..::Og þá er tvöþúsundogfimm farið::..
Jamm farið og kemur aldrei aftur, þarf ekki að velta sér meira upp úr því, það var samt að mörgu leiti ágætisár en ég vona samt að Guð gefi okkur betra ár í ár ;).
Á þessum tímamótum þakka ég fjölskyldu vinum og kunningjum fyrir allt gamalt og gott og vona að Guð færi okkur öllum gæfu og gott gengi á hinu nýbyrjaða ári.

Á morgun ætla ég svo að leggja land undir fót og skreppa vestur á Snæfellsnes og sækja pínulítinn snurvoðarbát sem er að koma hingað til Dallas, hvort ég verð eitthvað meira þar en þessa siglingu norður verður svo tíminn að leiða í ljós.

En þetta er sem sagt staðan í augnablikinu.

Bið alla góða vætti að vaka yfir ykkur.......

PS: Mokaði inn nokkrum myndum af gamlárs á myndasíðuna................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi