Færslur

Sýnir færslur frá desember 7, 2003
Mynd
..::Útför Helgu ::.. Dagurinn heilsaði okkur með kafaldsbyl og fannkomu, ekki beint veðrið sem við hefðum óskað okkur á útfarardeginum hennar Helgu, en við því var lítið að gera. Við fórum upp í kirkju um hálfeittleitið og byrjaði athöfnin klukkan hálftvö. Athöfnin einkenndist af miklum söng og tónlist og var meðal annars þetta lag sungið. -Rósin- Undir háu hamrabelti Höfði drjúpir lítil rós, þráir lífsins vængja víddir, vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan, hjartarsláttin, rósin mín, er kristaltærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað. Krjúpa niður, kyssa blómið, hversu dýrlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað, yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. Mér hefur alltaf þótt jarðarfarir sorglegar athafnir, en þetta var mjög falleg athöfn. Og ekki vantaði blómin sem bárust, ég hugsa að Helga hefði kunnað að meta öll þessi blóm þót
Mynd
..::Betra seint en aldrei::.. Ég hafði mig bara ekki í að klára bloggið sökum anna en betra er seint en aldrei!. Ég fór inn á Akureyri um tvöleitið með björgunarsveitarbílnum til að ná í kistuna og fara með hana út í kirkju, í framhaldi af því var lítil bænastund í kirkjunni. Í dag kom Jóna Lind systir Guðnýjar og maðurinn hennar keyrandi frá Ísafirði, þau kíktu aðeins í heimsókn í kvöld. Það er ekki sérstakt veðurútlit fyrir morgundaginn en við vonum það besta, það má ekki gefa upp vonina. Oft er hún vonin eina haldreipi okkar í lífinu. Megi friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, varðveita hjarta ykkar og hugsanir. Þetta verða lokaorðin í dag............. <.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>
Mynd
..::Frummaður::.. Ég gleymdi alveg að minnast á að í gær blossaði upp í mér frummaðurinn og kafaði ég djúpt í iður frystikistunnar og gróf upp hákarlsbita sem mér áskotnaðist fyrir austan í haust þegar mamma og pabbi voru borin út ;). Já agalega langt síðan ég hef smakkað hákarl ummm namm, en ég var bara einn um þennan áhuga á fornmetinu á ægisgötu sex, þ.e.a.s fyrir utan Árna sem var í heimsókn ,). Hvað um það þar sem hákarlinn var frosin þá var ekkert annað í stöðunni en að skera hann niður í teninga setja í krukku og bíða morguns, hann er alveg bragðlaus frosin ;). Nú svo fórum við og leigðum okkur myndina “Nói albinói” sem mér fannst alveg frábær. Ef þið eruð ekki búin að sjá hana þá mæli ég með að þið verðið ykkur úti um hana.... Þegar ég svo vaknaði í morgun þá var mitt lán í óláninu að salernið var ekki upptekið. Ég var með svona líka agalega steinsmugu með tilheyrandi innantökum og vanlíðan. Heppnin í mér að vera ekki kvefaður, því ég er ekki viss um að ég hefði m
Mynd
..::Auma::.. Nú er það aumt, haldið þið ekki að ég þurfi að blogga á gamla hólknum ;). Það er allt komið á kaf í snjó hjá okkur hérna á Dalvík, snjóruðningstækin eru búin að vera á fullu í allan dag, brúmm brúmm. Þetta er að vísu soltið jóló en maður er með í maganum yfir því að bílaplanið verði ófært, hugsið ykkur ef maður þyrfti að skafa snjó og klaka af bílnum á hverjum morgni. Moka tröppurnar tvisvar á dag ca eina smálest í hvort skipti ;). Oj oj það má bara ekki gerast, ég meika það ekki að hokra krókloppinn fyrir utan gaddfreðna blikkbeljuna með gluggasköfuna. Og eiga svo eftir að sitja helfrosin inni í henni áður en hún volgnar svo maður sjái út ;). En það þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu því að Siggi stormur var að spá hláku þegar líður á vikuna. Og ekki lýgur stormurinn ;). Læt þetta nægja núna. Megi englar guðs vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð............. <°)))>< Hörður ><(((°>
.::Frídagur::.. Sökum ytri aðstæðna þá fór bloggið mitt út um þúfur í gær, en þetta á nú kannski frekar að vera til gaman heldur en kvöð. Svo að frí og veikindadagar eru ótakmarkaðir ;). Gott að vera í vinnu hjá mér ;)............... Ég keypti mér netkort og nýja örgjafaviftu í gamla hólkinn seinnipartinn í gær, þegar heim kom var svo garmurinn hlutaður í sundur til að auðvelda aðgengi að innviðunum. Svo var netkortinu þjösnað í raufina (Passaði frekar illa) og viftan skrúfuð á kælinn. En djö maður nýja viftan var nærð með þremur endum en sú gamla hafði látið sér duga tvo enda, eftir smá pælingu var töngin og vasahnífurinn dregin fram endarnir afeinangraðir og snákarnir snúnir sama ,). Aukaendinn var látin lafa laus, svo var bara að hleypa straum á loka augunum og vona það besta. Viti menn viftukvikindið snérist svo að þessi aukaendi virðist hafa verið óþarfi ;) he he. Nú var bara að einangra endana og skrúfa lokið á. Svo setti ég gömlu tölvuna upp í tölvusetrinu okkar og te
..:Stjörnuljósasería::.. Það er varla hægt að segja að ég hafi dregið á mér rassgatið út úr húsi í dag ;(. Þó drattaðist ég út í kvöld og hengdi upp stjörnuljósaseríu í öspina sem er norðan við húsið. Svo klístraði ég einni seríu í stofugluggann, einni af þrem ,) en þar sem sogskálarnar voru uppurnar þá verða hinar seríurnar að bíða morguns. Kippti ISDN kortinu og örgjafaviftunni úr gömlu tölvunni, en á morgun ætla ég að kaupa nýja viftu og netkort í gamla hólkinn og koma henni af stað. Nýi routerinn getur tekið fjórar vélar og þar sem alltaf er biðröð í nýju tölvuna þá verður að bregðast við aukinni eftirspurn og henda upp annarri vél ,). Í gærkvöldi las ég svo í gegn um dagbókina sem Einar afi hélt árið 1947 og hafði gaman af. Ég man ekkert eftir afa enda var ég bara grislingur þegar hann dó, en þessi lestur gaf mér aðeins innsýn í það líf sem hann lifði. Læt þetta duga í dag. Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur og vermda fyrir öllu vondu og ljótu, okkur veitir víst e