Færslur

Sýnir færslur frá janúar 6, 2008
Mynd
..::Út og suður::.. Ég átti yndisleg jól í faðmi fjölskyldunnar, að vísu svolítið seinn heim fyrir jólin en það hafðist allt enda nánast allt orðið klárt ;). Þetta jólahald hefur einkennst af áti og rólegheitum, svona eins og Jól eiga að vera. Milli jóla og nýárs brunuðum við suður til að eyða áramótunum með Hönnu Dóru og hennar fjölskyldu, það var gaman að kynnast Hauk og Örnu aðeins betur og áttum við góðan tíma saman, veðrið hefði mátt vera betra þennan tíma sem við stoppuðum fyrir sunnan en það er ekki á allt kosið. Á nýársdag var boðið í jólaboð hjá stóru systur og hennar fjölskyldu, þar komu saman við systkinin ásamt mökum börnum, mamma og pabbi voru mætt líka. Þetta var reglulega gaman því það er ekki oft sem við náum að hittast öll. Annan jan keyrðum við svo heim, vorum við komin upp í miðjan Borgarfjörð þegar það lægði og hætti að rigna svo við keyrðum í blíðuveðri það sem eftir var af leiðinni kærkomin veðurbreyting eftir rokið og rigninguna fyrir sunnan ;). Ég er búin að ver...