..::Lengi má manninn reina::..
Það á að láta reina á mann í þessum túr þykir mér. Ég ákvað að kippa í gærkvöldi eftir að vera búin að fá öngulinn á kaf í rassgatið eina ferðina enn í þessum túr, það má eiginlega segja að öngullinn sé pikkfastur og vilji ekki losna hvaða vitleysu sem manni dettur í hug til að snúa dæminu við. Það var vestanfíla í gærkvöldi og gekk lítið en mjakaðist samt í rétta átt, auðvitað þurfti að gera snarvitlaust veður í nótt svo að dósin stóð á endum og komst ekkert áfram. Klukkan sjö í morgun lagaðist samt veðrið til muna svo að enn á ný vorum við komnir á ásættanlegan ferðahraða. Veðrið hélst skaplegt til tvö í dag en þá var byrjað að blása aftur, og klukkan þrjú í dag þegar trolldruslan var loksins komin í botn aftur þá var varla orðið veiðiveður. Auðvitað er engin dráttur á þessu og druslan flaksar aftan í dollunni eins og flagg í vindi og árangurinn er eftir því ;(. Já það er ekki tekið út með sældinni að reina að fá rækju hérna þessa síðustu og verstu tíma. En það verður sjálfsagt að taka þessa daga eins og aðra daga og innst inni lifir maður í voninni um að veður og veiðar fari skánandi, merkileg bjartsýni það! ;). Það væri víst ósatt ef ég segði að mér hefði hlakkaði til að mæta í vinnuna undanfarna morgna. En það verður að sjá á þessu skondnu hliðarnar og ég veit að þetta getur ekki annað en batnað og það er náttúrulega aðalplúsinn í þessu öllu saman.

Þetta er nú það helsta úr vindrassgatinu austsuðaustur úr Nýfundnalandi fimmtudaginn áttunda Janúar 2004.

Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur um vandrataða villustíga lífsins.

<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi