..::Viltu vinna milljón? ::..
Það er alltaf það sama sem er á þessu blessaða bloggi mínu, veður og veiði! Ég var samt að hugsa um að minnast ekkert á það í dag til tilbreytingar ;).
Í gærkvöldi féll ég út úr viltu vilja milljón keppninni sem Valgarður og Toni voru með á mig, Toni var salurinn og Valgarður spyrjandinn. Það var búið að ganga skítsæmilega ég fékk eina til tvær spurningar á dag og var komin upp í 250.000 og átti einn kost ónotaðan þegar ég var felldur úr á skítaspurningu að mínu mati ;). Hvar var fyrsta yfirbyggða sundlaugin á Íslandi? A:Hafnafjörður B:Reykjavík C:Eskifjörður D:Fáskrúðsfjörður Og samkvæmt þáttarstjórnanda var D rétt svar en ég hélt í fávisku minni að það væri A ;). Já það er með ýmsu móti sem menn stytta sér stundir á þessum skútum ;).
Svo hef ég verið að kroppa upp úr blaðapokanum sem foreldrar mínir færðu mér upp að Leifsstöð þegar ég yfirgaf klakann, í einu blaðinu rakst ég á brandara sem ég var að vísu búin að sjá áður en finnst alltaf jafn góðu...
Færslur
Sýnir færslur frá janúar 4, 2004
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Lengi má manninn reina::..
Það á að láta reina á mann í þessum túr þykir mér. Ég ákvað að kippa í gærkvöldi eftir að vera búin að fá öngulinn á kaf í rassgatið eina ferðina enn í þessum túr, það má eiginlega segja að öngullinn sé pikkfastur og vilji ekki losna hvaða vitleysu sem manni dettur í hug til að snúa dæminu við. Það var vestanfíla í gærkvöldi og gekk lítið en mjakaðist samt í rétta átt, auðvitað þurfti að gera snarvitlaust veður í nótt svo að dósin stóð á endum og komst ekkert áfram. Klukkan sjö í morgun lagaðist samt veðrið til muna svo að enn á ný vorum við komnir á ásættanlegan ferðahraða. Veðrið hélst skaplegt til tvö í dag en þá var byrjað að blása aftur, og klukkan þrjú í dag þegar trolldruslan var loksins komin í botn aftur þá var varla orðið veiðiveður. Auðvitað er engin dráttur á þessu og druslan flaksar aftan í dollunni eins og flagg í vindi og árangurinn er eftir því ;(. Já það er ekki tekið út með sældinni að reina að fá rækju hérna þessa síðustu og verstu tím...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Orgaðu ef þú þarft þess!::..
Þetta er að verða argandi snilld hjá manni þessi túr sem þó varla er byrjaður, ef það er ekki kolvitlaust veður þá er svo mikill straumur að maður ræður ekki neitt við neitt. Meira að segja nýja fína stýrið á í erfiðleikum með að halda okkur á valdri stefnu. Ofan á þetta allt saman bætist lélegur afli sem ég hélt að gæti ekki versnað en það er líka á niðurleið. Nú hefði ég haldið að botninum væri náð í þessu pöddufiskiríi hérna á hattinum. Manni sárlangar til að orga af lífs og sálarkröftum yfir þessu ástandi, ég er að hugsa um að láta það eftir mér, fara út á brúarvæng og orga eins og stungin Grís upp í veðrið. Maður ætti að verða nokkuð góður eftir það ;).
Annars er sjálfsagt ekkert við þessu að gera annað en að mæða þetta áfram og vona það besta, sjálfsagt gæti þetta verið miklu verra. Og ekki þurfum við að kvarta yfir hungri eða vosbúð svo að þetta hlýtur að koma.
Það er sól á hattinum í dag og vestan fimm sex eftir gamla Beufort skalanum og...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Lægðarhlussa::..
Það er lítið að segja í dag, við erum búnir að snúna nefinu upp í veður og vind í tæpan sólarhring og það hægir rólega, að vísu hefur vindinn lægt það mikið að sá kjarkmesti á stóru skipunum lét drusluna gossa um miðjan daginn, en kveinaði svo og kvartaði um að það ætlaði allt sundur að ganga hjá sér. En ég ætla að fara eftir heilræði fyrrverandi Trabant eigenda "Skynsemin
ræður" og doka örlítið við enda komið kvöld í þetta og lítil veiðivon í
myrkrinu ásamt því að enn er ekkert veiðiveður fyrir okkur.
En það hefur svo sem verið nóg að gera í því að halda sér, það var fljótlega búið að ná upp miklum sjó og var hann illa grafinn eins og við orðum það.
Það er meiri ógnarvíðáttan á þessari lægðarpussu, við Toni vorum að skoða veðurkortið eins og það á að vera í fyrramálið klukkan sex og þá liggur 990mb þrýstilínan steinsnar austan við okkur suðuraustur í stórum boga og upp með Bretlandi og sneiðir svo austur Ísland áður en hún sveigir vestur og suðv...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Læti::..
Þetta eru hálfgerð læti hjá okkur núna og litill vinnufriður á svona skóhorni eins og Erlunni, en það verður að bíta á jaxlinn setja hausinn undir sig og fara aðeins lengra en maður hefur kjark í ef það á að ná einhverjum árangri í þessum látum;). Þetta myndi flokkast undir fínasta þurrk hérna núna en ég er ekki viss um að dulurnar héngu á snúrunum en það tækist að hengja þær á strenginn, já það gustar hressilega á okkur þennan daginn og útlit fyrir svipuðum gusti á morgun. Þetta verður ansi ódrjúgt þegar ekki er hægt að vera að nema öðru hvoru, en maður mátti svo sem búast við þessu á þessum árstíma, þetta hafsvæði hefur svo sem ekki verið kennt við lognpoll eða heiðatjörn hingað til.
En það er við þessa dollu hérna að hún virðist aldrei betri í sjó en þegar það er orðið spænuvitlaust veður, en í logninu eftir brælurnar þá veltur hún eins og tvinnakefli. Svo þetta er hreint ekki svo snargalið, vantar bara 1000hp í viðbót og 3m skrúfu þá værum við nokkuð góðir i brælun...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Rútína::..
Þetta er alltaf sama rútínan hérna hjá okkur, sofa éta vinna sofa éta vinna. Eina tilbreytingin er þegar maður nennir að grípa niður í bók eða þá þegar eitthvað vesen er á græjunum, það seinna vill maður helst ekki sjá. Dagurinn í gær slapp fyrir horn en rækjan var léleg, en það er ekki sama útlit á þessu í dag og má segja að það sé aumt ástandið á okkur í dag.
Maður fékk vægan fiðring þegar við hífðum síðast en þá leit út fyrir að hlerarnir væru saman en það druslaðist einhvernvegin klárt upp, ég ætla bara rétt að vona að við förum ekki að lenda í einhverju veseni með þessa hleragarma, en sjálfsagt má búast við einhverju veseni þegar maður hirðir upp það sem aðrir eru búnir að henda. En þetta var það eina sem var í boði og þá verður bara að reina að gera gott úr því meira er sjálfsagt ekki hægt að gera ,).
Nú eru þeir félagar mínir á hinum skipunum farnir að spá á okkur einhverjum kaldaskít, ekkert slæmt segja þeir sjö átta vindstig sem er náttúrulega ekki svo sl...