Færslur

Sýnir færslur frá júní 22, 2003
Hvaða rugl er þetta með íslensku stafina?
Miðvikudagur. Fórum í bæinn og keyptum sex Gullfiska í tjörnina, ásamt því að við fórum í Bónus og Hagkaup. Þegar heim var komið þá fórum við með fiskana upp í tjörn og var ekki annað að sjá en að þeir fíluðu sig fínt í tjörninni, þetta voru sex kríli sem við slepptum og vonandi vaxa þeir og dafna í tjörninni ;) ef ekki þá liggur ekkert annað fyrir þeim en að drepast......... Á bakaleiðinni komum við við í gljúfrinu og kíktum á Fálkahreiðrið, annað foreldrið sat og fylgdist með okkur svo að ekki var um að villast hvaða tegund var þarna á ferðinni. En vonandi fá greyin að vera í friði fyrir ágangi manna og þá veit maður aldrei nema að þau verpi þarna aftur ;). Fimmtudagur. Dagurinn heilsaði okkur með 22°C í forsælu og hélst veðrið í þeim gír í allan dag, maður var hálf lamaður í hitanum og nennti vart að hreyfa sig. Upp úr hádegi hafði ég mig samt í að trekkja velhestinn í gang og brunaði upp á dal til að huga að fiskeldinu, þar hringsólaði ég í kring um tjörnina í steikjandi hi...
Það er engin bilbugur á sumrinu hérna fyrir norðan og heilsaði þessi dagurinn okkur með sól og hita. Fyrir hádegi fórum við nágrannarnir í göngutúr upp á dal til þess að skoða aðstæður í brunnklukkutjörninni fyrir gullfiska, jamm við erum að spekúlera í að setja annaðhvort gullfiska eða svokallaða tjarnarfiska í þessa tjörn svona til gamans ;). Hérna áður fyrr var alltaf silungur í þessari tjörn en síðustu ár hefur ekki verið neinn fiskur í tjörninni, það eru uppsprettur í tjörninni svo að hún botnfrís aldrei og eftir því sem að mér skilst þá er í lagi með þessa tjarnarfiska(gullfiska) ef ekki botnfrís, þ.e.a.s allt árið um kring. Á leiðinni til baka gengum við meðfram ánni á gljúfurbakkanum, Siggi hélt að hann hefði heyrt í Önd en þegar betur var að gáð voru tveir ungar á sillu í gljúfurbarminum, við sáum svo skip af rjúpu og einhverjar slitrur af smáfuglum svo að böndin bárust fljótlega að ránfugli en þar sem ekki var auðvelt að komast að hreiðrinu eða sjá ungagreyin löbbuðum við ...
Föstudagur: Föstudagurinn var ansi skemmtilegur, eftir hádegið komu Jakob Kristbjörg og Þórkatla í heimsókn en stoppuðu stutt, svona rétt til að koma magavöðvunum á stað. Eitthvað er í burðarliðnum að þau flytjist hreppaflutningum austur í Bárðardal en einhver þoka liggur samt yfir því ennþá, það væri fínt að fá þau í nágrennið aftur ;). Um kvöldmatarleitið duttu svo Mamma og Pabbi inn úr dyrunum og enn seinna komu svo Haddó og Gunni. Ferðalangarnir voru frekar þreyttir eftir ferðina og að allt var komið í ró á kristilegum tíma. Laugardagur: Vöknuðum um níu og var byrjað á að hlaða því í bílinn sem eftir var að ganga frá fyrir útileguna, Mamma og Pabbi fóru inn á Akureyri á undan okkur en við hossuðumst af stað upp úr ellefu, það þurfti að fylla á gaskútinn, fara í mjólkurbúðina, rúmfatalagerinn og eitthvað smálegt áður en haldið var í Vaglaskóg, þegar við svo komum þangar tók stutta stund að velja hentugt bæjarstæði, og hálftíma seinna voru tjaldbúðirnar komnar upp. Þá tók v...