..::Snuddupungurinn mættur til Dalvíkur::...
Jæja þá er maður komin heim eftir ferðalagið vestur í Ólafsvík, en við vorum mættir þangað um miðjan dag á þriðjudag og slepptum klukkan níu um kvöldið, þá var byrjað að pjakka af stað heim til Dalvíkur. Báturinn kom mér á óvart, hann var hreinn og fínn, og vel umgenginn, vissulega er þetta mun minna en það sem maður hefur verið að hossast á undanfarin ár og fann maður vel fyrir því á leiðinni, ég var hálfsjóveikur í þessu horni í mesta skakstrinum :):). En þessu fylgja líka kostir, og þær ættu varla að drepa mann útiverurnar því gert er ráð fyrir dagróðrum, út á morgnanna og heim á kvöldin :).
Við komum til Dalvíkur klukkan 03 síðastliðna nótt og þá labbaði maður heim að sofa.
Við byrjuðum svo að græja bátinn í morgunn, það var ýmislegt dót sem fylgdi með sem þurfti í land, t.d netaborð netaspil kör og fl, þetta vorum við að dudda við í dag ásamt því sem að við breiddum úr snuddunum og fórum yfir þær.
Það fylgdu tvær snuddur með og ja þær muna báðar sinn fífil fegurri ef það á að orða þetta einhvernvegin hehe en kannski eru þær fínar fyrir okkur til að æfa okkur á, ekki mikill skaði þótt það komi einhver spretta á þær.
Á morgun ætlum við svo að halda áfram að græja þetta eitthvað en það er sitt lítið sem þarf að gera áður en við ráðumst á ýsustofninn hérna fyrir norðan.
Jamm og jæ þetta er það helsta í fréttum af mér.

Köttur úti í mýri setti upp á sig stýri úti er ævintýri..................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi