að pissa á hendurnar á sér, þótt í minningunni hafi það verði gott meðan á því stóð ;), svo ég mæli frekar með að hann setji frekar höndina á einhvern heitan stað á Rúdolf . Karl greyið var eitthvað utan við sig þegar hann kom við hjá mér í nótt því hann gleymdi vettlingnum sínum, en sem betur er gleymdi hann ekki að gefa mér í skóinn. Að öðru leiti er ekki mikið að frétta, við færðum okkur sunnar í dag og er dagurinn búin að vera í lagi þótt ég hafi átt betri daga, en þetta hlýtur að vera allt framundan :). Látum þetta nægja í dag, vona að Guðs englar og hjálparsveina
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Ég vildi::.. Ég vildi að alla daga væru jól, var einhverstaðar sungið, en ég held að ég geti nú ekki verið sammála því, alla vega ekki þessi jól. En ekki get ég sagt að það sé margt sem minnir á jólin hérna annað en jólasokkurinn fíni og svo jólapakkarnir mínir niðri í klefa. Við félagarnir erum ekki búnir að ákveða hvað við ætlum að borða á aðfangadagskvöld, en mig grunar að það verði Önd hjá okkur, annars spurði ég einn af mínum mönnum í fyrradag hvernig hann héldi að aðfangadagurinn yrði? Svarið var stutt og laggot “Bara eins og dagurinn í dag!”. En hvað sem því öllu líður þá fer ekki illa um okkur hérna, eins og sjá má á myndinni þar sem þeir félagar morra yfir fréttunum í sófunum. Eitthvað er Sveinki skárri í bakinu, því það voru tveir molar í sokknum í morgun, en spennan eykst og eykst, og það styttist óðfluga í aðfangadaginn sem ég held að karlræfillinn sé búin að vera spara sig fyrir. Og þá er þetta komið í dag, bið heilladísina að strá yfir ykkur ráðlögðum dagskammti af gl
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Annar í útvarpi::.. Í dag var annar í útvarpi en þá lauk vélastjórinn við að tengja nýju fínu hátalarana inn á útvarpið, svo sat öll Íslendingahjörðin í sófanum á svipinn eins og garðrollur blindaðar í bílljósum og hlustuðum á fjögurfréttirnar á rás2, það eina sem skyggði á gleðina var þetta hörmulega slys á strandstaðnum sunnan við Sandgerði, en svona er lífið og það eina sem hægt er að ganga öruggur út frá í því er það að einn daginn þá kveður maður þetta tilverusvið og flytur yfir á það næsta. Annars hefur þessi dagurinn liðið án mikilla kvala hehe, og ekki hefur veltingurinn eða brælan verið að angra mann þennan daginn, en það er búið að vera eins og besta sumarveður hérna í allan dag, spegilslétt og fegursta veður, og ekki þarf að kvarta yfir því að maður sé einskipa hérna því það hefur verið mjög mikið af skipum og bátum á slóðinni í dag, þetta er eins og mý á mykjuskán eða þannig. Jólanissinn var ekkert betri í bakinu síðustu nótt, en hann burðaðist samt með einn tyggjópakka
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Radio gaga::.. Það er alltaf verið að búa sér í haginn á þessu og ávallt nóg að gera, í dag var veslings vinnslustjórinn minn settur í það að koma upp aukahátölurum svo að betra væri að hlusta á útvarpið í sófasettinu í brúnni, þetta kostaði þvílíkt rifrildi en sem betur fer er Reynir líka lærður timburmaður svo hann var ekki lengi að rykkja þessu niður, saga göt fyrir hátalarana og smella þessu svo öllu saman. Halli vélstjóri var svo fengin í tengingar og lagnir ásamt rafvirkjanum, það var mesta furða hvað þetta gekk hratt fyrir sig, en það verður að játa að rafvirkinn kom lítið nálægt verkinu. Ég fékk svo aðeins að taka í lóðboltann því ég varð að komast aðeins með fingurna í þetta, það er jú bara Hólmarinn í mér “Hver hefur sinn djöful að draga!” hehe eða þannig :). Á myndinni er Reynir vinnslustjóri/timburmaður/mublusmiður að reka síðustu naglana í hátalaraverkið ógurlega :). Það voru ekki þungar byrgðar á Bjúgnasleiki þegar hann færði mér í sokkinn síðastliðna nótt, ekki það
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Jóla hvað::.. Ekki sveik Jólasveinninn mig þennan daginn svo að ég hef örugglega verið með eindæmum þægur ;), og Sveinki er greinilega ekkert tengdur Latabæjar genginu því hann splæsti á mig Prins Póló, ætli maður hefði ekki fengið gulrót frá íþróttaálfinum? Annars er þetta allt við það sama hérna á slóðum frumbyggjanna, það var suðaustan golukaldi í morgun og fram eftir degi en svo lagðist hann í logn með kvöldinu, það er nokkuð algengt hérna að það lygni með kvöldinu, ætli það sé ekki bara þannig víðast hvar í veröldinni þar sem land liggur að sjó. Eitthvað þarf maður svo að endurskoða það hvernig maður kemur spakmælum frá sér, en mér vafðist tunga um hönd í gær þegar ég sagði við vinnslustjórann minn, maður ríður ekki feitum gölt eftir þennan daginn! Hann horfði á mig stóreygður og sagði svo, á maður ekki að segja, maður flær ekki feitan gölt? What ever þá kom þetta svona frá mér og ekkert við því að gera, maður er bara ekki betur að sér í spakmælunum, og læt ég þetta vera punkt
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Í skóinn(sokkinn)::.. Lukkulegur var ég í gær þegar ég fann þennan líka fína jólasokk niðri í klefa, ég var fljótur að drusla honum upp í brú og hengja hann upp í glugga í þeirri von að Jólasveinninn liti við hérna í nótt, og viti menn í morgun var komið bréf í sokkinn ásamt tannbursta tannkremi og súkkulaði. En bréfið hljóðaði svona: Halló minn kæri sokkaeigandi. Það var nú meira puðið að komast hingað í þessum ansans álbát, ekki beint fyrir gamla Jólasveina, en það tókst!! En ég verð að segja að mér kvíðir fyrir þessum dögum fram að jólum. (Gætirðu nokkuð kannski bara hætt við hann, þ.e.a.s árans sokkinn?) Þar sem reikna ekki með að þú verðir við þeirri bón þá verðum við að undirbúa það sem koma skal með þessari fyrstu sendingu, reikna með að þær næstu verði heldur sætari. Bestu kveðjur Jólasveinki Já það væsir ekki um mann hérna, meira að segja Jólasveinninn gleymdi mér ekki, nú verður maður sennilega vaknaður klukkan sex í fyrramálið til að kíkja í sokkinn hehe. En að öðru máli
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Blíða::.. Það er búin að vera bongóblíða á okkur í allan dag og hafflöturinn spegilsléttur, ekki svo galið að damla hér um á sléttum sjó í 25°C hita, það voru oft erfiðir túrar hjá manni heima á Íslandsmiðum í desember hérna áður, stanslausar brælur veltingur og kuldi, en maður þekkti ekkert annað og gerði sig ánægðan með það. Undanfarið ár hefur maður augum litið ýmsar fisktegundir sem ég hafði aldrei áður séð og átti ekki von á að sjá “nokkurn tímann!” á meðfylgjandi mynd eru smá gullfiskar sem ég fann úti á dekki í dag þegar við innbyrtum trollið, mér fannst þeir þvílíkt krúttlegu svo ég ákvað að festa þá á filmu. Og þá verður þetta ekki lengra í dag, bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Skeytingarleysi::.. Ég átti bágt með að trúa því hvað fólk er orðið ómerkilega skeytingarlaust. En þannig er að dóttir mín lenti í því að keyra á kött um daginn, greyið lá alblóðugur og illa lemstraður í götunni og hún gat lítið gert annað en að hringja í lögguna, löggan spurði hvort kisi væri merktur?, fyrst hann var ekki merktur þá væri þetta bara útigangköttur og hún skyldi bara láta hann liggja því þeir gerðu ekkert í þessu. Þetta þykir mér alveg með ólíkindum að hún skyldi fá þessi svör. Hún reyndi svo að hringja á nokkra aðra staði en engin var tilbúin að hjálpa henni neitt fyrst kötturinn var ekki merktur, henni var annaðhvort bent á að skilja hann eftir eða snúa hann úr hálsliðnum, maður segir bara eins og Ragnar Reykkás ma ma ma bara skilur þetta ekki. Ég velti því fyrir mér hvað hefði gerst ef þetta hefði nú ekki verið köttur heldur maður, hefði þá löggan spurt, er hann merktur eða með skilríki? Ef hann væri ekki með nein skilríki nú þá væri þetta þá bara útigangsmaður se
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Tjah ha humm::.. Jæja þá er maður loksins komin um borð, og var ég frekar þrekaður eftir ferðalagið þegar ég var komin um borð, en það er bara þannig sem það er og ekkert við því að gera anað en að hvíla sig vel í nótt ;). Annars er ekki mikið að frétta héðan annað en að það er mikill munur að komast á netið og svo náttúrulega er símkerfið alveg dillandi. Læt þetta nægja núna.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Hvítt bómullarteppi::.. Í morgun þegar við vöknuðum var hvítt snjóteppi yfir öllu, þetta var eins og bómullarteppi og ofsalega fallegt hvernig snjórinn sat í trjánum. Ég brá myndavélinni á loft og smellt af nokkrum myndum sem nú eru komnar á myndasíðuna. Það var náttúrulega farið í heilun í Bjarmann (www.bjarminn.is) í morgun, það var frekar fátt hjá okkur í morgun enda sjálfsagt nóg að gera hjá flestum svona rétt fyrir jólin. Annars er ekki mikið að segja ég er að mana mig upp í að byrja að taka mig til en það gengur ekki vel, ég nenni engan vegin að fara að troða í töskurnar :(. Bið allar góðar vættir að vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð niðurkomin.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Jólalegt::.. Það er orðið frekar jólalegt hérna á víkinni og gráhvít snjóslæða yfir öllu, víða er búið að skreyta og bærinn er að komast í jólabúninginn. Það er ekki hægt að segja annað en að það nagi mann aðeins í hrygginn að þurfa að kveðja svona korteri fyrir jól og halda suður á bóginn, maður er í engum takt við farfuglana því þeir eru löngu farnir hehe, en svona er þetta bara og ekkert við því að gera. Nú er búið að setja upp nýtt internetkerfi um borð hjá okkur svo við getum betur fylgst með því hvað er að gerast í veröldinni, ásamt því að geta hlustað á útvarpið yfir netið. Einnig er síminn tekin yfir netið og kostar það mig það sama að hringja héðan og um borð og innanlands, ásamt því að talgæðin eru eins og best verður á kosið. Við erum með íslenskt númer, svo það ætti ekki að vera mjög erfitt að vera í sambandi við sína símleiðis :). Nú svo er líka hægt að nýta sér Skype sem er náttúrulega frítt símkerfi. Í dag er svo fyrirhuguð fjölskylduferð til Akureyrar það sem lokah
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Jólatúrinn framundan::.. Jæja nú styttist hratt í að ég fari aftur á hafið, en núna á sunnudaginn flýg ég væntanlega suður ef veður leifir og svo út til Las Palmas á mánudagsmorgun. Já fríið er að verða búið og komið að þessum leiðindapunkti að þurfa að fara aftur, en maður verður bara að leita uppi ljósu punktana og hugsa jákvætt :), það verður þá bara styttra þangað til maður kemur heim næst. Ég hef aðeins verið að uppfæra hjá mér síðuna enda ekki vanþörf á, kóðinn var allur komin í döðlur og allt í steik :), ég er með hugmyndir um að fara að Blogga eitthvað aftur og áhvað að láta bloggið opnast inni í síðunni minni, hvað sem ykkur kann að finnast um það verðið þið bara að setja á kommentin hehe, ég hef svo sem ekki miklar áhyggjur af því því það nennir yfirleitt engin að kommenta. Undanfarið hef ég líka eitt smá tíma í að koma Bjarma síðunni aðeins á lappirnar en það verður svo bara að koma í ljós hvernig það verður, en þið getið sjálf dæmt um það á www.bjarminn.is. Hafið það sv
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Danmörk forud::.. Jæja þá er komið að því að ég heilsi upp á litlu hafmeyjuna, en við erum á leið til Kaupmannahafnar þar sem eyða á 5dögum í vellystingum hehe, annars er ég spenntari fyrir tívolíinu en litlu hafmeyjunni. Ég hef bara komið einu sinni til Køben en það var bara á flugvöllinn :(. Við verðum svo bara að vona að Danskurinn hafi verið duglegri að læra Enskuna en ég Dönskuna forðum, svona just for clear communication :). Við feðgar tókum smá hjólasprett á sandium í kvöld, þar voru rörin snúin til fulls, Rúnar mætti svo á Dakarnum og sóthreinsaði hann hehe. Planið er þannig að við keyrum suður á morgun miðvikudag og fljúgum út á fimmtudagsmorgun, áætluð heimkoma verður svo að kvöldi 22. Jams that´s it for to now :). Bið alla góða vætti að vaka yfir ykkur meðan við verðum í úttlandinu.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Fiskidagshelgi::.. Súpukvöldið og fiskidagurinn voru hreint frábær og var stemmingin í bænum alveg meiriháttar. Við röltum um bæinn á föstudagskvöldið og fengum okkur súpu, ekki var annað að sjá en að allir væru himinlifandi með þetta framtak Dalvíkinga. Við vorum ekki með súpu í þetta skiptið, það villtist samt einn súpuþurfi upp á pallinn hjá mér í von um súpu, þar sem ég var ekki með súpu þá leisti ég málið með því að færa viðkomandi eitt bréf af bollasúpu ;), á fiskideginum hitti ég svo viðkomandi aftur sem sagði mér að bollasúpan hefði komið sér vel, hún var nýtt sem morgunmatur á fiskideginum. Nú fiskideginum eyddum við svo í að væflast um hátíðarsvæðið, þar rakst maður á ýmsa sem maður hefur ekki séð lengi. Annars fór þetta allt vel fram og ekki annað að heyra en að flestir væru ánægðir. Í gærkvöldi grillaði svo frúin grillpinna, eftir grillið sátum við svo á pallinum fram eftir kvöldi við ostaát og rauðvínsdrykkju, góðum degi var svo lokað með hreynt frábærri flugeldasýning
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..:Fiskidagurinn:.. Jæja þá er fiskidagurinn að koma og allt á fullu á víkinni, við vorum engir eftirbátar annarra í því og settum allt á fullt í að græja pallinn fyrir fiskidag, það hafðist að klæða innrabyrgðið á veggjunum svo að það er allt klárt frá okkar hálfu. Setti inn nokkrar myndar af framkvæmdunum.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Í gær laugardag, renndi ég svo á hjólinu inn á Akureyri þar sem græjan var fyllt af bensíni g stefnan sett inn á hálendið. Ég fór langleiðina inn í Laugarfell en þar sem mér leist illa á að bensínbyrgðirnar myndu endast til baka þá snéri ég við í tíma, á bakaleiðinni stoppaði ég í Vín, Guðný var nýbúin að keyra guttanum í bæinn og renndi inn í Vín þar sem við drukkum saman kaffi og borðuðum þessa líka fínu súkkulaðitertuna með ís nammi namm. Eftir kaffið hélt ég svo áfram út á Akureyri, þar þurfti ég að tanka aftur enda var ég komin á varatank, ég pumpaði 11L á hjólið svo ekki var nú mikið eftir, og samkvæmt mælingu þá hafði ég farið með 6,38L á 100km, en það verður að viðurkennast að þetta var ekkert sérlega hugsað sem sparakstur. Ég var svo komin heim rúmlega 6 í gærkvöldi, en síðustu km voru frekar erfiðir því sætið á hjólinu er ekki beint í líkingu við LazyBoy sófa og það þreytir mann í afturendanum á lengri keyrslum, svona fyrstu túra sumarsins. Kvöldinu eyddum við svo að mestu í
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Verslunarmannahelgi.)::.. Hún hefur verið með öllu rólegra móti hjá okkur þessi verslunarmannahelgi, ekkert djamm eða chill hehe, kannski að maður sé að verða gamall??. Nutum góða veðursins heima við á föstudaginn og notaði ég tímann til að klippa runnana, svo fórum við feðgar aðeins á Thumpinn. Vinur Einars fékk aðeins að prufa og byrjaði á því að fara aftur fyrir sig ;), en hver hefur ekki prufað það?, Thumpinn var aðeins laskaður á eftir en við redduðum því í skúrnum á eftir. Ég fór svo upp allan dal á hjólkrílinu og hætti ekki fyrr en ég var komin langleiðina upp á Reykjaheiði, þetta er algjör snilld þetta hjól og alveg tilvalið á rollustíga og í að príla þar sem stærri hjól komast illa að. Ég lét svo loksins verða af því að skipta um tankinn á KTM og setti 12L tankinn á en sá sem fylgdi með hjólinu er 8L, þetta átti að gera græjuna betri í lengri túra en mér finnst þetta samt full lítil aukning :(.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Komin á klakann .).)::.. Komin heim á klakann, agalega gott að vera komin heim :). Verð allavega í fríi fram í byrjun sept kannski lengur. Er að fara í bústað suður í Svignaskarð og verðum við þar frá 28júlí til 4 ágúst. Læt þetta nægja í bili. Bið alla góða vætti að vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð niður komin :).
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Snjór snjór snjór!::.. quality=high bgcolor=#000000 WIDTH="320" HEIGHT="250" NAME="slideshow" ALIGN="" TYPE="application/x-shockwave-flash" PLUGINSPAGE="http://www.macromedia.com/go/getflashplayer"> Það þarf kannski ekki að orðlengja þetta meira en það er allt komið á kaf í snjó og ófærð í bænum í morgun, maður bara skilur þetta ekki, ekkert sumar enn. Og veslings litlu fuglarnir þeir eiga bágt þessa dagana, þeir þyrftu að eiga góða húfu núna, húfu eins og sumir eiga :):). That´s it for to now ;););)
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Framkvæmdafréttir::.. Það er nú eiginlega skammarlegt hvað ég hef verið latur við að uppfæra þetta blogg, en ég reyni að fela mig bak við það að ég hef verið svo mikið að stússast í öðru. Baðuppbyggingin er jú á góðri leið, kemur hægt og bítandi. Er ekki sagt að góðir hlutir gerist hægt, eða eru þetta kannski orð einhvers amlóðans sem notaði þetta til að breiða yfir aumingjaskapinn? Ekki get ég svarað því. En staðan er semsagt þannig að það er búið að klæða veggina setja upp klósettgrindina og leggja hitakerfið í gólfið, ég er líka búin að setja saman baðinnréttinguna sem bíður bísperrt eftir nýju og krefjandi starfi. En það skyggir örlítið á alla framkvæmdagleðina að fína baðkarið er ekki enn komið til landsins svo best ég viti, en vonandi kemur það með sumarskipinu. Núna bíð ég eftir píparanum til að tengja hitalögnina og handklæðaofninn áður en ég get lokað klæðningunni. Í framhaldinu ætti ég að geta gúmmíkvoðað veggina og lagt flísarnar á gólfið. Ekki reikna ég með að komast mi
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Betra er seint en aldrei::.. Tókum þetta líka fína vídeo í vetur á Hrísatjörninni, Gummi fór alveg á kostum á grænu hættunni á ísnum, Einar og Jói tóku þetta svo og klipptu til. Lengi stóð til að koma þessu á netið en vegna mikilla anna þá kom ég ´því ekki í verk fyrr en núna ;), en betra er seint en aldrei.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Bongóblíða á Dalvík í gær::.. Það er ekki mikið að frétta af baðmálinu ;), en það sígur í rétta átt, ég leigði mér stóra brotborvél í vikunni og boraði götin fyrir klósettið og lagnirnar ásamt því að ég fjarlægði allar gömlu lagnirnar. Sigmar frændi Guðnýjar kom seinnipartinn í gær og lagði fyrir rafmagninu á baðinu svo að það er orðið klárt ;);) Flísarnar komu að sunnan í vikunni en gólfflísarnar voru vitlausar svo þær þurfti að senda suður aftur og fá nýjar, en það skotgekk og voru réttar flísar komnar daginn eftir. Í gær var svo alveg frábært veður og notaði ég tækifærið til að steypa fyrir nýjum snúrustaur en gömlu snúrurnar komu ónýtar undan vetri svo að það þurfti að endurnýja þær. Í gærkvöldi grilluðum við svo og var nokkuð fjölmennt hjá okkur í grilli, Hjördís og Axel komu úr bænum Brynja, Bjarki, Rúnar, Tóta og Arnar. Í morgun setti ég svo snúrustaurinn upp og skrúfaði krónuna á :). Svo er gert ráð fyrir að fara í einhvern hjólatúr með Rúnari í dag því veðrið er ekki verra
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Byrjaður að taka baðið í gegn::.. Jæja þá er þeim langþráða tímapunkti náð að ég hafðist handa við að endurnýja baðaðstöðu fjölskyldunnar, það er gert með svipuðum þunga og annað sem við gerum og var baðið rétt fokhelt í lok dags :):). Svo er hérna eitthvað til umhugsunar sem ég fékk sent ;). Think about this one... Thursday, 4th of May at two minutes and three seconds after 1:00 AM in the morning, the time and date will be 01:02:03 04/05/06 This won't ever happen again in our lifetime... Bið Guðs engla aðð vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð niðurkomin.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Bara að láta vita að ég sé á lífi::.. Kom heim úr útlegðinni í byrjun Apríl og geri ráð fyrir að dvelja á klakanum fram að mánaðarmótum Maí/Júní. Hérna er svo mynd af mér og nýja hjólinu, er að tanka eldsneyti eftir velheppnaðan dullutúr með Rúnari á Lágheiðina. Eitthvað af myndum af því á myndasíðunni. Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur hvar sem þið eruð niðurkomin ;);).
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Hættur á Snuddunni::.. Jæja þá er komið að smá blogg skvettu, við fórum vestur í Skagafjörð á mánudagskvöld og byrjuðum að basla á þriðjudaginn, það gekk svona upp og ofan þó aðallega ofan, samt voeu þær aðgerðir sem við gerðum á voðinni til bóta en duga samt skammt því að mínu mati er þessi drusla sem fylgdi bátnum ekki til neins annars brúkleg en að vera endsneyti á áramótabrennu. Á þriðjudeginum fékk ég svo starfstilboð sem ég gat ekki hafnað, ég ákvað að taka miðvikudaginn á snuddunni og hætta svo. Miðvikudagurinn var svo svipaður öðrum dögum hjá okkur, það gaf lítið ekki bara hjá okkur heldur heilt yfir. Um kvöldið mætti svo nýr maður í minn stað og loksins loksins var nýja snuddan mætt, verst að fá ekki tækifæri til að sjá hana blotna hehe, ég keyrði svo heim, þurfti að vísu að bíða í tvær og hálfa klst í Ólafsfirði vegna lokunar í göngunum, en ég á enn góða vini í Ólafsfirði svo maður nýtti tímann og heimsótti þá. Í dag brunaði ég svo og skilaði bílaleigubílnum og nuddaði s
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Slakur út á kantinn í dag en vesturför í uppsiglingu::.. Frekar rólegur dagur hjá mér, sem fór aðallega í ekki neitt. Færeyskur vinur minn hringdi í mig frá Noregi og var að leita sér að vinnslustjóra og netamanni, ég fór í það að finna eitthvað út úr því, en veit ekki hvort það skilaði honum árangri en vonandi varð eitthvað úr þessu. Varðandi snuddupunginn þá var gert við spilið í dag og hringdi skipperinn kaldsveittur í kvöld og boðaði brottför á miðnætti, nú skal gera aðra tilraun við Skagafjörðinn, vonandi tekur þessi Nornaflói betur á móti okkur en síðast ;). Læt þetta nægja í bili :). Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur í því sem þið eruð að bardúsa...........
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Þrettán ár síðan::.. Í dag eru þrettán ár síðan drengurinn okkar kom í heiminn, mikið hrikalega fýkur tíminn áfram. Og ég eldist ekki neitt hehe, en kannski er bara einhver bilun í tímaforritinu í mér ;). Ég byrjaði daginn í Bjarmanum en eftir hádegið kíkti ég aðeins á Rúnar sem var að laga snjósleðana sína niður á verkstæði, maður komst aðeins í að skrúfa og smyrja sem náttúrulega reddaði deginum hehe. Í tilefni dagsins smellti betri helmingurinn á nokkrar tertur sem ég gúffaði í mig um miðjan daginn ásamt völdum fjölskyldumeðlimum. Í kvöld var afmælisbarnið með Pitzaveislu fyrir vini sína svo við hjónin forðuðum okkur út, við fórum til Brynju og horfðum á forval fyrir Eurovision. Ég segi nú bara Désöös hvað er eiginlega í gangi, það var bara eitt lag sem átti einhvern möguleika en það voru valin fjögur. Í símakosningu var valið lag eftir Ómar Ragnars sem hefði sómt sér ágætlega sem undirspil í Stikluþættinum með Gísla heitnum á Uppsölum en ekki í Eruovision, og ekki voru kynnarni
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Bilað::.. Frekar skrykkjóttur svefn í nótt, báturinn hamaðist svo í bryggjunni að manni varð ekki mjög svefnsamt, eftir morgunmatinn átti að fara í að laga það sem specialistinn hafði bent okkur á kvöldið áður, vélin var sett í gang og spilið á, ekki gekk það þó lengi því það sprakk eitthvað í öðru spilinu og glussaspýjan stóð úr mótornum, djö hvað er eiginlega í gangi???. Slepptum á Hofsós og renndum yfir á Sauðarkrók þar sem verkstæðismenn komu til að líta á mótorinn, þetta var eitthvað meira mál en reddað yrði á einum degi svo að það var ákveðið að fara heim til Dalvíkur og fara svo í þetta mál á mánudagsmorgun. Slepptum á króknum og héldum heim á leið, verkstæðiskarlarnir á króknum voru þó búnir að blinda lagnirnar svo að við gátum notað tromluna og unnið í dræsunni á leiðinni. Heimleiðin var tíðindalítil og vorum við komnir heim á Dalvík upp úr 22 á föstudagskvöld.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Vesturfararnir::.. Renndum af stað vestur í Skagafjörð rétt upp úr miðnættinu, segir svo ekki frekar af ferðum okkar fyrr en við köstum dræsunni vestan við Drangeyna á svipuðum slóðum og Grettir Ásmundarson synti svo frækilega um árið. Ja ekki hefði okkur nú veitt af hjálp frá Gretti heitnum því druslan byrjaði á að kengfestast í botni og vildi bara vera þar, á endanum hafðist hún þó upp og merkilegt nokk þá var hún heil :). Hva!! það þíðir ekki að láta svona smámuni slá sig út af laginu svo nú var reynt að kasta gagnstæða stefnu ef dræsan rynni eitthvað betur þá leiðina, en það var sama sagan allt kengfast, það var bara eins og Grettir sjálfur væri þarna niðri og héngi í tógunum. Á endanum urðum við að sleppa niður bb tóginu til að ná dræsunni lausri. Þegar þarna var komið ákvað kapteinninn að segja skilið við Drangeyjarsvæðið og reyna frekar vestur af Þórðarhöfða, fyrsta kast við höfðann virtist ætla að lukkast og vel gekk að draga dræsuna saman, en á hífingunni mættu okkur ný va
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Ferskar snuddufréttir ;)::.. Ekki fórum við vestur í dag, heldur gerðum við enn eina atlögu að Eyjafirðinum með döprum árangri, eftir þrjú búmm ákváðum við að hætta þann daginn og fara vestur um kvöldið. Ég notaði tækifærið og kíkti á mótorinn í hjólinu, ég þurfti að kippa kúplings hlífinni af til að komast að meininu, það kom strax í ljós að stopparinn fyrir startsveifina lá í botninum á mótornum og orsökin var tveir brotnir boltar, ekki stórt mál með þessa bolta eða stopparann, en það er þokkalega rifrildið að komast í þetta og það þarf að spaðrífa mótorinn til að komast að þessu, ég lokaði mótornum aftur og setti málið í salt.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Rólegt í snudduna::.. Fórum á sjó í gær og bleyttum aðeins í snuddunni, árangurinn var ekki mikill en við gerðum eina heiðarlega tilraun til að snúa norðurendanum á Hríseynni meira til vesturs, en þar sem þetta er bara bátkríli þá urðum við að láta í minni pokann og gefast upp :):). Í dag er svo skítviðri um allt norðurland og við erum bara heima við á meðan mesta hretið gengur yfir, ekki slæmt það. Ég skellti mér í heitapottin og gufuna í morgun á meðan frúin hamaðist í ræktini, svo kíkti ég aðeins á verkstæðið og tók kaffitímann með þeim áður en ég fór heim. Annars er ekki mikið að segja, ég á alveg eins von á að við hjökkum vestur í Skagafjörð í kvöld þegar mesti blásturinn verður búinn en ég hef ekkert staðfest í þeim efnum, það kemur í ljós í dag :). That´s it :)...........
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Fyrsti sleðatúrinn::.. Það er akkúrat ekkert að því að vera svona með annan fótinn í landi ;), Rúnar vinur minn hringdi í mig í morgun og spurði hvort ég vildi ekki koma með sér á snjósleða, minn var sko meira en til í það enda alltaf langað til að prufa svoleiðis græju :). Rúnar sótti mig svo heim og við fórum og náðum í sleðana og gerðum okkur klára, fyrst var svo farið upp á dal hérna beint fyrir ofan en það var frekar lítill snjór, mjög hart og mikill halli, við spændum samt langleiðina upp að kofa áður en stefnan var tekin út á Kalsárdal, þar var mun meiri snjór og nokkur slæðingur af sleðamönnum á ferð. Þetta var í einu orði frábært og ekkert smá gaman að keyra sleða, ég get rétt ímyndað mér hvernig þetta er í góðu veðri og góðu færi því þótt þetta hafi ekki verið bestu aðstæður í dag þá var þetta alveg geggjað. Eftir sleðatúrinn var maður leystur út með tertuveislu heima hjá Rúnari og Tótu en karlinn átti víst afmæli, en einhvernvegin hafði það farið framhjá mér hehe. Maður
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Hvað breyttist???::.. Það er svo sem ekki mikið að segja, maður nýtur þess bara að vera komin með annan fótinn í land, núna er helgarfrí hjá okkur á snuddupungnum en það var lítið hjá okkur í gær, bara ræfill eins o einhver hefði orðað það. En þetta er kannski ekki beint tíminn fyrir snudduna svo maður vonar að þetta fari batnandi þegar nær dregur vorinu, annars er búið að ákveða að fara yfir í Skagafjörð og vera þar í næstu viku, bara útlegð hehe. En það er víst skárri Ýsa þar og svo hefur verið meiri veiði þar svo við förum með brjóstið fullt af vonum ;). Það er ágætt að skanna ný svæði með gömlu druslunni sem vonandi verður slegin af í vikulok afleyst af nýrri Snuddu sem verður byrjað að setja upp fyrir okkur eftir helgina :). Vonandi fæst samt eitthvað í gamla draslið meðan við bíðum eftir þeirri nýju. Mér líkar þetta ágætlega og það er alltaf gaman að takast á við eitthvað nýtt og krefjandi, það er gaman að dudda í þessu inni á firði í slettum sjó þegar sólin kemur upp og fja
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Þar fann ég að það kom::.. Tveggja daga törn í blogginu hehe, en það var ekki mikið að segja þótt gærdaginn hafi vantað, í gær við fórum út klukkan átta og reyndum fyrir okkur á nýjum slóðum, það var full langt að heiman og fulllangt frá öllum fiski líka. Þessu fylgdi bullandi veltingur, rifin og slitin snurvoð í tvígang og sjóveikur kokkur :(, kokkurinn var svo veikur karlgreyið að hann hrökk í frígír um hádegi og komst ekki aftur í gírinn þann daginn. En það breytti ekki miklu því að það var ekki mikið að gera smá bætning annars ekkert. Ég var ekki langt frá sjóveikinni þótt ég hafi sloppið og ekki hefði mátt velta mikið meira svo að ég hefði farið að hvítna :). Við vorum komnir í land klukkan fimm í gær og þurftum ekkert að hafa fyrir því að landa, ákváðum að geima þessa ræfla og bæta þeim bara við morgundaginn. Í morgun fórum við svo út upp úr átta, það var búið að ákveða það í gær að ekki væri hollt að fara úr sjónlínu við heimabyggðina svo við vorum að snuddast milli Hríseyja
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Nánast skrifstofuvinnutími::.. Fórum út klukkan 0800 í morgun og vorum aðallega að snuddast austan við Hrísey, aflinn var frekar tregur en þetta var ágætis æfing, tókum fimm köst í dag svo að þetta er allt að koma hjá okkur hehe. Er ekki einhverstaðar sagt að sígandi lukka sé best? Ef svo er þá erum við vonandi á réttri leið í þessu. Það er fínt að snuddast á þessu meðan við getum verið hérna í firðinum og landað á Dalvík, hvað sem það svo endist, en er á meðan er. Ég var komin heim klukkan 1800 svona passlega til að sturta sig fyrir kvöldmatinn :). Annars er ekki mikið að frétta héðan. Vona að Guðs englar vaki yfir ykkur og geri lífið bærilegra......
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Generalprufa á pungnum::.. Fórum út í hádeginu í dag undir leiðsögn fyrrverandi eiganda sem var mættur til að kenna okkur á snudduna, fórum hérna rétt útfyrir og tókum tvö æfingarköst, það gekk ágætlega þótt aflaafraksturinn hafi ekki verið mikill, smá sýnishorn af ýsu og þorski, en það var ekki tilgangurinn að kaffiska í fyrsta róðri, enda þykir það víst fiskilegt að fá lítið fyrst, svo merkilegt sem sú speki er. Var komin heim klukkan 1800 svo að þetta var ekki erfitt þennan daginn. Á morgun byrjar svo slagurinn fyrir alvöru en þá á að rífa sig á stað fyrir allar aldir(0800) og þeysa á vit ýsunnar, verð vonandi komin heim fyrir kvöldmat hehe. Fleira verður það ekki í dag.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Hjólið bilað::.. Gærdagurinn fór allur í að gera snuddupunginn kláran á veiðar, það var svona sitt lítið af hverju sem þurfti að lappa upp á en það hafðist allt og var að mestu leiti orðið klárt um sexleitið í gærkvöldi. Í dag eru svo bara rólegheit og ætlaði ég að nota tækifærið og hjóla aðeins á hjarninu enda virtist vera besta færið sem ég hef komist í, í vetur. En svo virðist sem ég sé ekki fæddur í paradís, þegar ég var búin að setja bensín á hjólið og fór að reyna að sparka í gang þá gaf sig eitthvað í gangsetningarbúnaðinum, það fór þó í gang en það skrallaði svo mikið í þessu dóti að ég þorði ekki að taka sénsinn á að keyra hjólið svona. Það er kannski ekki undarlegt að eitthvað gefi sig í þessum mótor því hann er komin til ára sinna ;), en mesta svekkelsið var náttúrulega að þetta skyldi gerast núna en svona er þetta víst alltaf. Ég þarf eitthvað að reyna að finna út úr þessu en mér sýnist að þetta kalli á eitthvað rifrildi og kannski þarf að rífa mótorinn úr og senda hann
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Snuddupungurinn mættur til Dalvíkur::... Jæja þá er maður komin heim eftir ferðalagið vestur í Ólafsvík, en við vorum mættir þangað um miðjan dag á þriðjudag og slepptum klukkan níu um kvöldið, þá var byrjað að pjakka af stað heim til Dalvíkur. Báturinn kom mér á óvart, hann var hreinn og fínn, og vel umgenginn, vissulega er þetta mun minna en það sem maður hefur verið að hossast á undanfarin ár og fann maður vel fyrir því á leiðinni, ég var hálfsjóveikur í þessu horni í mesta skakstrinum :):). En þessu fylgja líka kostir, og þær ættu varla að drepa mann útiverurnar því gert er ráð fyrir dagróðrum, út á morgnanna og heim á kvöldin :). Við komum til Dalvíkur klukkan 03 síðastliðna nótt og þá labbaði maður heim að sofa. Við byrjuðum svo að græja bátinn í morgunn, það var ýmislegt dót sem fylgdi með sem þurfti í land, t.d netaborð netaspil kör og fl, þetta vorum við að dudda við í dag ásamt því sem að við breiddum úr snuddunum og fórum yfir þær. Það fylgdu tvær snuddur með og ja þær m
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Frestað vegna veðurs::.. Þær léku við mig heilladísirnar í dag þegar kapteinninn á snuddupungnum hringdi og sagðist ætla að fresta um sólarhring vegna veðurs. En það var ekkert að veðrinu hérna á víkinni og nánast vor í lofti þótt það sé byrjun jan, ég labbaði eina ferð á sandinn í góða veðrinu í morgun til hressingar og mörbræðslu. Eftir hádegið fór ég svo á hjólið en ég var búin að lofa svila mínum prufutúr og þótti ekkert leiðinlegt að þurfa að standa við það. Ég byrjaði á að fara á ísinn á Hrísatjörninni þar sem ég tók smáskrens, Gummi var mættur þangað á grænu þrumunni og fór á kostum á ísnum, ég tók þetta fína vídeoclip þar sem þruman snérist eins og skapparakringla á ísnum. Eftir smá iceracing var svo farið á sandinn þar sem Gummi fékk smá útrás og jú litli frændi líka. Eftir sandspyrnuna reyndi ég aðeins við hjarnið en það hafði greinilega ekki þolað góða veðrið og var full meyrt fyrir okkar smekk. Ég setti inn nokkrar myndir af atburðum dagsins ;);). Já þetta er meira og m
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Og þá er tvöþúsundogfimm farið::.. Jamm farið og kemur aldrei aftur, þarf ekki að velta sér meira upp úr því, það var samt að mörgu leiti ágætisár en ég vona samt að Guð gefi okkur betra ár í ár ;). Á þessum tímamótum þakka ég fjölskyldu vinum og kunningjum fyrir allt gamalt og gott og vona að Guð færi okkur öllum gæfu og gott gengi á hinu nýbyrjaða ári. Á morgun ætla ég svo að leggja land undir fót og skreppa vestur á Snæfellsnes og sækja pínulítinn snurvoðarbát sem er að koma hingað til Dallas, hvort ég verð eitthvað meira þar en þessa siglingu norður verður svo tíminn að leiða í ljós. En þetta er sem sagt staðan í augnablikinu. Bið alla góða vætti að vaka yfir ykkur....... PS: Mokaði inn nokkrum myndum af gamlárs á myndasíðuna................