..::Hjólið bilað::..
Gærdagurinn fór allur í að gera snuddupunginn kláran á veiðar, það var svona sitt lítið af hverju sem þurfti að lappa upp á en það hafðist allt og var að mestu leiti orðið klárt um sexleitið í gærkvöldi.
Í dag eru svo bara rólegheit og ætlaði ég að nota tækifærið og hjóla aðeins á hjarninu enda virtist vera besta færið sem ég hef komist í, í vetur.
En svo virðist sem ég sé ekki fæddur í paradís, þegar ég var búin að setja bensín á hjólið og fór að reyna að sparka í gang þá gaf sig eitthvað í gangsetningarbúnaðinum, það fór þó í gang en það skrallaði svo mikið í þessu dóti að ég þorði ekki að taka sénsinn á að keyra hjólið svona. Það er kannski ekki undarlegt að eitthvað gefi sig í þessum mótor því hann er komin til ára sinna ;), en mesta svekkelsið var náttúrulega að þetta skyldi gerast núna en svona er þetta víst alltaf.
Ég þarf eitthvað að reyna að finna út úr þessu en mér sýnist að þetta kalli á eitthvað rifrildi og kannski þarf að rífa mótorinn úr og senda hann suður yfir heiðar, það væri náttúrulega disaster ef það yrði raunin ;(.
En svona er þetta bara og maður á ekki að láta neitt koma sér á óvart.
á morgun er svo gert ráð fyrir að fara einhvern prufurúnt á snuddupungnum, það verður spennandi að sjá hvernig það kemur út.

Læt þetta nægja í bili, bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi