..::Lægðarhlussa::..
Það er lítið að segja í dag, við erum búnir að snúna nefinu upp í veður og vind í tæpan sólarhring og það hægir rólega, að vísu hefur vindinn lægt það mikið að sá kjarkmesti á stóru skipunum lét drusluna gossa um miðjan daginn, en kveinaði svo og kvartaði um að það ætlaði allt sundur að ganga hjá sér. En ég ætla að fara eftir heilræði fyrrverandi Trabant eigenda "Skynsemin
ræður" og doka örlítið við enda komið kvöld í þetta og lítil veiðivon í
myrkrinu ásamt því að enn er ekkert veiðiveður fyrir okkur.
En það hefur svo sem verið nóg að gera í því að halda sér, það var fljótlega búið að ná upp miklum sjó og var hann illa grafinn eins og við orðum það.
Það er meiri ógnarvíðáttan á þessari lægðarpussu, við Toni vorum að skoða veðurkortið eins og það á að vera í fyrramálið klukkan sex og þá liggur 990mb þrýstilínan steinsnar austan við okkur suðuraustur í stórum boga og upp með Bretlandi og sneiðir svo austur Ísland áður en hún sveigir vestur og suðvestur. Þessi hlussa þekur allt hafið milli Newfi og Bretlands.
Ég er búin að vera hálfsjóveikur í öllum þessum látum ;) en það hlýtur að hverfa þegar veðrið lagast.
Ég bið svo fyrir sálum ykkar, ég vona að þið hafið öll verið dugleg þæg og góð og munað eftir bænunum ykkar ,).
<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>
Það er lítið að segja í dag, við erum búnir að snúna nefinu upp í veður og vind í tæpan sólarhring og það hægir rólega, að vísu hefur vindinn lægt það mikið að sá kjarkmesti á stóru skipunum lét drusluna gossa um miðjan daginn, en kveinaði svo og kvartaði um að það ætlaði allt sundur að ganga hjá sér. En ég ætla að fara eftir heilræði fyrrverandi Trabant eigenda "Skynsemin
ræður" og doka örlítið við enda komið kvöld í þetta og lítil veiðivon í
myrkrinu ásamt því að enn er ekkert veiðiveður fyrir okkur.
En það hefur svo sem verið nóg að gera í því að halda sér, það var fljótlega búið að ná upp miklum sjó og var hann illa grafinn eins og við orðum það.
Það er meiri ógnarvíðáttan á þessari lægðarpussu, við Toni vorum að skoða veðurkortið eins og það á að vera í fyrramálið klukkan sex og þá liggur 990mb þrýstilínan steinsnar austan við okkur suðuraustur í stórum boga og upp með Bretlandi og sneiðir svo austur Ísland áður en hún sveigir vestur og suðvestur. Þessi hlussa þekur allt hafið milli Newfi og Bretlands.
Ég er búin að vera hálfsjóveikur í öllum þessum látum ;) en það hlýtur að hverfa þegar veðrið lagast.
Ég bið svo fyrir sálum ykkar, ég vona að þið hafið öll verið dugleg þæg og góð og munað eftir bænunum ykkar ,).
<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>
Ummæli