..::Rútína::..
Þetta er alltaf sama rútínan hérna hjá okkur, sofa éta vinna sofa éta vinna. Eina tilbreytingin er þegar maður nennir að grípa niður í bók eða þá þegar eitthvað vesen er á græjunum, það seinna vill maður helst ekki sjá. Dagurinn í gær slapp fyrir horn en rækjan var léleg, en það er ekki sama útlit á þessu í dag og má segja að það sé aumt ástandið á okkur í dag.

Maður fékk vægan fiðring þegar við hífðum síðast en þá leit út fyrir að hlerarnir væru saman en það druslaðist einhvernvegin klárt upp, ég ætla bara rétt að vona að við förum ekki að lenda í einhverju veseni með þessa hleragarma, en sjálfsagt má búast við einhverju veseni þegar maður hirðir upp það sem aðrir eru búnir að henda. En þetta var það eina sem var í boði og þá verður bara að reina að gera gott úr því meira er sjálfsagt ekki hægt að gera ,).

Nú eru þeir félagar mínir á hinum skipunum farnir að spá á okkur einhverjum kaldaskít, ekkert slæmt segja þeir sjö átta vindstig sem er náttúrulega ekki svo slæmt hjá þeim en fyrir okkur er það fullmikið til lengdar. En veðrið fáum við víst ekki ráðið við þótt við vildum og verðum að taka því sem höndum ber í þessum efnum.

Artic Víking er hérna á svipuðum slóðum og við, og höfum við notað daginn í að toga norður og alltaf kastað áfram norður. Núna er ég hættur að horfa á Scanmar skjáinn því vesalings auminginn vill bara alls ekki stoppa hjá mér og allt útlit fyrir að ég fái öngulinn tvisvar sinnum í rassgatið í dag, sem er náttúrulega út úr kortinu.

Þetta verður að duga í dag.

Vona að vermdar Englar Guðs flögri yfir ykkur og passi fyrir öllu vondu og ljótu.


<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi